Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 26
HÁBERG HF.:
Platínulaus transistorkveikja
er nauðsyn — ekki lúxus
Lumenition
KVEIKJU -
HAMAR
LJÖS-
SKYNJARI ’
NEISTA-
SKAMMTARI
Sú breyting ,sem varð á bíl-
kveikjunni með tilkomu plat-
ínulausu Transistorkveikjunnar,
er í rauninni algjör hlið-
stæða þess, þegar reiknivélar
breyttust úr seinvirkum, há-
vaðasömum og viðhaldsfrekum
„tannhjólakvörnum“ í hrað-
virkar, hljóðlausar og viðhalds-
fríar rafeindavélar. LUMENI-
TION kveikjubúnaðurinn er í
rauninni fyrsta' og eina umtals-
verða breytingin, sem orðið hef-
ur á kveikju bensínhreyfilsins
frá bví hún var fundin upp.
Árið 1967 hóf einn af núver-
andi forstjórum LUMENITION,
LDT. — Mr. S.H. FORD — til-
raunir með transistorstýrðan
kveikjubúnað. Árið 1968 var
búnaðurinn reyndur í bílum.
Árangurinn lofaði góðu, en í þá
daga var tiltaekt efni bæði lé-
legra, fyrirferðarmeira og hlut-
fallslega mun dýrara, svo ekki
blés byrlega fyrir markað fyr-
ir slíkan búnað. Það er ekki
fyrr en árið 1973, eftir orku-
kreppuna, að almennur áhugi
fyrir bensínsparandi búnaði
vaknar að ráði. 1974 fær LU-
MENITION, LTD. Design Coun-
cil Award, sem aðeins er veitt
einum aðila ár hvert í Bret-
landi, og síðar sérstaka viður-
kenningu frá félagi bifreiðaeig-
enda þar í landi. En þá fór á-
hugi Bandaríkjamanna að
vakna. Fyrst var svipaður bún-
aður boðinn eftir eigin vali af
Chrysler verksmiðjunum, en
eftir að opinber nefnd hafði
staðfest, að slíkur búnaður
drægi verulega úr mengun
(nýtti bensínið betur), þá var
platínulaus kveikjubúnaður
lögleiddur i alla ameríska bíla.
Síðan 1976 hafa bílar þaðan
ekki komið með platínum. LU-
MENITION er standard í Rov-
er Saloon og nú nýverið í vand-
aðri gerðum af Benz. Burt séð
frá því, að búnaðurinn borgar
sig fjárhagslega (bensínsparn-
aður einn saman er frá 9 krón-
um pr. líter miðað við kr.
93/ltr.) þá eru þægindin aug-
ljós. Lélegt ástand á platínum
og /eða þétti hefur plagað bíla-
eigendur i gegn um áratugina
enda langalgengasta orsök
start-erfiðleika og rykkjótts
aksturs með kaldri vél. Með
LUMENITION er þetta allt úr
sögunni og það besta er, að
ekki þarf að hugsa frekar um
kveikjustillingu.
nYTT i Lonnon
Hinn 16. nóvember tekur nýr aðili i London að sér afgreiðsiu á vörum til
flutnings með vélum FÍugfélags islands og Loftleiða: Hollenska flug-
félagið KLM, Shoreham Road, Cargo Village, Heathrow.
Skrifstofur okkar, bæði á Heathrowflugvelli og hér i Reykjavik annast
eftir sem áður milligöngu, s.s. móttöku pantana, ef óskað er. Sími okkar
á Heathrow er 01-759-7051.
Leiðbeiningamiðar, „Routing order" fást á skrifstofu
farmdeildar í Reykjavík, sími 84822.
FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR
LSLANDS
ffOooijfrakt
flth.:f vetur verða sérstök fraktflug, fra London á þriðjudögum og flmmtudögum
3(>
FV 10 1977