Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 1
Frank Judd, aðstoftarutanríkisráðherra: „Þung áherzla verður lögð á að viðræður verði teknar upp að nýju í vetur” „Islendingar ■ of mikilli varnarstöðu í stað þess að móta stefnu sína fyrir franitíðina” — Það skal játað, að mér fannst brezki flotinn vera í fáránlegri aðstöðu, þegar þorskastríðin við íslendinga stóðu yfir, þó ég bæri virðingu fyrir áhöfnuni skipanna sem aðstoðarflotamálaráð- herra á þeim tíma. Og ég vona að guð forði okkur frá því að til annarrar landhelgisdeilu koini milli Breta og íslendinga en að þjóðirnar beri gæfu til að ræða hagsmunamál sín eins og vinir enda byggja Bretar og íslendingar vináttu sína á lan gri hefð. 1970 varð hann ritari Harold Wilsom, þáverandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar í brezka þinginu og talsmaður Verka- mannaflokksins um málefni flotans. Hann hefur einnig átt sæti í þingmannanefndum Breta á þingum Evrópuráðsins. VIÐRÆÐUR Á NÆSTUNNI? Frank Judd var hreinskilinn í viðræðum okkar og það kom skýrt fram, að hann telur Efna- hagsbandalagið og íslenzk stjórnvöld þurfa að taka þráð- inn upp að nýju til að komast að samkomulagi um fiskveiði- mál og minnti hann kurteislega á, að nökkurrar óþolinmæði gætti austan hafsins vegna þess hvað lítið hefði heyrzt frá Reykjavík um þessi efni og að íslendingar væru tregir til að setjast niður og ræða málin. Taldi hann annað óhugsandi en að EBE myndi leggja þunga áherzlu á að viðræður yrðu teknar upp að nýju í vetur. Judd sagði, að Bretar væru algjörlega háðir sameiginlegri landhelgismálaráðstefnu EBE og það væri ráðherranefndar bandalagsins að siá um viðræð- ur við aðrar þjóðir um fiskveiði- réttindi. Viðræður bandalagsins við Sovétríkin og önnur A- Evrópuríki hefðu gengið mun Þetta mælti Frank Judd, að- stoðai'utanríkisráðherra Breta í upphafi samtals við Frjálsa verzlun, sem fram fór í utan- ríkisráðuneytinu brezka fyrir skömmu. Frank Judd hefur einu sinini komið sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar til íslands, en það var snemrna á þessu ári er hann átti ‘hér stuttar viðræð- ur við íslenzka ráðamenn á- samt Gunderlach, fram- kvæmdastjóra ráðherranefndar Efnahagsbandalags Evrópu. Á FRAMABRAUT Frank Judd þykir líklegur til að komast til æðstu metorða í stjórnm'álaforystu brezka Verkamannaflokksins en 'hann er nú helzti samstarfsmaður David Ówen, utanríkisráð- herra, og hefur Judd fengið það verkefni að annast málefni er snerta samskipti Breta og annarra þjóða í Efnahagsbanda- lagihu en sem kunnugt er hef- ur bandalagið nú sameigimlega tekið upp viðræður um fisk- veiðiréttindi við ríkisstjórnir landa utan þess. Frank Judd er 42 ára gamall, viðskiptafræðingur að mennt, og hefur setið á þingi fyriv Portsmouth síðan 1966. Af ein- stökum trúnaðarstöðum sem hann hefur gegnt má nefna að Frank Judd er einn nánasti samstarfsmaður Owens utan- ríkisráðherra og fer með mál- efni er snerta aðild Breta að EBE. FV 10 1977 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.