Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.08.1977, Blaðsíða 69
Mikill framkvæmdahugur er í Grundfirðingum og nýlokið er byggingu skóla og byggja á íþróttahús á næsta ári. Grundarf jörður: Enginn atvinnu- leysisdagur síðan skuttogarinn Runólfur kom — rætt við Árna Emilsson, sveitarstjóra með sölu á byggingarvörum á staðnum. Úr því að það gekk vel fóru fleiri að hugsa sér til hreyfings. Þegar við bættust fleiri verslanir með þetta sama, þá varð rekstrargrundvöllurinn erfiður fyrir okkur alla. — Á svona stað er varla á færi nema mjög fjárstferkra að- ila að versla með byggingarvör- ur, sagði Vigfús. — Við þurf- um að eiga allar tegundir af vörum á staðnum og það kostar mikla lagermyndun, sem aftur kostar mikla peninga. Nálægð- in við Reykjavík gerir að fólk verslar bar ef hlutirnir fást ekki hér. Hins vegar er veltan hjá mér of hæg til að hægt sé að endurnýja lagerinn eðlilega. Það er algengt að vörur hjá mér eru talsvert ódýrari en þær sem fást í Reykjavík og er það bara af því að þær hafa legið hjá mér í nokkra mánuði. Þá er lánsfjárfyrirgreiðsla lítil sem engin, enda eru engir aðilar sem fjármagna neitt fyrir versl- unina. Það pl' bara hægt að fá vaxtaaukalán og gjaldfrestur við vörukaup er alltaf að stytt- ast. Þá er mikið um lánavið- skipti á svona stað og margir sækja í að hafa mánaðarvið- skipti. Þegar allir þekkjast er erfitt að neita um svoleiðis, en þetta verða erfið viðskipti þeg- ar greiðslur byrja að dragast. BJARTSÝNN Á FRAMTÍÐINA — Þrátt fyrir þessa erfið- leika sem ég hef lýst hér er ég nokkuð bjartsýnn á framtið verslunar hér, sagði Vigfús. — Þó hér hafi verið öldudalur i viðskiptum sýnist manni ýmis- legt ben'da til að uppgangur sé að hefjast á ný og skilningur fólks fer vaxandi á þörfinni fyrir svona þjónustu. Það hef- ur verið mikið um að vertíðar- fólk hafi farið með fullar hend- ur fjár til Reykjavíkur eftir vertíð og verslað gífurlega, en fengið það sem vantar á milli út á krít hjá heimakaupmönn- um. Þetta þarf að breytast og fólk þarf að opna augu sín fyr- ir því að það er ekki allur á- vinningur fólginn í því að versla í Reykjavík. í nýrri skrifstofu Eyrarsveit- ar í Grundarfirði hitti Frjáls verslun fyrir sveitarstjórann Árna Emilsson og var hann beðinn að segja lesendum blaðs- ins frá atvinnulífi og fram- kværndum á staðnum. — Stærsta fyrirtækið hérna, sagði Árni, er Hraðfrystihús Grundarfjarðar h.f. Hreppurinn á smá hlut í fyrirtækinu, en einstaklingar og félög standa að því að mestu. Fyrirtækið er með alhliða fiskverkun, tekur við um 70% af afla togarans Runólfs og er með viðskipti við 4 báta að auki. Hjá frystihúsinu hafa að undanförnu verið marg- ir útlendingar við störf, m.a. stúlkur frá Ástralíu og hafa nokkrar þeirra sest að. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Hringur Hjörleifsson. Fiskverk- un Soffaníasar Cecilssonar er einnig nokkuð stórt fyrirtæki. Á þess vegum er útgerð á 4 bátum og alhliða fiskverkun. Mest er þó verkað af saltfiski, en einnig er fiskverkunin með nokkra rækjuvinnslu. Rækju- vinnsla Júlí,usar Gestssonar er fiskverkunarfyrirtæki hérna, sem hefur verið með alhliða fiskverkun, en starfsemi þar liggur niðri sem stendur. Af út- gerðarfyrirtækjum ber fyrst að nefna Guðmund Runólfsson h.f. sem gerir út skuttogarann Run- ólf, en það fyrirtæki er mynd- að af einni fjölskyldu á staðn- um. Það verður að taka það fram, að koma togarans varð mikil efling fyrir atvinnulífið hér og forsenda alls konar framfara. Hann hefur ýtt und- ir ýmsar framkvæmdir, bæði FV 8 1977 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.