Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 77

Frjáls verslun - 01.08.1977, Síða 77
einhverju af sunnanverðu nes- inu líka. Við getum ekki nýtt allt það kjöt sem kemur í okk- ar hlut svo við séljum töluvert af því suður. — Áður en við fluttum hing- að vorum við einnig með veit- ingarekstur, sagði Benedikt. Við rákum veitingastofuna Te- húsið, sem stendur hér niðri í plássinu. Við ætlum okkur að flytja þann rekstur í þetta hús, en hann hefur legið niðri í sum- ar vegna anna okkar við ým- islegt annað. VINNSLA Á SLÁTURAFURÐUM? Hólmkjör er nú einna stærsta verslunin í Stykkishólmi og að sögn eigendanna er hún vel i sveit sett. — Byggðin er mikið að færast til, sagði Benedikt, og mest er byggt hérna í kring um okkur. Þegar við fluttum hingað jókst veltan töluvert og styrkir það skoðun okkar um staðsetninguna. Við ætlum nú að snúa okkur að því að ljúka frágangi við húsið og svo höf- um við hug á því að nýta það sem best. T.d. væri hugsanlegt að nota allt plássið í kjallaran- um við vinnslu á sláturafurð- um. Um þetta er þó ekkert ráð- ið enn, sagði Benedikt. Búðardalur: Hótel Bjarg hefur starfað í 27 ár — og margt hefur breytzt á þessum árum — Við hjónin byrjuðum með gistihúsrekstur f> rir 27 árum og þá var þetta með fyrstu húsun- um hérna iuppi á barðinu, sagði Borghildur Hjartardóttir hótelstjóri á Bjargi í Búðardal begar Frjáls verslun heimsóit'ti hana. — Húsið var smærra til að byrja með, sagði Borghildur, — en svo brann það 1963 og þá byggðum við það upp í þeirri mynd sem það er nú. Við fengum lítið út úr tryggingu fyrir gamla húsið og ég veit eiginlega ekki enn hvernig við klóruðum okkur út úr því að byggja aftur. En við unnum mundsson. Hótel Bjarg er opið allt árið, en að sögn Borghildar eru við- skiptin dræm yfir veturinn. — En við kunnum ekki við að loka á það fólk sem þarf á þessu að halda að vetrinum, sagði hún. — Á sumrin getur fólk mikið frekar bjargað sér með því að tjalda en á veturna er þörfin miklu brýnni fyrir gististaði. VAKAÐ EFTIR BÍLUNUM — Það er margt sem hefur breytst síðan við byrjuðum með hótelið, sagði Brynhildur. — Þá kom það fyrir að áætl- umarbílarnir frá Melgraseyri, sem tóku farþega úr bátnum frá ísafirði, voru upp í 14 tíma á leiðinni hingað. Þá vakti maður eftir bílunum til að gefa fólkinu að borða og hlúa að því eftir ferðina. Þá var líka verið að byggja upp vegakerfið hérna á Vesturlandi og ég bjó oft út margra daga nesti fyrir ýtu- menn og hefilstjóra. Svo mér finnst að ég hafi sjálf hálf partinn tekið þátt í uppbygg- ingu vegakerfisins hérna. — Á sumrini er hér mikil ikið sjálf við bygginguna, ég og umferð, sagði Brynhildur, — en í sumar var þetta með minnsta móti. Tíðin var vond framan af og þá var eins og fólk veigraði sér við að ferðast. í ágúst varð tíðin aftur góð og 'þá virtist fólk liggja mikið í tjöldum. Ég vil hins vegar benda fólki á að rúmin hér eru mjög ódýr, svo það ætti alveg að vera óhætt að koma og gista. Hvað veitingareksturinn snert- ir, þá eru orðnir of margir að- ilar með veitingar á staðnum. Félagsheimilið hérna við hlið- ina er með veitingastofu og tvær sjoppur eru með einhvern grillmat. Ég er bara með svona heimilislegan íslenskan mat og heimabakaðar kökur. Grill hef ég ekki fengið mér enn og veit ekki hvort ég geri það. Mér finnst að gestirnir kunni vel við þann aðbúnað sem þeir hafa fengið og margt fólk kem- ur hér ár eftir ár til dvalar. ÓVISS UM FRAMTÍÐINA — Ég er svolítið að velta því fyrir mér hvernig verður með framtíð þessa reksturs, sagði Brynhildur. — Þetta er oft maðurinn minn Ásgeir Guð- mjög erfitt og ekki virðist mað- ur geta fengið mikið af lánum eða styrkjum til að halda þessu gangandi. Oft erum við skuld- ug eftir veturinn og verðum þá að ná því upp að sumrinu. Nú fer líka að koma að því að gera þarf mikið við húsið og ekki veit maður hvaðan taka á fé í það. Við erum að vona að farið verði að nota Heydals- veg og Laxárdalsheiði á norð- urleið á vetrum, en það er mik- ið snjóléttari leið en Holta- vörðuheiði. Verði það gert eykst umferð hér og vonandi viðskiptin um leið. Það væri svolítið erfitt að hætta með hótelið þegar maður er búinn að standa í þessu svona lengi. Þess vegna býst ég við að við reynum að skrölta eitthvað á- fram. Við förum varla út í neinar stórbreytingar á rekstr- inum úr þessu. Ég vona bara að okkar gestir haldi áfram að koma eins og þeir hafa gert og ég vil að lokum bara biðja fyrir bestu kveðjur til ok'kar góðu viðskiptavina. FV 8 1977 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.