Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 9
Háþróuð brezk tækni. Unnið við að húða transistora með gulli og títaníum áður en þeir eru settir í neðansjávarsíma- strengi. í stað þess að þurfa að flytja hana inn. Þess má geta að olía nam 48% orkunotkunar 1972 og var allt innflutningur. Búist er við að Bretar verði orðnir sjálf- um sér nógir árið 1980 að þessu leyti. Þeir hafa því sannarlega fundið auðlind í stað þeirrar sem þeir misstu á Islandsmið- unum. • VIÐSKIPTI ÍSLANDS OG BRETLANDS 1976 Innflutningur frá Bretlandi nam 10,1% heildarinnflutnings árið 1976. Það ár var tiltölulega mest flutt inn frá Sovétríkjun- um, V.-Þýskalandi og Banda- ríkjunum, en Bretland kom í fjórða sæti. Er þetta talsverð breyting frá undanförnum ár- um, því að árið áður var inn- flijtningur tiltölulega mestur frá Bretlandi og Vestur-Þýska- landi og til lengri tíma litið hef- ur hlutdeild innflutnings frá Bretlandi og Vestur-Þýskalandi minnkað (var 13-15% 1968— 1970). Aðal skýringin á þessu er verðhækkun olíunnar, því að 80—90% af kaupverðinu er hreinn ágóði seljandans. í útflutningi kemur Bretland nr. 2 með 12,1% úflutningsverð- mæta 1976, á eftir Bandaríkjun- um með 20,0%. Næsta ár þar á undan var útflutningur til Bretlands tiltölulega minni, eða 8—10%. Aukningin stafar aðallega af útflutningi áls, en sú almenna þróun hefur verið á síðustu árum að þýðing Banda- ríkjamarkaðar hefur farið til- tölulega vaxandi, þótt nokkrar sveiflur hafi orðið þar á, þann- ig að hlutdeild annarra mark- aða hefur minnkað. Tölulega kaupum við heldur meira af Bretum en þeir af okkur. Séu viðskiptin við Breta árið 1976 sundurliðuð nánar skv. verslunarskýrslum kemur eftir- farandi í ljós: Útflutningur (fob) ’76 M. kr. Sjávarafurðir: 3.460 Þar af: Nýr fiskur 242 Fryst þorskflök 279 Loðnulýsi 865 Þorskmjöl 865 Loðnumjöl 517 Aðrar sjávarafurðir 732 Landbúnaðarafurðir 147 Þar af ull 28 Kindainnmatur frosinn 37 Refa- og minkaskinn 64 Aðrar landbúnaðarvörur 18 Iðnaðarvörur 5.229 Þar af ullarlopi, ullarband 26 Prjónavörur úr ull aðallega 62 Kísilgúr 47 Á1 5.002 Aðrar iðnaðarvörur 92 Annað 17 Alls 8.853 Innflutningur (cif) M. kr. Korn- og matvörur o.þ.h. 426 Jarðolíuafurðir 635 Kemisk efni, málning og lökk 182 Lyfja- og lækningavörur 217 Umvötn, sápa o.þ.h. 213 Plastefni, óunnin 248 Vörur og efni úr gúmmí og pappír 452 Efni og vörur úr baðmull og tilbúnar vörur úr spunaefnum 498 Pípur og vír 288 Málmvörur 214 Aflvélar aðrar en rafmagns 207 Landbúnaðarvélar og tæki 320 Aðrar vélar og tæki (þ.á.m. rafm.) 660 Vélknúin farartæki 634 Fatnaður (nema loðskinnsfatnaður) 554 Skófatnaður 183 Ýmislegt, ót.a. 2.715 Alls 8.646 SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í hverjum mánuði. • Upplag SJÁVARFRÉTTA er nú á sjöunda þúsund eintök. Fjórfalt stærra blað en nokkuð annað á sviði sjávarútvegsins. ® SJÁVARFRÉTTIR er Iesið af þeim, sem starfa við sjávarútveginn og taka ákvarðanir um innkaup vöru og þjónustu fyrir útgerð, fiskiðnað, skipa- smíðastöðvar, vél- smiðjur og aðra aðila á sviði sjávarútvegs og þjónustu- greina hans. • Eflið viðskiptin við sjávarútveginn og kynnið vörur og þjónustu í SJÁVARFRÉTTUM. SJÁVARFRÉTTIR Ármúla 18. SÍMAR 82300 OG 82302. FV 10 1977 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.