Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 65
gerS Lúðvíks Þórarinssonar sem er afkastamikið fyrirtæki og bakar fyrir svo til allt nesið. Brauðgerðin er nýlega flutt í nýtt húsnæði, en þar starfa 4-5 menn. Sindri h.f. er lítil vél- smiðja, gamalgróið fyrirtæki hér, sem veitir bátaflotanum þjónustu. Þar er einnig rekin varahlutaverslun. Að jafnaði vinna 10—12 menn hjá Sindra. Netagerð Sigurðar Sigurðsson- ar er vaxandi fyrirtæki sem fær aukin verkefni með tilkomu nýs togara hérna. Steypustbðin Bjarg h.f. sér útnesinu fyrir steypu, en í landi Ólafsvíkur er mikið af góðu steypuefni. Fimm menn vinna hjá Bjargi en fram- kvæmdastjóri er Stefán Jóhann Sigurðsson. Þá er hér Röra- steypa sem Eiríkur Ögmunds- son rekur. Ýmis þjónustuiðnað- ur er einnig í Ólafsvík. Tvö bílaverkstæði eru í gangi, raf- iðnaðarmenn, trésmiðir og pípu- lagningamaður sjá um þjónustu við húsbyggjendur o.s.frv. Hér er ýmislegt í athugun með að koma af stað nýjum iðnaði. SÍS og Álafoss hafa verið að at- huga möguleika á að stofnsetja hér fyrirtæki, niðursuða þarf að komast á fót hér og sífellt er verið að kanna möguleika á að koma upp loðnubræðslu. Það á hins vegar sjálfsagt langt í land. VERSLUNARFYBIRTÆKI Stærstu verslunarfyrirtækin í Ólafsvík eru útibú frá Kaupfé- lagi Borgarfjarðar, sem er með alhliða verslun og Matvöru- verslunin Hvammur. Síðar- nefnda fyrirtækið er nýlega flutt í nýtt og gott húsnæði. Eigandi þess er Jóhann Jóns- son. Nokkrar sérverslanir eru hérna. Vík er verslun með byggingavörur, smá útgerðar- vörur og vinnufatnaíS. Eigandi er Vigfús Vigfússon. Verslun Jóns Gíslasonar ep með bækur og ritföng, fatnað og ýmsar smávörur. Kassinn, sem Ágúst I Sigurðsson rekur er umboðs- verslun með húsgögn og fl. Verslun Sigríðar Þóru er tísku- verslun og Valverk er bygging- arvöruverslun sem Sveinbjörn Sigtryggsson rekur. Að lokum er svo ein verslun sem selur Alexander Stefánsson, sveitarstjóri. ýmsar rafmagnsvörur og raf- tæki og er það Tómas Guð- mundsson rafvirki sem á hana. — Hjá Ólafsvíkurhreppi eru alltaf talsverðar framkvæmdir í gangi, sagði Alexander. — Fyrirferðarmestar eru gatna- gerðarframkvæmdir, en á síð- ustu tveimur árum er búið að vinna við þær fyrir 100 milljón- ir. Gerð hefur verið 10 ára á- ætlun um gatnagerð hér og sem stendur erum við 2 árum á und- an áætlun. Hér er verið að ljúka byggingu leikskóla sem á að taka 2x40 börn. Teikningarnar lagði Menntamálaráðuneytið til en Guðmundur Kr. Guðmunds- son og Ólafur Sigurðsson eru arkitektar að húsinu. Það er byggt samkvæmt öllum nýjustu kröfum og er gert ráð fyrir að stækka megi húsið og bæta við dagvistun. Af öðrum bygginga- framkvæmdum hreppsins má nefna 6 leiguíbúðir sem lokið var við á sl. ári og verið er að undirbúa smíði á 8 íbúða blokk. í ársbyrjun var tekið í notkun nýtt áhaldahús, en þar er einn- ig rekin skipaafgreiðsla. Sér hreppurinn um þann rekstur. Þar er aðstaða fyrir hafnarvörð, radíóþjónustu og bílavog er við húsið. Helmingur hússins er ætlað sem aðstaða fyrir útibú frá hafrannsóknarstofnun og í viðbyggingu sem á að rísa verð- ur aðstaða fyrir fiskmat. Vélsmiðjan Sindri Ólafsvík: Viðskiptin aðallega við bátaflotann í Ólafsvík er starfrækt lítil vélsmiðja, sem heitir Sindri hf. Einn af aðaleigendum fyrir- tækisins og skrifstofustjóri þess heitir Hrefna Bjarnadóttir, en hana tók Frjáls verslun tali þegar blaðið heimsótti Ólafsvík fyrir skömmu. — Faðir minn keypti þetta fyrirtæki árið 1943, sagði Hrefna, en fyrri eigandi þess Bjarni Sigurðsson hafði þá starfrækt það um tíma. Við systkinin, upphaflega 4, keypt- um svo fyrirtækið 1965. Núna störfum við tvö systkini við þetta. Starfsemin sem fer fram hjá vélsmiðjunni er ýmis véla- viðgerðavinna, en aftur á móti er minna um nýsmíði. Þó eru smíðaðar netaskífur sem faðir minn fann upp og eru ekki smíðaðar á sama hátt neins staðar annars staðar. Þær eru að öllu leyti handunnar hjá okkur. í sambandi við vél- smiðjuna er svo lítil verslun sem selur ýmsa varahluti í vél- ar, reiðhjól, verkfæri, útvörp, saumavélar og yfirleitt hluti sem tilheyra vélum. Þetta er eina verslunin á staðnum sem selur varahluti, en það eru fleiri sem hafa verið með verk- færi. Svo höfum við líka verið 65 FV 8 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.