Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 29
Peter Boon, stjórnarformaftur Hoover Takið málstað Bretlands! Vitnað í nokkrar upplýsingar í bæklingi, sem hann hefur gefið út til að sýna fram á forystuhlutverk Breta á ýmsum sviðurn Sííiasta áratug hafa Bretar átt' við mikla efnahagsörðugleika að glíma og almenningur þar í landi virtist hafa misst trúna á framtíðina, þegar vinnudeilur lömuðu framleiðsluna og órói á vinnumarkaðin,um var í hámarki. Erlendis var þessu lýst þannig, að Bretland, þetta fyrrverandi stórveldi stæði nú frammi fyrir meiriháttar uppgjöri og brezka bjóðin yrði að átta sig á breyit'tum aðstæðum. Því væri ekki lengur að heilsa, að Bretland gæti lifað á nýlendum eins og forðum og raunar væri enginn grundvöllur fyrir viðgangi forysturíkis á Bretlandseyjum. Þeir voru ófáir Bret- arnir, sem tóku undir þetta. Ekki hafa 'þó allir getað sætt sig við þennan söng og er Pet- er Bonn, formaður stjórnar Hoover-verksmiðjanna einn þeirra. Hann tók sig til og gaf út smápistil ,,Speak Up For Britain“ með upplýsingum um fyrri afrek Breta á hinum ýmsu sviðum og greinargerð um stöðu einstakra málaflokka nú. Hann segir m.a.: § Eitt fremsta i&nríki heims Bretland er eitt fremsta iðn- ríki heimsins og meiriháttar út- fly tj andi verksmiðj uframleiddr- ar vöru svo sem bíla, raf- magnstækja og annarra véla, efnaicnaðarvöru, vefnaðarvöru og háþróaðra tækja á sviði flug- vélaiðnaðarins og rafeindaiðn- aðar. Staðreynd: Af 20 stærstu iðn- aðarsamsteypum í Evrópu eru fimm, þar á meðal sú stærsta, í Bretlandi. Staðreynd: Um 42% allra vinnandi manna í Bretlandi starfa í framleiðsluiðnaði, námaiðnaði og byggingariðnað- inum. Staðreynd: Framleiðsla á hvern starfsmann í iðnaðinum hefur aukizt um 9% síðan 1970 og í verksmiðjuiðnaðinum um 12%. Og það er ekki aðeins þunga- iðnaðurinn, sem sýnir framfar- ir. Brezki matvælaiðnaðurinn er annar stærsti í heirni. Árið 1975 jókst útflutningur hans um 16% frá fyrra ári. Kexfram- leiðsla Breta nýtur sérstakra vinsælda erlendis og þannig seldist sex sinnum meira af því árið 1975 en árið áður. Staðreynd: Árið 1975 fluttum við út súkkulaði og konfekt fyrir meira en 90 milljón pund, te fyrir 31 milljón og 21% aukning varð í útflutningi á sterku öli. 0 Vinnustöðvanir „Nei, það er ekki rétt, sem við Bretar segjum um sjálfa okkur“, heldur Peter Boon á- fram. „Það heyrir til undan- tekninga fyrir flesta okkar að fara í verkfall. Flestir átta sig ekki á því að vinnustöðvanir í Bretlandi eru fáar miðað við önnur lönd. Staðreynd: Fjöldi vinnustöðv- ana fyrstu sex mánuði ársins 1976 var lægri en nokkru sinni á jafnlöngum tíma síðan 1953. Staðreynd: Skýrslur sýna að á þriggja ára tímabili 1971 til 1973 kom aldrei til vinnustöðv- unar í 98% af öllum verk- smiðjum í Bretandi. Það var þegar árið 1875 að samningar milli atvinnurekenda og launþega voru uppteknir í Bretlandi, friðsamlegar kröfu- aðgerðir verkalýðsfélaga leyfð- ar. FV 10 1977 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.