Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 43
Fjölmiðlun í Bretlandi Brezka útvarpið og frétta- stofur aðalheimildir erlendra frétta á íslandi Rætt við fulltrúa AP, Reuters og Visnews Islenzkir fjölmiðlar hafa lengi flutt íslenzkum almcnningi fréttir af viðburðum erlendis sam- kvæmt heimildum frá London — fróftastofu Reuters og brezka útvarpinu. Fyrir svo sem hálfum öðrum áratug bættist fréttastofan Associated Press í kópinn en hún er í rauninni bandarísk með útibúi í London, sem íslenzk blöð og ríkisfjölmiðlar hafa samband við. Til viðbótar þessu hefur sjcnvarpið haft náin sambönd við brezkar sjónvarpsfréttastofur, sem bafa fréttakvikmyndir til dreifingar eins og UPITN og Visnews. Umsjónarmenn útvarps BBC á arabísku. Brezka útvarpið sendir um allan heim á ensku og á erlendum tungumálum. Brezk blaðamennska eins og hún gerist bezt, hefur jafnan þótt til fyrirmyndar og Bretar hafa haft orð á sér fyrir að leyfa fjölmiðlum að starfa frjálslega án opinberrar hnýsni og afskiptasemi. Þetta hefur ef- laust átt mikinn þátt í að öflug- ar fréttastofur, sem fjölmiðlar um allan heim telja sig geta treyst fyrir áreiðanleik, hafa risið í London, fyrir utan þau ágætu ytri skilyrði, sem slíkar stofnanir njóta með því að starfa í heimsmiðstöð eins og þessi borg hefur lengi verið. IIEIMSÞJÓNUSTA BBC Mjög oft vitna íslenzkir fjöl- miðlar í fréttir brezka útvarps- ins í frásögnum af erlendum at- burðum. Brezka útvarpið BBC sendir út fréttir og annað út- varpsefni til allrar heimsbyggð- arinnar ýmist á ensku eða fjöl- mörgum öðrum tungumálum, sem notuð er í útvarpssending- um til einstakra landa. Frétta- menn BBC starfa víða um heim en sífellt verða fleiri ljón á vegi þeirra í starfinu og sam- kvæmt síðustu athugunum munu það aðeins vera 30 af 143 ríkjum í Samtökum sam- einuðu þjóðanna, sem virða frelsi til upplýsingamiðlunar i raun og sannleika. í Asíu eru aðeins örfá lönd opin vestræn- um fréttamönnum og hefur á- standið í þeirri heimsálfu stór- versnað eftir að striðinu í Indó- kína lauk. Fréttamönnum hefur verið gert erfiðara um vik í ýmsum löndum Afríku og það gerist æ algengara að þeim sé vísað úr landi fyrir að segja réttar fréttir af atburðum þar syðra. Svona eru aðstæður til öflunar frétta, en íbúa sömu heimssvæða þyrstir í tíðindi og fróðleik eins og kannanir benda til. Mikið er hlustað á sending- ar brezka útvarpsins um heirn allan og á það ekki sízt við um austantjaldslöndin. LITLAR BREYTINGAR EFTIR HELSINKI Starfsmenn BBC hafa ekki getað merkt breytt andrúms- loft í A-Evrópu þrátt fyrir Helsinki-sáttmálann. Gestir frá kommúnistaríkjunum hafa oft- FV 10 1977 5:i

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.