Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 21
Decca Radar Ltd
Hefur selt 75 þús. radartæki
um allan heim síðan 1949
IVIörg fullkomnustu skip íslenzka flotans búin Decca tækjum
I tímariti Dccca Kadar Ltd. í London, sem Scann er nefnist, var í vetur birt litmynd af togaranum
Guðmundi Jónssyni sem Slippstöðin á Akureyri smíðaði, og þess getið, að skipið væri búið Decca-
radar bæði 3 cm og 10 cm ásamt Decca Navigator og Trackplotter auk Loran C. Það er greinilegt,
að Decca telur sér heiður og sóma af því að geta um þessa framleiðslu sína um borð í „fullkomnasta
vciðiskipi, sem smíðað hefur verið á Islamdi“ eins og það er orðað.
Decca Radar var stofnað árið
1949 en í fjögur ár þar á undan
hafði fyrirtækið Decca Navi-
gator Co. verið starfandi og
unnið að þróun radíomiðunar-
búnaður. Þessi fyrirtæki vinna
náið samani og hafa með tíman-
um framleitt allar tegundir af
elektrónískum siglingatækjum,
sem algengt er að nota á sjó.
FRUMSMÍÐI í ÍSLENSKT
SKIP
Saga skiparadarsins er svo til
samtengd sögu Decca Radar
Ltd. þó að fyrirtækið væri að
vísu ekki algjör þrautryðjandi
á sínu sviði. Hjá Decca í Lond-
on hittum við að máii P. Daone,
forstjóra útflutningsdeildar,
sem skýrði okkur frá því að
forveri Decca, fyrirtækið Cossor
'hefði smíðað radartæki í skip
árið 3 947 og var nýsköpunar-
togarinn Ingólfur Arnarson
fyrsta fiskiskipið, sem fékk
slíkt tæki. Cossor hefur hætt
framleiðslu á radartækjum og
má það skrifast á reikning sam-
keppninnar frá Decca, sem ár-
ið 1949 setti á markað nýjan
radar, svokallaðan Type 159,
sem þegar hlaut mikla viður-
kenningu iþar eð ihann var
minni, traustari og ódýrari. Síð-
an hefur þessari tækni fleygt
fram í áfönigum með tilkomu
nýrra tækja fyrir smábáta, sér-
stakra gerða radara til að forð-
ast árekstra, radara, sem sýna
Nýjustu
gerðir
radara frá
Decca á
meðal
tækjabún-
aðar í far-
skipi.
raunverulega hreyfingu skipa
o.s.frv.
75 ÞÚS. TÆKI SELD
Fullkomnustu tækin, sem nú
eru framleidd fyrir togara hafa
48 sjómilna drægi en minni
tækin, sem henta smærri veiði-
skipum hafa drægi að 36, 24
eða 12 mílum.
Fyrir nokkrum mánuðum
fögnuðu Decca-menn þeim á-
fanga að hafa selt 75 þúsund
radartæki. Þessi tala er senni-
lega jafnhá og nemur sölu allra
annarra radarframleiðenda í
heiminum samanlagt.
Útflutningsforstjóri Decca
tók fram, að þó erfitt væri að
fá nákvæmar tölur, mætti þó
áætla, að Decca framleiddi um
helming allra skiparadara í
heiminum, en um 90% allrar
framleiðslu fyrirtækisins í Bret-
landi er flutt út til 76 landa.
Þar að auki eru radartæki frá
Decca seld til sjóherja í 80
löndum.
FV 10 1977
3\