Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 15
meðal hinna stærstu í heimi sinnar tegundar. Um helmingur söluverðmætis innan greinar- innar fellur til 25 fyrirtækja, stórra og meðalstórra. Aðal- markaðir erlendis eru í löndum Efnahagsbandalagsins og Bandaríkjunum. Um fimmti hluti af efnaframleiðslu Breta er tiltölulega fá og einföld efna- sambönd eins og brennisteins- sýra og málmoxíð, sem notuð eru í vörur á borð við áburð- artegundir, þvottaefni, máln- ingu og gler. Vinnsla efna úr olíu er mik- ilvæg og þar skipta etelyne, propylene og benzeene mestu máli. Lyfjaframleiðsla er umfangs- mikil í Bretlandi og þar hafa margar tegundir verið fundnar upp og framleiddar upphaflega. Sama máli gegnir um uppfinn- ingar og frumframleiðslu í plastiðnaði. Plastframleiðsla er sú grein í brezkum framleiðslu- iðnaði, sem nú vex einna örast. Polyethylene ,sem notað er í umbúðir, sérstaklega um mat- væli. og ennfremur Polystyrene i leikföng og önnur áhöld, eru mest áberandi þessara efna. # Rafmagns- og rafeindaiðnaftur Brezkir vísindamenn og verk- fræðingar hafa þróað ýmsar undirstöðuaðferðir við fram- leiðslu og flutning á raforku og brezk fyrirtæki hafa haldið á- fram að gegna forystu í sam- bandi við framleiðslu á vélum og öðtum búnaði til raforku- vera. Þar má telja túrbínur og spenna, raflínur og strengi i jörð eða til lagnar neðansjávar. Nokkur fá og stór fyrirtæki hafa sérhæft sig í framleiðslu á rafmagnstækjum til heimilis- nota og önnur grein af sama meiði er framleiðsla á rafbún- aði í bíla og flugvélar. Nú starfa 768 þús. manns í þessari grein og rafeindaiðnaði og útflutningur þeirra nam 1,7 milljörðum punda í fyrra. , Rafeindaiðnaðurinn i Bret- landi er stærri og fullkomnari en víðast annars staðar í Evrópu Þetta er eftirlíking af stjóm- palli skips sem Decca- fyrirtækið hcfur gert til þjálfun- ar skips- st jórnar- manna fyrir siglingu í myrkri. enda hafa brezkir vísindamenn og fyrirtæki unnið mikilsvert brauti'yðjendastarf á því sviði sem mörgum öðrum. Þarna er um mjög fjölbreytta fram- leiðslu að ræða, sem ekki er unnt að tíunda hér. Þómá nefna fjarskiptatæki, transistora, út,- varps- og sjónvarpstæki, hljóm- flutningstæki og tölvur af ýmsum stærðum og gerðum. Sá þáttur í þessari fram- leiðslu, sem aukizt hefur einna mest undanfarið er framleiðsla á talstöðvabúnaði, radartækj- um og miðunarstöðvum fyi'ir skip og flugvélar, viðvörunai’- kerfi margs konar, tækjabúnað- ur fyrir útvarps- og sjónvai’ps- stöðvar og er brezk framleiðsla af þessu tagi víða notuð erlend- is til varnarstarfs, í almennum flugsamgöngum, siglingum, heilbrigðisþjónustu og hjá menntastofnunum . 0 Bílaiftnaftur í víðri merkingu nær brezk- ur bifreiðaiðnaður yfir fram- leiðslu bíla, dráttarvéla, hjól- Rafsuðumenn við vinnu í Fordverksmiðjunum í Halewood í Liver- pool. FV 10 1977 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.