Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 31
Aldrei hefur verið jafnlítið
um verkföll í Bretlandi í heilan
aldarfjórðung og árið 1976. Töl-
ur sýna, að færri vinnustöðvan-
ir urðu fyrri helming þessa árs
en nokkru sinni síðan 1953.
Nánar til tekið var tala vinnu-
stöðvana frá janúar til júní það
ár komin niður í 955 samanbor-
ið við 1391 fyrri helming árs-
ins 1975.
0 Þróttmikið
viðskiptalíf
Bretar eru fimmta mesta við-
skiptaþjóð í heimi. Útflutning-
ur vöru nemur meira en fimmt-
ungi af vergri þjóðarfram-
leiðslu. Brezk fyrirtæki eru
önnum kafin við að framleiða
allar hugsanlegar vörutegund-
ir fyrir umheiminn — frá hött-
um handa Japönum til trjá-
gróðurs í eyðimörkina.
Þar að auki gegnir City of
London mjög veigamiklu hlut-
verki og „ósýnileg" viðskipti,
sem þar eiga sér stað, vega
þungt í heimsverzluninpi.
Bretar koma næstir á eftir
Bandaríkjamönnum í „ósýnileg-
um“ viðskiptum — eins og vá-
tryggingarstarfsemi, bankavið-
skiptum, skipaútgerð og ferða-
mennsku. Alls námu „ósýnileg-
ar“ tekjur árið 1975 10 millj-
örðum sterlingspunda.
I London er stærsti markað-
ur vátrygginga í heimi og
stærsti hluti Euro-dollar mark-
aðarins. Heimsmarkaðsverð á
ýmsum vörum er ennfremur
skráð i London eins og t.d
skinnum, blýi, kopar og gim-
steinum.
Staðreynd: Árið 1975 jókst
útflutningur Breta til annarra
aðildarríkja Efnahagsbandalags-
ins um 16%. Útflutningur til
olíuútflutningsríkja jókst um
95%.
Staðreynd: Fyrsta ársfjórð-
ung 1976 seldu Bretar vörur að
verðmæti 5.818 milljón sterl-
ingspund eða fyrir 64 milljón
pund á dag, sem er 12 milljón-
um meira á dag en fyrsta árs-
fjórðung 1975.
Staðreynd: Heildarútflutn-
ingstekjur Breta árið 1975 voru
30.327 milljón pund, u.þ.b. 1250
pund á hvern vinandi mann.
Staðreynd: Bandaríkin eru
stærsti markaður fyrir brezkar
vörur erlendis og þangað var
selt fyrir 1756 milljónir árið
1975.
# Tækninýjungar
Staðreynd: Það er rangt, að
Bretar geti ekki selt þær tækni-
nýjungar, sem þeir finna upp.
Hovercraft-loftpúðaskipin eru
nú notuð í 6 löndum.
Staðreynd: Það var byrjað að
framleiða Mini-bílana árið 1959.
Nú er búið að selja meir en 3
milljónir og þar af helminginn
erlendis.
Staðreynd: Meira en 1 millj-
ón Land Rover-bíla hafa verið
seldir, þar af þriðjungur erlend-
is.
Staðreynd: Brezkir sportbíl-
ar eru vinsælir um heim allan.
Síðan framleiðsla hófst á TR 7
hjá British Leyland í apríl 1975
hafa bílar af þeirri gerð verið
seldir fyrir 24 milljónir punda.
Staðreynd: Útflutningur
brezka flugvélaiðnaðarins hef-
ur verið í blóma ár eftir ár.
Hann nam 600 milljónum
punda 1975 og tæpum 200 millj-
ónum fyrsta ársfjórðung 1976.
Staðreynd: Pantanir hjá Brit-
ish Aircraft Corporation námu
alls 850 milljónum punda í end-
aðan apríl í fyrra.
Staðreynd: Bretar smíða jafn-
vel loftskip. Sjónvarpsfyrirtæki
í Venezuela hefur pantað 22
slík fyrir 6 milljónir punda.
Staðreynd: Brezka Comet-þot-
an er fyrsta farþegaþotan, sem
tekin var í notkun í heiminum.
Hún flaug vegalengdina Lond-
on-Jóhannesarborg í S-Afríku á
23 klst. 34 mín. Concorde-þotan
flýgur sömu vegalengd á níu
klukkustundum.
IÞRÓTTABLAÐIÐ
er vettvangur
57 þúsund
meðlima
íþrótta- og
ungmennaíélaga
víðs vegar um
landið.
IÞRÓTTABLAÐIÐ
ÁRMÚLA 18.
SÍMI 82300.
Fréttir og
faglegt
efni uni
byggingariðnað
og annan
iðnað
iðnaðarblaðíð
FV 10 1977
41