Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 26
urum ykkar hér sem sagði það að mínum dómi alveg réttilega að það yrði að líta á vexti frá tveimur mismunandi sjónar- miðum. Annars vegar yrði að taka það með í reikninginn, að vextirnir væru rekstrarútgjöld, sem hefur sitt að segja í hin- um almenna rekstri og það væri þvi ekki aldeilis sama hverjir vextirnir væru, frekar en önn- ur útgjöld. Þetta var sem sagt önnur hlið málsins, en hin hlið málsins snýr að þeim, sem eiga það fé, sem vextirnir eru greiddir fyrir, og það er auðvit- að, alveg augljóst, að það sem vakir fyrir mönnum nú með þessum háu vöxtum, það er þsð, að þeir að minnsta kosti þykj- ast vera að reyna að bæta þeim upp rýrnun á verðgildi pening- anna, þeim sem að eiga þetta fé. Ég held, að það hafi verið ykkar samtök, sem sögðu það í lok síðustu verkfallssamninga, að þeir væru búnir að reikna það út, að á ársgrundvelli þá yrði verðbólgan 75% eftir svona eftir 1 ár. (Aths. rit- stjóra: Verslunarráð íslands spáði því, að verðlag myndi hækka um 75% frá miðju ári 1977 til ársloka 1978 og að með- altal kaups- og sölugengis Bandaríkjadals yrði 213 krón- ur í árslok 1977 að óbreyttum aðgerðum). Það þýðir það, að við fengjum vexti hérna fljót- lega upp í 75% eftir ykkar út- reikningi. Þá færi nú að vera heldur gaman að gera út. En ég segi það fyrir mitt leyti, að ég met þetta sjónarmið, að það þarf auðvitað að gæta hags- muna þeirra, sem eiga þessa peninga, en bað á að gera það á réttan hátt. Menn eiga að gera sér hleypidómalaust grein fyrir því, hvað það er, sem rýr- ir mátt þeirra peninga. Hvað það er, sem hefur orsakað það, að verðgildi þeirra peninga er skorið niður og hvort þetta sé rétta leiðin, að leggja þetta yf- ir á hinn almenna rekstur eða þá, sem taka peningalánið. Menn setia þetta nú upp svo einfaldlega margir hverjir, að þeir segja, ja, þeir sem taka peninga að láni, þeir eru alltaf að græða á þeim. Eins og að það sé enginn munur á þeim, sem t.d. hefur tekið peninga að láni og við skulum segja byggt hérna ágætt steinhús í Reykja- vík, svo að maður taki það dæmi sem menn tala alltaf um og við skulum segja selja það aftur með miklum verðbólgu- gróða eftir 3 eða 4 ár og á hin- um, sem tekur fé að láni og verður að taka fé að láni í heil- brigðan rekstur af því að það er ekki hægt að komast yfir reksturinn á annan hátt og hann verður að greiða út þetta fé jafnóðum og hann stendur í rekstrinum frá degi til dags. egar hann fær svo andvirði fyrir það sem hann var að gera eftir 4, 5 eða 6 mán- uði þá er hann ekki með neinn verðbólgugróða, en hann hefur sko orðið að borga verðbólgu- skatt til þeirra sem að áttu pen- inginn. Nú er þetta sett upp á bann einfalda hátt hér hjá mörgum ykkar að menn segja, ia. það er ekki von til þess að menn leggi fé inn í bankakerf- ið sem þarf að þjóna atvinnu- veeunum. Það er ekki von til þess að menn leggi fé inn i bankakerfið, ef vextirnir eru óraunhæfir. sem nú er talað um eða neikvæðir rétt eins og menn leggi einvörðungu pen- inga inn í banka af þeim ástæð- um einum að vextirnir eru einu, t.veimur eða bremur prósentum hærri. Það er eitthvað allt ann- að. sem ræður þarna miklu, miklu meiru um og við höfum alveg ljóslifandi dæmi fyrir nkkur um það. hvað þarna ræð- ur um sparifjármyndunina. Sé mikil atvinna í landinu og til- tölulega mikill kaupmáttur þá snarast fé og ef það fylgir einn- ig með. að menn hafa sæmilega trú á bví. að það verði t.d. ekki gengislækkun á næsta stigi eða gengissig, þá eru menn ekki í neinu kapphlaupi að ráðstafa peningunum. Ég man i þessu sambandi að ég las mjög snjalla og ágæta grein, ég þarf endilega að gefa Jóhannesi Nordal hana, ef hann hefur ekki fengið hana, sem ég las í bresku blöðunum, þegar forsætisráðherra þeirra var nýlega að hæla sér fyrir lækkun vaxtanna þar og hvern- ig þeir hefðu ráðið bót á sínum efnahagsvanda með lækkun vaxta og bjargað sínum iðnaði. Það sem þar var á fræðilegan hátt bent á í þessari grein, var, að það hefði nú sýnt sig, svo að ekki væri um að villast, að það sem réði miklu meira um það, hvert peningarnir leituðu held- ur en bara vaxtamismunur, væru auðvitað önnur lögmál. Nú kæmi það í Ijós, að pening- arnir leituðu inn á miklu lægri vexti í Bretlandi frá miklu hærri vöxtum í öðrum löndum, af því að þar töldu menn að eins meira öryggi fyrir pening- ana, en á hinum stöðunum og af því leituðu peningarnir í ,,Ef við fengjum vextina upp í 75% eftir ykkar útreikningi yrði gaman að gera út“. lægri vexti. Eins er þetta auð- vitað hjá okkur. Ég ætla að biðja ykkur til dæmis að fletta upp á því hvað gerðist hjá okkur hér á árunum 1967 og 1968 og 1968. Þá urðum við fyrir áföll- um í okkar búskap eins og margir þekkja. Þá var mikill samdráttur, jafnvel atvinnu- leysi, þá fór það svo, að árið 1967 var sparifjáraukning- in í okkar landi 8,7% og 7,3% 26 FV 11 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.