Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 27
British Leyland IVIesta útflutningsfyrirtæki Breta Hefur um 160 þús. manns í vinnu *«<• Vörubíll frá British Leyland með sérstökum gröfubúnaði. Bílar frá British Leyland cru nctaðir í 174 löndum heims', — vörubílar, fólksbílar og almenn- ingsvagnar. Um 80% af MG. Triumph og Jaguar-sportbílum, sem framleiddir eru í Bretlandi cru scldir í Bandaríkjunum og Kanada. Land Rover bílarnir hafa verið fluttir út til næstum allra landa heims fyrir um 700 milljcnir sterlingspunda. íslendingar kannast vel við framleiðslu frá British Leyland eins og Land Rover bílana, sem hafa um árabil komið í stað þarfasta þjónsins á íslenskum bújörðum og á seinni árum orðið æ eftirsóttari ferðabílar til notkunar i byggðum og ó- byggðum. Leyland-vörubílar eru nú fluttir til landsins í vax- andi mæli og Strætisvagnar Kópavogs hafa keypt nokkra Leyland-almenningsvagna til notkunar í leiðakerfi sínu. Um- boðsaðili fyrir Leyland-verk- smiðjurnar hér á landi er P. Stefánsson h.f. VERKSMIÐJUR í 43 LÖNDUM Leyland rekur verksmiðjur i 43 löndum og þannig er til dæmis samsetningarverksmiðja fyrir vörubíla í Danmörku. Annars er það fólksbílafram- leiðslan, sem er umfangsmesti þátturinn í starfsemi fyrirtæk- isins eða um 70% og starfa nú 120 þús. manns í 36 verksmiðj- um víðsvegar um Bretland, sem fólksbilana smíða. Eru það teg- undirnar Austin, Morris, MG, Mini, Rover, Jaguar, Daimler, Triump og Vanden Plas. Alls starfa í verksmiðjum Leyland um 160 þús. manns í Bretlandi og 25 þús. i öðrum löndum. Fyrirtækið er stærsti útflytjandi í Bretlandi og hef- ur sala til útlanda numið um fimm og hálfum milljarði sterl- ingspunda af heildarsölu fyrir- tækisins síðan 1968, en hún nemur 11.400 milljónum punda. Brezka rikið á nú 95% í British Leyland en hin 5% eru í eigu 103 þús .hluthafa. Þess- vegna eru stjórnendur fyrirtæk- isins ábyrgir bæði gagnvart brezkum stjórnvöldum og fjölda annarra hluthafa. RÍKISFRAMLÖG Framlög ríkisins til styrkt- ar verksmiðjum Leyland hafa skapað bættan rekstursgrund- völl fyrirtækisins. sem starfar í harðri samkeppni við aðra bílaframleiðendur um heim all- an. Önnur aðalfyrirtæki í Ley- land-samsteypunni eru Leyland Truck and Bus, sem starfrækir 12 stórar verksmiðjur með 29 þús. starfsmönnum. Leyland Special Products er annað fyr- irtæki, sem smíðar ýmis konar þungavinnuvélar og hernaðar- tæki, það hefur 12 þús. manns i vinnu í 16 verksmiðjum í Bretlandi. Leyland Internation- al er svo sérstakt fyrirtæki, sem annast þjónustu við önnur lönd og hefur umsjón með rekstri verksmiðja Leyland er- lendis. Þess má að lokum geta, að fulltrúi frá Leyland Truck and Bus hefur verið nýlega hér á landi á vegum P. Stefánssonar h.f. Verkefni hans var að skipu- leggja þjónustu við eigendur Leyland-vörubíla og fór hann þeirra erinda út á land m.a. Leyland-vörubílar og almenn- ingsvagnar verða á bílasýning- unni miklu, sem haldin verður i Reykjavík á næsta vori. FV 10 1977 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.