Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 23
Massey - Ferguson: Selur um 200 dráttarvélar árlega til Islands Massey - Ferguson í Bretlandi hefur flutt út dráttarvélar fyrir 1000 milljón pund síðan 1952 Flcstir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára muna sennilega eftir gráu, litlu traktorunum, sem fóru að ryðja sér til rúms á íslenzkum sveitabæjum á árunum upp úr 1950. Þetta var Fergu- son dráttarvélin, sem þótti liprari í allri meðferð en aðrar t'egundir svipaðra tækja ,sem notað- ar höfðu verið til þess tíma í sveitum á Islandi. Raunar má scgja, að þessi Ferguson dráttarvél hafi slegið í gegn um gjörvallan heim eftir síðari heimsstyrjöldina. Traktorar á færihandi í verksmiðju Massey-Ferguson. Enn er nafnið Ferguson áber- andi á tækjabúnaði í íslenzkum landbúnaði, því að Massey- Ferguson selur hingað til lands um 200 dráttarvélar á ári, sam- kvæmt upplýsingum A.F. Dawe, blaðafulltrúa Massey-Ferguson, sem við hittum að máli í Lond on. UMBOÐ HJÁ DRÁTTARVÉLUM Það eru Dráttarvélar, sem haft hafa umboð fyrir Massey Ferguson á íslandi í 28 ár og af ýmsum tækjum til landbún- aðarstarfa. sem fyrirtækið framleiðir, eru það einkanlega dráttarvélar, sem seldar eru tii fslands. Samkvæmt upplýsing- um þeirra í London eru það Zetor-dráttarvélar, sem aðal- lega keppa við Ferguson hér- lendis og mun markaðshlutdeild beggja vera svipuð. Það er minnsta gerðin af dráttarvélum Ferguson, sem aðallega er seld til fslands, eða MF 135. Frá þvi árið 1952 hafa Mass- ev-Ferguson verksmiðjurnar i Bretlandi flutt út dráttarvélar fyrir 1000 milljón pund og er fyrirtækið nú í 9. sæti af helztu útflutningsfyrirtækjum í Bret- landi. VERKSMIÐJUR VÍÐA UM HEIM Massey-Ferguson er sam- steypa með verksmiðjur víða um heim. Framleiðslan skiptist í þrjá meginþætti, landbúnaðar- vélar, vélar til iðnaðar og bygg- ingartæki og díselvélar. Massey-Ferguson er nú stærsti framleiðandi dráttarvéla í hinum vestræna heimi. Per- kins Engines, sem er eitt af fyr- irtækjum Massey-Ferguson-sam- steypunnar er einn helzti dís- elvélaframleiðandi í heiminum en af öðrum framleiðslutegund- um samsteypunnar má nefna garðsláttuvélar og vélsleða. í öllum verksmiðjum Massey- Ferguson starfa nú 68 þúsund manns en þær eru alls 50 í 12 löndum, en séu samstarfsfyrir- tæki talin með, sem framleiða samkvæmt leyfum, eru það aUs 90 verksmiðjur í 30 löndum, s:m selja tæki með merki Mass- ey-Ferguson. í Bretlandi starfa fimm verk- smiðjur Massey-Ferguson og fjórar sem framleiða Perkins díselvélar. Sarfsmenn í þeim eru 21 þús. talsins. Samanlagt nam sala Massey- Ferguson í Bretlandi og Perkins-verksmiðj- anna 452,5 milljónum punda í fyrra en þær fluttu út fyr- ir 337 milljónir. FV 10 1977

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.