Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 18
manns í Bretlandi og útflutn- ingur þessara iðngreina nam 3,4 milljörðum punda samanlagt í fyrra. Fataiðnaður Breta er einn hinn stærsti í Evrópu og hefur sýnt mikla hæfni til að laga sig að breyttum aðstæðum með tilliti til klæðaefna, breyttra krafna og ástands á mörkuðum auk hinnar síbreytilegu tízku. Þessi iðngrein framleiðir fyrir markaði um allan heim og víða hefur verið komið á fót dótt- urfyrirtækjum til framleiðslu erlendis. Sama má segja um skóiðnaðinn, sem stendur traustum fótum í Bretlandi. Sum svæði í Bretlandi hafa orð- ið kunn fyrir framleiðslu á til- teknum gerðum skófatnaðar. Þannig koma inniskór frá Ross- endale í Lancashire og kven- skór og barnaskór frá Leichest- er og Norwich. 9 Tilbúin fataefni Auk þess að vera mjög gjald- gengir í útflutningi á fullunn- um fatnaði selja Bretar öðrum þjóðum fataefni ýmist náttúru- leg eða tilbúin. Elztu tilraunir með tilbúin efni má rekja til Bretlands og með framhalds- þróun hafa verð fundin upp og notuð margvísleg ný efni fyrir fataiðnaðinn. Tvær aðaltegund- irnar, sem nú eru notaðar, eru jafnframt þær elztu, það er efm úr sellulósatrefjum eins og ray- on og úr gervitrefjum eins og nylon og terelyne, sem eru að öllu leyti tilbúin. Meðal þeirra efna, sem Bretar hafa þannig þróað á nokkrum áratugum eru Terylene, Courtelle, Accrilan og Orlon. Á síðustu öld var bómullar- iðnaðurinn helzta framleiðslu- grein fyrir neytendamarkað i Bretlandi og bómullarfatnaður mesta útflutningsvara. Harðn- andi samkeppni frá ódýrari vinnumörkuðum hefur knúið brezk fyrirtæki á þessu sviði til að gera margvíslegar lagfæring- ar í hagræðingar skyni. Helztu kaupendur á brezkum bómull- arefnum eru Irland og Dan- mörk. Allt frá því á miðöldum hef- ur ullarvefnaður verið ein af höfuðgreinum brezks atvinnu- lífs. Nú er ullin notuð sem blanda saman við tilbúin efni í síauknum mæli. # Járn - ocj stál Ýmsar tækninýjungar í járn- og stálframleiðslu hafa átt upp- tök sín í Bretlandi, sem er nú sjöundi mesti stálframleiðandi í heimi. Árið 1967 voru 14 stærstu stálframleiðslufyrirtæk- in sameinuð og gerð að ríkis- eign í samsteypunni British Steel Corporation. Samsteypan annast nú 85% allrar stálfram- leiðslu Breta. Námaiðn- aðurinn er mikil- vægur þáttur í bresku atvinnulífi og þar hefur ný tækni rutt sér til rúms. STOFNANIR, FÉLÖG VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaupsýslumanna og fyrir- tækja. Tilgangur þess er að vinna að sameiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efnahagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Vcrzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Sími 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, sími 26850. V erzlunarmannaf élag Reykjavík. © KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAC ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umbo&ssala. FÉLAC iSLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARCÖTU 14 -- REVKJAVÍK — SÍMI I0G50. 28 FV 10 1977

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.