Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 22
STOÐUGAR ENDURBÆTUR OG NÝJUNGAR Stöðugt er unnið að endur- bótum á radartæikjabúnaði. Þannig eru nú að koma á mark- aðinn sérstök aukatæki, VPl og VP2 til að gera myndina á radarskerminum skýrari, eyða truflunum, skerpa daufa svör- un og stækka 'þær, sem koma úr mestum fjarska. Þessum aukabúnaði verður hægt að koma fyrir á eldri radartækj- um og fjölmargir skipaeigend- ur hafa þegar pantað þau. Decca framleiðir sérstaklega radartæki til notkunar fyrir hafnaryfirvöld til eftirlits og eru þau nú í 250 höfnum víðs- vegar um heiminn. Þá ber einnig að nefna nýj- ustu uppfinningu Decca, sem er eftirlíking af stjórntækjum skips og útsýni úr brúnni. Þetta tæki er smíðað til að þjálfa skipstjórnanmenn með aðstoð tölvubúnaðar. Næturmynd er brugðið upp fyrir framan brúna eins og skip væri á sigl- ingu í myrkri og eru baujur, vitar, siglingaljós frá öðrum skipstjórnarmanni á þessari ,,nætursiglingu“. Með því að skipta um kasettu í tölvunni má breyta farkostinum úr fiskiskipi í stórt olíuflutninga- skip. Þetta nýja kennslutæki hefur verið notað með mjög góðum árangri í siglingaskólan- um í Sout'hampton. MARGS KONAR TÆKI í SKIP Af tækjabúnaði um borð í skip framleiðir Decca Naviga- tor Ltd. móttökutæ'ki fyrir Decca-miðunarkerfið og Loran C, ennfremur sjálfstýringar, og fleiri sjálfvirk stjórntæki. Fyr- irtækið smíðar að sjálfsögðu líka senditæki til notkunar á landi fyrir miðunarkerfi sitt. Þessi búnaður var upp'haflega smíðaður í seinni heimsstyrj- öldinni og fyrst notaður á inn- rásardaginn í Frakklandi. Kerfið hefur verið notað fyrir siglingar á sjó og eins flugsam- göngur síðan 1946 og er ekk- ert annað miðunarkerfi jafn- mikið notað til siglinga með- fram ströndum. 32 FV 10 1977

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.