Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 80
SKRIF9T0FUTÆKI -
TÖLVUR - TÖLVU-
ÞJÓIMUSTA -
SEIMDIFEROABÍLAR
IBIU á íslandi:
Nýjar vélar og aukin
fjölbreytni í þjónustu
Á þeim tíu árum sem IBM á
íslandi hefur starfað hefur
fjölbreytni þeirrar þjónustu
sem fyrirtækið veitir viðskipta-
vinum sínum stóraukizt. Sér-
staklega má benda á að á síðari
árum hafa komið á markaðinn
bæði vélar og forskriftir, sem
henta betur en áður meðalstór-
um og litlum fyrirtækjum.
Stór þáttaskil urðu með til-
komu IBM System/32 tölvunnr
ar, sem hægt var að bjóða með
betri kjörum en áður hafði
þekkst, en sú vél býr yfir mik-
illi fjölhæfni, auk þess sem hún
er einföld í notkun og örugg í
vinnslu.
Strax var lögð sérstök á-
hersla á að útbúa og bjóða
stöðluð tilbúin forskriftaverk-
efni með vélinni, svo sem fyrir:
a. Launaútreikninga.
b. Fjárhagsbókhald.
c. Viðskiptamannabókhald.
d. Gjaldendabókhald fyrir
sveitarfélög.
e. Lagerbóklhald.
f. Bónusútreikninga fyrir
frystihús.
g. Verkbókhald.
Kassagerð
Reykja-
víkur hf.
notar tölvu
af gerðinni
IBM 32.
Talvan er
núna
notuð við
fjárhags-
bókhald
fyrirtækis-
ins, við-
skipta-
manna-
bókhald og
launabók-
hald.
Verið er
að undir-
búa að
bæta við
birgðabók-
haldi, bæði
yfir hrá-
efni og
unmar
vörur.
Þá
ætlunin
halda skrá yfir verðmæti vöru, sem er í vinnslu á hverjum tíma,
en slíkt er mjög mikilvægt vegna bankaviðskipta. Þá eru hafnar
athuganir á að vinna í tölvunni verðútreikninga og tilboð. Loks
eru framtíðaráform um vinnslu greiðsluáætlana í tölvunni. Sveinn
Hallgrímsson sér um notkun tölvu Kassagerðar Reykjavíkur hf.
Nýlega kom á markaðinn ný
tölva IBM System/34. Þessi vél
framkvæmir allt sem System/
32 gerir og margt fleira, enda
hefur tækninni fleygt fram á
þeim tveimur árum sem
System/3'2 hefur verið á mark-
aðnum.
Hin nýja System/34, er sér
staklega sniðin fyrir skerma-
vinnslu sem hentar vel mörg-
um íslenzkum fyrirtækjum.
Opnast hér möguleiki fyrir
mörg fyrirtæki til að notfæra
sér skermavinnslu, sem þau
hafa ekki haft tæknilegan eða
fjárhagslegan grundvöll til að
ráðast í áður.
Þessi vél notar með lítilli að-
hæfingu allar forskriftir sem
notaðar eru fyrir System/32 og
ýmsar aðrar IBM vélar.
Fyrstu S/34 tölvurnar koma
hingað til landsins fyrri hluta
næsta árs og unnið er að nýjum
stöðluðum verkefnum fyrir
80
FV 8 1977