Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 47
AP eru meira en 90 milljónir
iíandaríkjadala og eru þau
hæstu hjá einu fyrirtæki á
íréttaþjónustusviði. Aðilar AP
eyða mörgum sinnum þessari
upphæð til að safna saman stað-
bundnum fréttum og myndum,
fyrir dreifingarkerfi AP Öllum
tekjum sínum ver AP til frétta-
öflunar og dreifingar. Það eru
engir hluthafar í AP og engum
arði er skipt. Allur hagnaður
fer til þess að viðhalda, bæta
og auka þjónustuna.
AP hefur símastrengi og
gervitunglarásir á leigu til að
nota við flutning frétta sinna
og fréttamynda í báðar áttir
miili Evrópu, Ameríku og Asíu.
Fréttamyndirnar frá AP eru
sendar til rúmlega 2000 áskrif-
enda í Evrópu, Asiu, Afríku,
Miðausturlöndum og rómönsku
Ameríku um símarásir.
GÖMUL SAMBÖND
VIÐ BEUTEBS
Það er Reuters-fréttastofan í
London, sem lengst hefur verið
ein helzta heimild íslenzkra
fjölmiðla fyrir erlendum frétt-
um, sem hér birtast. Sambandið
við Reuters var áður fyrrum
í formi venjulegra símskeyta,
sem blöðum og útvarpi bárust
en síðan var farið að taka á
móti loftskeytum Reuters frá
London og voru þá sérstök mót-
tökutæki hjá fjölmiðlunum til
að taka við þeim. Nú er það
fjarskiptastöðin í Gufunesi, sem
annast móttöku AP-frétta-
skeyta og þau eru síðan send
áfram á fjarritum til frétta-
stofnana og ritstjórna blaðanna,
en Reuters-skeyti eru send á
sæsímanum.
BYBJAÐ MEÐ
BBÉFDÚFUB
Það var Paul Julius Reuter,
sem lagði grundvöllinn að Reut-
ers-fréttastofunni á miðri síð-
ustu öld. Það er sérkennileg
saga, hvernig þetta fyrirtæki
byrjaði. Árið 1849 hafði síma-
sambandi verið komið á milli
Berlínar og Aachen í Þýzkalandi
og eins milli Brússel og Paris-
ar. Bilið á milli Aachen og
Brússel, um 160 kílómetrar,
var óbrúað. Póstflutningalestir
voru níu klukkutima að fara
þessa leið með síðustu fréttir
FV 10 1977
úr kauphöllunum og önnur tið-
indi.Reuter sá fram á að þenn-
an tíma mætti stytta talsvert
með því að notast við bréfdúf-
ur. Hann leigði fjörutíu dúfur
hjá bruggara og bakara í Aach-
en og kom mönnum mjög á ó-
vart. Fulltrúi hans í Brússel
sendi dúfurnar af stað með síð-
ustu markaðsfréttir rétt eftir
að kauphöllinni þar í borg var
lokað og síðustu tíðindi bárust
frá París með ritsímanum.
Reuter sjálfur og 13 ára sonur
hans héldu svo vörð og náðu
dúfunum þegar þær komu og
handskrifuðu fréttirnar í fjöl-
riti handa áskrifendum sjö tím-
um áður en lestin frá Brússel
kom til Aachen.
í dag er Reuters hlutafélag,
skráð í Bretlandi, en eigendur
eru fjögur samtök í blaðaheim-
inum: samtök blaðaútgefenda í
Bretlandi, samtök dreifbýlis-
blaða í Bretlandi, samband
ástralskra blaða og ný-sjálenzka
blaðaútgáfusambandið.
AÐALSTÖÐVABNAR
í LONDON
Aðalskrifstofa Reuters er i
blaðagötunni Fleet Street í
London og þar starfa rúmlega
100 fréttamenn og jafnmargir
tæknimenn og aðstoðarfólk við
að safna saman fréttum úr öll-
um heimshornum, meðal annars
frá fréttastofum Reuters í öðr-
um löndum. Þær berast Reut-
ers í London á átta fjarritum,
sem skrifa 100 orð á mínútu. í
London eru fréttir líka samd-
ar á frönsku og þeim komið til
frönskumælandi landa. Þarna
eru tilreiddar allar almennar
fréttir, frásagnir af stjórnmála-
viðburðum og síðustu tíðindum
í íþróttaheiminum. Einnig er
tekið á móti töluðu máli frá
fréttamönnum erlendis, sem
síðan er sent áfram til útvarps-
stöðva. Sérstök deild á frétta-
stofunni sér einvörðungu um
að afla frétta frá Bretlandi fyr-
ir kaupendur frétta erlendis.
VIÐSKIPTAFBÉTTIR
Þá hefur Reuter í seinni tíð
aukið mjög fréttaþjónustu sína
á sviði viðskiptamála með því
m.a. að senda út upplýsingar á
augabragði um þróun kaup-
hallarviðskipta og gjaldeyris-
mála um allan heim. Þeir, sem
íá þessa þjónustu eru aðallega
bankar, verðbréfasalar og for-
stöðumenn stórfyrirtækja.
Fjarskiptakerfi Reuters svar-
ar til 4 milljón kílómetra í fjar-
í'italínum. Þá eru 47 loftskeyta-
rásir leigðar fyrir fréttasending-
ar og 12 gervihnattarásir.
Fréttamenn í fullu starfi eru
alls 350 og 800 til viðbótar
lausráðnir. Það koma um
100.000 orð af fréttaefni inn til
Lundúnaskrifstofunnar frá 183
löndum á degi hverjum að jafn-
aði en út frá London fara 1,5
milljón orð á dag.
RABJÍAÐ VIÐ
BLAÐAFULLTRÚA
Blaðafulltrúi Reuters er Kýp-
urbúi ,að nafni S. Guebenlian,
sem lengi hefur verið starfandi
fréttamaður en er nú í kynn-
ingar- og upplýsingastarfi fyrir
fyrirtæki sitt og má segja að
hann sé eins konar diplómat,
sem ferðast víða um heim til
að tryggja góða starfsaðstöðu
fyrir fulltrúa Reuters, sérstak-
lega þar sem ástand innanríkis-
mála er þannig, að valdhöfum
er ekkert um erlenda frétta-
menn gefið. Guebenlian kann
frá mörgu að segja úr löngu
starfi, m.a. frá því er hann
stjórnaði skrifstofu Reuters á
Kýpur, þegar ástandið þar var
sem verst áður en eyjan hlaut
sjálfstæði og einnig hefur hann
verið á óróatímum staðsettur í
miðausturlöndum. Hann var
einkavinur Makaríosar erki-
biskups og hafði komið því til
leiðar að forsetinn settist loks
niður við að skrá endurminn-
ingar sínar, en það verk var
ekki langt á veg komið, þegar
Makaríos lézt í sumar.
Ljóst var á máli Guenbenlian
að Reuters þarf eins og reynd-
ar aðrar vestrænar fréttastofur
að glíma við hin ótrúlegustu
vandamál stjórnmálalegs eðlis,
einkanlega í löndum Asíu,
Afríku og Suður-Ameríku til
að tryggja eðlilegan fréttaflutn-
ing> og kostar það margar ferð-
irnar til funda við innanríkis-
ráðherrana eða aðra háttsetta
57
L