Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 25
Hoover - verksmiðjurnar Hafa alls framleitt 25 millj. ryksugur í Bretlandi Bretar tala um að „húvera”, þegar þeir grípa til ryksugunnar í daglegu máli í Englandi er jafnan talað um að „liúvera“ þegar farið er með ryksuguna yfir teppi og gólf. Þannig hetur tiltekið framleiðslumerki verið yfirfært á heila athöfn þó ekki sé hún endilega framkvæmd með tækjum af þessari ákveðnu tegund og fleiri séu um markaðinn. Það framleiðslumerki ,sem þannig hefur fest rætur í tungutaki brezks almennings er Hoover, framleið- endur ryksuga og fleiri gerða af heimilist'ækjum. Við litum inn í bækistöðvar Hoover í Greenford í Middlesex og hittum þar að máli R. Stroud, sölustjóra í útflutnings- deild, en hann hefur um ára- bil haft samband við umboðs- aðila fyrir Hoover hér á íslandi. Stroud tjáði okkur að salan á Hoover ryksugum til íslands hefði verið um 1000 ái'ið 1975 og væri markaðsstaða þeirra að styrkjast enn. Um skeið hefði Nilfisk sótt mjög á á íslandi en þróunin væri að breytast Hoo- ver í hag. Auk þess að selja hingað ryksugur eru Hoover- þvottavélar á markaði hér en aðstaðan verið erfið vegna sam- keppni frá ítölskum framleið- endum, sem bjóða tæki á lægro verði. MESTI IIEIMILISTÆKJA- FRAMLEIÐANDI Hoover er tvímælalaust kunn- asti ryksuguframleiðandi í heiminum og mesti framleið- andi, sem sérhæfir sig algjör- lega í gerð heimilistækja. Fyr- irtækið var stofnað fyrir 70 ár- um í Ohio í Bandaríkjunum en nú á það verksmiðjur í átta löndum með 25 þúsund starfs- mönnum. Tækin frá Hoover eru seld hjá meir en 60 þús. verzl- unum í fimm heimsálfum. Hoover-fyrirtækið í Bretlandi hefur starfað síðan 1919 og fyrsta verksmiðja þess var reist 1932. Alls hafa verið framleidd- ar 25 milljón ryksugur hjá Hoover í Bretandi á þessum f einni af Hoover- verksmiðj- lUnum þar sem steyptir eru úr plasti hlutar í nýju ryk- sugurnar. tíma og árleg framleiðsla nú er um 1,7 milljón stykki. SELT TIL MEIR EN 100 LANDA Útflutningsfyrirtæki Hoover, eða Hoover Export Ltd. er stærsta útflutningsfyrirtækið á sínu sviði í Bretlandi og annast það sölu til meir en 100 landa en um 40% af allri framleiðslu Hoover í Bretlandi er flutt út. í fyrra seldi Hcover Export meir en 85% af öllum ryksug- um og bónvélum, sem fluttar voru út frá Bretlandi og reynd- ar flytur Hoover meira út af sinni framleiðslu en nemur út- flutningi allra þýzkra framleið- enda á þessu sviði, en Þjóðverj- ar eru næst stærstir sem ryk- suguframleiðendur í heiminum. FV 10 1977 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.