Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.10.1977, Qupperneq 6
Greinar 09 uiðiil Hugleiðingar um efna- hagsmál Breta — eftir dr. Guðmund Magnússon, prófessor Það er áberandi hve Bretar eru óragir við að gera grín að sjálfum sér — stjórnarfari, löggjöf, háttum og siðum. Til þessa harf sjálfsöryggi, enda eru þeir jafnframt innst1 inni vissir um að þeir taki öðrum fram að þessu leyti. Frammistaða þeirra í efnahagsmálum hefur verið heldur bágborin eftir heimsafyrjöldina síðari. Hagvöxtur hefur verið hægari um langa hríð en meðaltalið í vest- rænum ríkjum og verðbólga og greiðslujafnaðarerfiðleikar meiri en hjá þeim stórþjóðum sem þeir keppa við og hafa helst til samanburðar. Jafnvel að bessu hafa þeir skopast en með minna sjálfs- trausti en áður, sem von er. Frá síðasta þingi brezka alþýðusambandsins í Blackpool. Þar var ákveðið að hafa almennar kaupkröfur innan *þess ramma, sem ríkisstjórnin hefur lagt til. Verksmiðjuiðnaður fæddist í Bretlandi og gerði þá að stór- veldi á sviði iðnaðar. Þótt iðn- væðing annarra þjóða, og vax- andi samkeppni og þróun sam- veldis -og nýlendumála hafi breytt valdahlutföllum og efna- hagslegum forsendum Bretum i óhag á þessari öld eru þeir enn stórir á mörgum sviðum. Þeir eiga fimmta stærsta hlut í heimsversluninni. Fjármagns- markaðurinn í London er enn afar mikilvægur i alþjóðavið- skiptum. Þeir eiga 5 af tuttugu stærstu fyrirtækjum Vestur- Evrópu. Það er kannski tákn- rænt að þeir eiga stærstu hjól- reiðaverksmiðju og regnhlífa- verksmiðju í heimi og þeir framleiða grennstu pípuna. • ROFAR TIL Nokkuð hefur rofað til í efna- hagsmálum upp á síðkastið. Það hefur lengi verið vitað að Bret- ar eiga mikinn kolaforða, en ný- lega hefur komið í ljós að þeir fljóta á olíu. Auk þess hefur náðst víðtækari samstaða en áður að setja niður innbyrðis deilur á vinnumarkaði og ein- beita sér að því að glíma sam- eiginlega við verðbólgudraug- inn. Verðbólgan snarjókst á þess- um áratug. Eins og hjá mörgum öðrum átti verðhækkun hráefna og oliu þar drjúgan þátt svo og miklar launahækkanir eftir mitt ár 1974. Betur hefur tekist til síðan 1975 og nú nýverið hefur pundið styrkst í kjölfar minni verðbólgu og greiðsluhalla við útlönd. Stjórn Verkamannaflokksins hefur treyst á samninga við verkalýðsfélögin við að stilla kaupkröfum í hóf. Hefur ver- ið tíðrætt um þá félagsmála- samninga (social contracts) sem rtaðið hefur verið að, en í þeim hafa verkalýðsfélög lofað að halda launahækkunum innan tiltekinna marka (samanber 6 punda hækkunina á viku á laun undir 8.500 pundum á ári 1975) og ríkisstjórnin á móti gengist fyrir niðurgreiðslum á vöru- 16 FV 10 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.