Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 41
Verzlanahöllin
Verslanahöllin, sem er í alfaraleið á Laugaveginum, nánar tilfekið nr. 26, hefur verið starfrœkt
einna styst af heim verslanamiðstöðvum, sem eru í Reykjavík, en hún var opnuð 10. september á síð-
asta ári. Þar eru þegar reknar 11 verslanir, en tvær eru senn að bætast í hópinn, auk bess sem
Olympía rekur á neðri hæð hússins saumastofuog er með skrifstofu. Það er Hjörtur Jónsson,
kaupmaður, sem leigir verslununum út verslunarplássið.
Það sem háir verslanamiðstöðvum í miðbænum er hve erfitt er
að fá bílastæði við 'þær.
í Verslanahöllinni eru eftir-
farandi verslanir:
Kosta Boda verslunin, sern
selur m.a. heimsþekktar krist-
alsvörur, Srnja tískuverslun
fyrir konur, Olympía með und-
irfatnað kvenna o.fl. Barnafata-
verslunin Lillý, Plötuportið,
sem er plötuverslun eins og
nafnið gefur til kynna. Elle
tískuverslun, Tískuverslunin
Mata Hari, Bókabúð Braga, blöð
og bækur, GullhöHin, og á efri
hæðinni er Sloppabúðin auk
byggingavöruverslunar, en
einnig eru að bætast við tvær
nýjar verslanir á efri hæðinni.
Kosta Boda búðin:
Handunninn kristall
Mjög mikið úrval er af kristalvörum í Kosta Boda búðinni.
Ein er sú verslun í Verslana-
höllinni ,sem vakti sérstaka at-
hygli blm. F. V., en það er
Kosta Boda búðin, og fór blm.
því þangað inn í klingjandi
kristalinn til að ná tali af eig-
andanum Guðrúnu Steingríms-
dóttur.
Hún fræddi okkur á því að
Kosta væri elsta starfandi krist-
alverksmiðjan í Svíþjóð, stofn-
uð 1742, en Boda verksmiðjan
er stofnuð 1874.
í Kosta Boda versluninni er
sérstaklega glæsilegt úrval af
kristalvörum frá Kosta Boda í
Svíþjóð. Sagði Guðrún, að allir
hlutirnir væru handunnir og
sérhannaðir af þekktum lista-
mönnum.
Á hverju ári framleiða Kosta
Boda verksmiðjurnar 130—150
ný stykki, auk hundruð ann-
arra, sem framleidd eru.
Svo gefin sé mynd af úrvali
Kosta Boda verslunarinnar má
nefna kertastjaka, sem notið
hafa mikilla vinsælda, en hver
einasti hlutur, sem Kosta Boda
framleiðir hefur ákveðið heiti.
Þannig eru til kertastjakar, sem
heita sólrós, snjóboltar o.s.frv.
Einnig er mikið til af vösum,
skrautskálum, óróum og glugga-
skrauti, öskubökkum, kerta-
krónum, glösum og fjölmörgu
fleiru. Einnig er mikið úrval af
glerdýrum og skrautmunum
sem ætlaðir eru til skreytinga á
jólum.
FV 11 1977
41