Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 12
Brezkt atvinnulíf:
lim 90 þúsund iðnfyrirtæki
tryggja Bretum forystu á
mörgum sviðum framleiðslu
Áberandi tilhneiging stjórnvalda til að sameina fyrirtæki
með aðild ríkisins
Iðnaður og dreifing vöru nema samciginlega meir en helmingi vergrar þjóðarframleiðslu Breta.
Til iðnaðarins er talinn námaiðnaður framleiðsluiðnaður, byggingariðnaður, gas- Og rafmagns-
framleiðsla. Um 51% alls vinnuafls í Bretlandi hefur Iífsviðurværi sitt af þessum greinum atvinnu
en rúmlega 80% af heinum útflutningstekjum Breta fást af fullunnum eða hálfunnum framleiðslu-
vörum.
Steinsteyptur olíuborpallur fyrir Ninian olíulindasvæðið í bygg-
ingu. Olíuvinnslan í Norðursjó hefur skapað Bretum mörg ný
framleiðslutækifæri.
Fyrirtækin, sem l'ramleiðslu
stunda eru mjög mismunandi
stór og eign og stjórnun þeirra
er mismunandi háttað. Einka-
fyrirtæki, samvinnufyrirtæki
og opinber fyrirtæki gegna öll
mikilvægu hlutverki í brezku
efnahagslífi. Iðnfyrirtækin eru
sum hver geysistór, eins og
General Electric Company með
202 þús. starfsmenn og Imperi-
al Chemical Industries með 201
þús. menn í vinnu eða National
Coal Board, sem er í ríkiseign
með 321 þús. starfsmenn. Mörg
þúsund smærri fyrirtæki starfa
i Bretlandi og flest eru þau í
einkaeign.
# Aukinn ríkisrekstur
Með löggjöf síðustu ára hef-
ur verið stefnt að því, að ríkið
tæki upp aukin afskipti af fyr-
irtækjarekstri eins og til dæmis
á sviði flugvélaframleiðslu og
skipasmíða. Einnig er stefnt að
auknum afskiptum hins opin-
bera af nýtingu olíu og gass,
sem unnið er af hafsbotni. Flest
járn- og stáliðnaðarfyrirtæki
eru þegar í rikiseign og hið
sama gildir um nokkurn hluta
efnaiðnaðar, vopnaframleiðslu,
smíði járnbrauta og framleiðslu
geislavirkra efna. Ríkið á enn-
fremur stóran hlut í fyrirtækj-
um eins og BP, og bílaverk-
smiðjunum British Leyland og
Rolls Royce. Þegar litið er nán-
ar á stærð fyrirtækjanna kem-
ur í ljós, að af u.þ.b. 90 þús.
skráðum framleiðslufyrirtækj-
um höfðu 68% færri en 25
manns í vinnu og nam saman-
lagður starfsmannafjöldi þeirra
7% af heildarvinnuafli Breta.
Fyrirtæki með starfsmenn á
bilinu 25 til 500 reyndust 26
þús .talsins og höfðu þau í þjón-
ustu sinni samanlagt 38%
vinnuaflsins. Með starfsmanna-
fjölda á bilinu 500 til 1500 voru
2100 fyriræki með 22% vinnu-
aflsins en þriðjungur heildar-
vinnuaflsins var hins vegar í
störfum hjá 708 stórum fyrir-
tækjasamsteypum með meira
en 1500 starfsmenn hver. Stór
hluti þessara samsteypa starfa
á sviði þungaiðnaðarins. Hjá
100 stærstu hlutafélögunum
starfar 35% af vinnuafli Bret-
lands.
Annar mælikvarði á stærð
fyrirtækjanna er hrein eign
þeirra. Þannig er hrein eign BP
22
FV 10 1977