Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 3
betur en við íslendinga. Þetta kvaðst Judd harma. LAUSN TIL LENGRI TÍMA — Okkur ber fyrst að kanna, hvaða vandamál séu á ferðinni og síðan finna sameiginlega lausn á þeim, sagði Judd. — Mikilvægi fiskveiða fyrir ís- lendinga er okkur vel ljóst og við höfum hrifizt af þeirri pólitísku leiðsögn, sem ráða- menn ykkar hafa veitt í sam- bandi við fiskvernd. En hitt fæ ég ekki skilið afhverju íslend- ingar vilja einvörðungu treysta á fiskimið innan eigin 200 mílna lögsögu til langs tíma í stað þess að gera áætlanir um skipulega nýtingu fiskistofna í samráði við aðrar þjóðir. Fisk- urinn hagar ekki ferðum sínum eftir ákvörðunum einstakra ríkja um landhelgislinur. Því næst vék Frank Judd að því, að hann teldi Xslendinga hafa verið í of mikilli varnar- stöðu í stað þess að móta stefnu sína fyrir framtíðina. Sem á- hugamaður um umhverfismál og náttúruverndun taldi hann að íslendingum væri mikill vandi á höndum í fis'kveiðimál- um á næstu 'árum. FULL EINING í EBE Aðspurður um það, hvort full eining væri innan Efnahags- bandalagsins um afstöðu þess til samninga við íslendinga og að hverju skyldi stefnt í samn- in/gum, sagði Judd að full sam- staða væri innan bandalagsins um iþau sjónarmið, sem Gunder- lach hefði kynnt fyrir íslenzk- um ráðamönnum. Þar væri um sameiginlega stefnu bandalags- ins að ræða sem Bretar væru aðilar að eins og hin aðildar- löndin. Bretar bæru fullkomið traus't til Gunderlaohs sem að- alsammingamanns fyrir sína hönd og bandalagsins í heild. Judd tók fram, að hann teldi Breta og íslendinga, sem á flestum sviðum hefðu átt mjög vinsamleg samskipti þrátt fyrir bitra reynslu af fiskveiði- deilum, eiga að efla efnahags- samstarf fyrir framtíðina. Hann sagðist ennfremur telja líklegt að ísland vildi treysta samband sitt við Efnahagsbandalagið til frambúðar og öðlast þar með meira öryggi í utanríkisverzlun sinni en nú, þegar svo mjög er treyst á markaðinn í Banda- ríkjunum, sem gæti gjörbreyzt á skömmum tíma. ENDURSKIPUL AGNIN G í SJÁVARÚTVEGI í viðtali okkar við aðstoðar- utanríkisráðherrann var næst vikið að brezkum sjávarútvegi og spurt, hvort hann hefði smám saman verið að laga sig að breyttum aðstæðum, sem sé þeim, að ekki yrði veitt innan 200 milnanna við ísland. Judd svaraði því til, að mikil endur- skipulagning hefði átt sér stað hjá veiðiskipaflotanium og fram- undan væru mikiir erfiðleikar, m.a. í sambandi við kvótakerfi. Þegar aftur var vikið að sam- skiptum Íslands og Bretlands barst talið að þeim hugleiðing- um, að Bretar myndu beita sér fyrir eins konar viðskiptastríði Efnahagsbandalagsins á hend- ur íslendingum ef ekki tækist samkomulag um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Sagði Judd, að slíkt viðskiptastríð hefði aldrei verið á dagskrá. Bretar vildu líta jákvætt á málin og hvernig bezt væri að ná sam- komulagi en á hinn bóginn væri óvissan hörmuleg, ef viðhorfin reyndust neikvæð hjá máisaðil- um. HUGREKKI CROSLANDS Að lokum var svo fjallað um lausn síðustu fiskveiðideilu við Breta og Frank Judd spurður, hvort brezka ríkisstjórnin hefði verið mjög eindregið hvött til þess af öðrum ríkjum að ganga til samkomulags, sem íslend- ingar gætu fellt sig við. Judd vildi ekki mikið úr Iþvi gera en taldi að af brezkri hálfu hefði það verið hugrekki Anthonys Crosland, sem réði ferðinni. Hann hefði séð vandann, sem ríkisstjórnin stóð frammi fyrir pólitískt heima við, en viljað láta skynsemina ráða engu að síður. James Johnson, þingmaður. Johnson: Vondaufir um fram- hald veiða við * Island James Johnson er þingmað- ur fyrir Hull og hefur scm kunnugt er af fregnum ís- lenzkra fjölmiðla látið land- helgismálin mjög til sín taka enda eru sjómenn við Humber og starfsfólk fiskiðnaðarins brezka slór hluti af kjósendum í kjördæmi hans. Við áttum þess kos't' að ræða við Johnson í anddyri brezka þingliússins en hann var þá nýkominn til London og beið þess að þing- störf væu hafin að nýju eftir sumarleyfi. James Johnson er maður mjög þsegilegur í viðræðum og hann hóf strax máls á því, að sér hefði verið sérstök ánægja af því að hitta fulltrúa í: ís- lenzku þingmannasendinefnd- inni sem var í Bretlandi í sumar. íslenzku þingmennirnir hefðu gert grein fyrir málefnum þjóð- ar sinnar í viðræðum við brezka starfsbræður, en John- son er meðlimur í nefnd eða starfshóp innan brezka þings- | ins, er nefnist Anglo-Icelandic FV 10 1977 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.