Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 35
af áfengi og tóbaki eins og brezkir neytendur þannig tekjur að þessu leyti af erlendu ferða- fólki hafa verið áætlaðar um 150 millj. sterlingspunda á ári Þá meta Bretar það til verulegs ávinnings fyrir atvinnu- og efnahagslíf sitt, að fyrirtæki, sem byggja afkomu sína á við- skiptum við erlenda ferðamenn greiða umtalsverðar fjárhæðir í gjöldum til sveitarfélaga og ríkis. STTÓRN FERÐAMÁLA Arið 1969 samþykkti brezka þingið ný lög um uppbyggingu ferðamála og á sama tíma var ákveðin stofnun brezka ferða- málaráðsins, British Tourist Authority og jafnframt skipan sérstakrar ferðamálastjórnar fyrir England, Skotland oð Wal- es. Hlutverk allra þessara aðila er að kynna og efla ferðalög tii Bretlands og í Bretlandi. Það er aðeins British Tourist Authori- ty sem stundar landkynningu á erlendri grund. Þá hefur það skyldur gagnvart ráðherrum og opinberum stjórnarnefndum varðandi upplýsingamiðlun um allt er lýtur að ferðamálum í Bretlandi í heild. Ferðamála- stjórnir Englands, Skotlands og Wales hvetja hins vegar til uonbyggingar og endurbóta á aðstöðu fyrir ferðafólk á land- svæðum sínum. Þá ber þeim einnig að annast markaðsöflun fyrir ferðamálastarfsemina í heimabyggð sinni. Ferðamála- ráðið og ferðamálastjórnirnar njóta fjárframlaga frá ríki til starfsemi sinnar og taka auk þess afgjald af fyrirtækjunum. sem stunda þjónustu fyrir ferðamenn. MEÐ BÍLINN TIL BRETLANDS Of langt mál yrði að telja uod alla bá miklu möguleika, sem Bretland býður udp á til að nióta þar skemmtilegs sum- arlevfis eða til stvttri kvnnis- og afbrevingarferða. Samgöng- "r við Bretland frá fsiandi eru í miög góðu horfi. Flugleiðir annast beinar ferðir og tíðar milli fslands og Glas.gow eða London. Þá eru orðnir möguleik- ar til að fara sióieiðina og hafa bíl meðferðis eftir að færeyska ferjan Smyrill hóf siglingar frá Seyðisfirði til Scrabster í Skot- landi með viðkomu í Færeyj- um. Enginn vafi leikur á því, að fjöldi íslendinga mun á næstu sumrum leggja leið sína suður um Skotland og England á bifreiðum sínum til megin- lands Evrópu. Á þessari leið er mjög margt að sjá, t.d. í skozku hálöndunum, og vatnahéraðinu í N-Englandi. Kastalarnir í Wal- es þykja forvitnilegir og suð- ur við Ermarsund og á Ermar- sundseyjum eru prýðisgóðir baðstaðir þó að ekki geti menn að vísu átt von á jafn öruggu sólskini þar og á Miðjarðarhafs- ströndunum. Fyrir þá sem ferðast í eigin bíl um Bretland er margra kosta völ í sambandi við gistingu og fæði. Skipulögð tjaldstæði eru mjög víða, einnig er hægt að fá ódýra gistingu og máltíðir á sveitakrám og hótelum. Segja má, að miðað við verðlag hér á landi sé uppihaldskostnaður í Bretlandi hlægilega lágur. SKOÐUNARFERÐIR FRÁ GLASGOW Þeir eru ófáir íslendingarnir, sem haft hafa lengri eða skemmri viðdvöl í Giasgow í Skotlandi. Fyrir mörgum er Glasgow ekki annað en nauð- synlegur viðkomustaður á leið til Kaupmannahafnar og því hafa menn ekki lagt á sig að kynnast borginni og nágrenni hennar nánar. Aðrir hafa átt ó- mældar ánægjustundir í verzl- unargötum Glasgow og létzt í lundinni við hverja hæð, sem ofar hefur dregið í stórmagasín- um Argyle Street. Óneitanlega er sparnaður af slíkum inn- kaupaferðum til þessarar stór- borgar og íslendingar eru engan veginn einu útlendingarnir, sem sjá sér hag af því að gera inn- kaup í Glasgow eða Bretlandi al- mennt. íbúar nágrannalanda Bretlands hafa streymt yfir Ermarsund í verzlunarerindum undanfarð vegna hagstæðrar gengisskráningar pundsins og hafa þannig verið að leita hag- stæðustu ráðstöfunar á fjár- munum sínum. Það er ástæðu- laust að telja íslendinga þjóð- svikara fyrir að gera slíkt hið sama. ÓDÝRAR VIKU- OG HELGARFERÐIR Flugleiðir bjóða upp á ódýr- ar helgar- og vikuferðir til Glasgow og London í vetur og eflaust munu margir notfæra sér það tilboð til þess að fara að verzla. Á sumrin er líka hægt að komast til Bretlands- eyja flugleiðis fyrir mjög hóf- legt gjald og þeir sem eiga leið til Kaupmannahafnar ættu gjarnan að gera stuttan stanz i Glasgow, ekki aðeins til að verzla heldur til að skoða sig svolítið um í nágrenni borgar- innar. Glasgow er ekkert sérlega spennandi borg í sjálfu sér. At- vinnuleysi og hörð lífsafkoma hafa vissulega sett mark sitt á borgarbrag, sem þó hefur batn- að talsvert nú allra síðustu ár- in. En þegar ekið hefur verið frá miðborginni í gegnum fá- tækrahverfin niðurníddu í 10 til 15 mínútur gjörbreytist um- hverfið á svipstundu. Við blasa víðáttumiklir akrar, snotur sveitabýli og svipmiklir skógar, SKOÐUNA RFERÐIR ÚT í SVEIT Frá umferðarmiðstöðinni í miðborginni er hægt að taka sér far með langferðabílum í misiafnlega langar skoðunar- ferðir. sem flestar taka þó hálf- an dag eða meira. Fargialdið í slíkar ferðir er 1-2 pund á mann. Það er vel hægt að mæla með bess konar stuttum skoð- unarferðum um nágrenni Glasg- ow, til vatnanna Loch Lomond og Loch Kathrine eða smábæi- arins Aberfoil og Stirling-kast- FV 10 1977 45

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.