Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 33

Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 33
karlmannaskóm er nú jafnari en áður var. Tollur á skóm er nú 20% frá EFTA löndunum, en árið 1965 voru skór í 80% tolli. En hverjir móta skótískuna? Ólafur sagði, að ítalir og Frakk- ar stæðu framarlega á því sviði sérstaklega í framleiðslu á kvenskóm og féllu þeir skór mjög inn í smekk Islendinga. Um leið og blm. F. V. kvaddi kaupmanninn í Skóhorninu spurði hann Ólaf, hvernig væri að vera skókaupmaður nú til dags: — Það er ágætt, svaraði Ólafur, en álagningin er allt of lág miðað við sveiflur í skó- tískunni og verðbólguna innan- lands Útilíf: Sérstök skíðaþjónusta I Útilífi eru leigð út skíði og skór. Margir notfæra sér þá þjónustu. Útilíf er næst stærsta versl- unin í Glæsibæ að fermetra- fjölda, alls um 300 m , en Bjarni Sveinbjarnarson, sem rekur verslunina, rekur al- menna sportvöruverslun uppi, en sérverslun með skíði og skíðavörur niðri. Yfir sumar- tímann er hins vegar viðleg,uút- búnaður seldur í sitað skíðáút-- búnaðarins. Útilíf hefur ekki einungis skíðavörur á boðstólum á neðri hæðinni, heldur hefur verslun- in einnig skíðaþjónustu, þá einu hér á landi, sem annast allar viðgerðir á skíðum, bindingum, skíðaskóm o.fl. Það er Arnór Guðbjartsson, sem rekur skíða- verkstæðið. Bjarni sagði, að verslunin leigði einnig út skíði og skó, sem væri fáheyrð þjónusta í sportvöruverslun, og hefði þessi þjónusta verið þó nokkuð not- uð. Þjónustan við landsbyggð- ina er mikil, og sagði Bjarni að geysilega mikið væri sent út á land af vörum í póstkröfu. Flest allur almennur útbún- aður til sportiðkana fæst í versluninni á efri hæðinni, en þó hefur verið lögð sérstök á- hersla á búnað fyrir hestamann- inn eins og fatnað og öll reið- tygi. Suðurver í Suðiurveri, Sitigahlíð 45—47 er fjöldi verslana og fyrirtækja. Þar tóku fyrstu verslanirnar og fyrirtækin til starfa fyrir rúmum 10 árum. Nú starfa þar yfir 20 fyrirtæki og verslanir. Stór hluti beirra, sem þar versla er fólk sem er búselt utan hverfisins, en margir leggja bangað leið sína, begar þeir eru á leið heim úr vinnu og keyra inn Miklubrautina, cnda eru þar næg bílastæði. Fyrstu verslanirnar opnuðu fyrir rúmum 10 ármn, Nú eru þarna 20 verslanir og fyrirtæki. FV 11 1977 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.