Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 17
hýsa og bifhjóla. Það eru fjór- ar stórar samsteypur sem láta mest að sér kveða á þessu sviði, British Leyland, Ford, Chrysler United Kingdom og Vauxhall, sem framleiða samanlagt um 98% allra bíla og 93% af öll- um vélknúnum farartækjum til notkunar á landi. Það sem eftir er af heildinni framleiða smærri verksmiðjur, sem hafa sérhæft sig í smíði þungavinnuvéla, á- ætlunarvagna, lúxus- og sport- bíla. Þó að bílainnflutningur til Bretlands hafi aukizt mjög á allra síðustu árum selja Bretar þó enn meira af bílum til út- landa en þeir kaupa, en stærsti markaður fyrir brezka bíla er- lendis er í Bandaríkjunum. Mikill hluti af bílum, sem Bret- ar flytja út er ætlaður til sam- setningar erlendis. Bretar framleiða um fjórð- ung alls heimsútflutnings á dráttarvélum til notkunar í landbúnaði og það eru tvö stór- fyrirtæki, sem ráða þeim mark- aði. 0 Flugvélaiðnaður Flugvélaiðnaðurinn brezki er einn hinn stærsti sinnar tegund- ar í heiminum. Hann annast framleðslu á flugvélum til al- mennra samgangna og til hern- aðarlegra nota, ennfremur á þyrlum, fjarstýrðum eldflaug- um, lcftpúðaskipum, geimtækj- um og margs konar útbúnaði fyrir flugvélar og flugvelli. Brezka ríkisstjórnin vinnur nú að því að sameina fjögur fyrir- tæki á þessu sviði og gera að almenningseign. Það er British Aircraft Corporation, Hawker Siddeley Aviation, Hawker Siddeley Dynamics og Scottish Aviation. Þetta nýja ríkisrekna lelag nefnist British Aerospace. Svo til öll framleiðsla á flug- vélahreyflum fer fram í verk- smiðjum Rolls Royce. Aðal- markaðir fyrir brezka flugvéla- iðnaðinn eru í Bandaríkjunum, Frakklandi og Vestur-Þýzka- landi. Af þeim flugvélategund- um, sem Bretar framleiða um þessar mundir má nefna far- þegaflugvélar eins og Hawker Siddeley HS 748, Trident og einkaþotuna HS 125, ennfrem- ur BAC One-Eleven og Britten- Norman Islander/Trislander, sem eru gerðar fyrir stuttar flug- brautir. Tilraunum með nýja flugvélategund fyrir stutta flug- velli var lokið í fyrra. Sú teg- und er nú í framleiðslu og nefn- ist Shorts SD3-30. Hljóðfráa þotan Concorde, sem Bretar hafa smíðað í sam- vinnu við Frakka, var tekin í notkun í janúar 1976. Á sviði herflugvéla má nefna Hawker Siddeley Harrier, sem hefur sig á loft og lendir lóðrétt. Þessi flugvél hefur verið seld í tals- verðum mæli til Bandaríkj- anna. Hawk nefnist æfingaflug- vél, sem Bretar hafa náð góðum árangri með og í samvinnu við Frakka hafa þeir smíðað onrstu- þotuna Jaguar en í samstarfi við Þjóðvei-ja og ítali vinna þeir nú að smíða Törnado-orrustu- þotunnar. Á sviði þyrlusmiði er um að ræða samsjarf Breta og Frakka og Bretar hafa ennfremur tekið upp samstarf við aðrar Evrópu- þjóðir í framleiðslu á gervi- tunglum fyrir fjarskipti og til vísindalegra athugana. Engir standa Bretum framar í framleiðslu loftpúðaskipa. Winchester og Mountbatten eru tvær tegundir, sem seldar hafa verið til annarra landa. Auk þessa er mjög umtalsverður út- flutningur á flugvélahreyflum frá Bretlandi. # Skipasmíðar Brezkur skipasmíðaiðnaður er fimmti stærsti í heimi og byggir á langri hefð Breta í skipasmíðum. Margar skipa- smíðastöðvarnar hafa verið teknar til endurskipulagningar og unnið hefur verið að því að sameina 19 stærstu skipasmíða- stöðvarnar, 12 viðgerðarfyrir- tæki og nokkur önnur fyrirtæki í vélaframleiðslu í einni ríkis- rekinni samsteypu, British Shipbuilders. ,Um 30% af fram- leiðslu brezku skipasmíðastöðv- anna er til útflutnings. Við framleiðslu bla, flugvéla og skipa vinna um 920 þúsund Stolt brezka flugvélaiðnaðarins, hljóðfráa farþegaþotan Concorde. Tæknileg fullkoninun en fjármálalegt glapræði — eins og mál horfa við í dag. FV 10 1977 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.