Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 55
SALTVATN OG ÖLDU-
BRJÓTUR
Aðsóknin að lauginni hefur
verið gífurlega mikil. Sund-
gestir eru orðnir 38 þúsund á
þeim 13 mánuðum sem húsið
hefur verið í notkun og rétt
eftir að laugin var opnuð komu
1329 manns í sund á einum
degi, en það er met fram að
þessu.
Að tvennu leyti er þessi
sundlaug frábrugðin flestum
öðrum: í henni er saltvatn og
er það af öryggisástæðum, þar
sem mun meiri líkur eru á því
að bjarga megi fól'ki frá
drukknun, þar sem lífgun er
möguleg eftir allt að 5 mínútna
meðvitundarleysi í saltvatni en
einungis 2 mínútna í fersk-
vatni.
Þá er athyglisverð nýjung
fólgin í því að rennurnar við
laugarbarmana eru þannig
'hannaðar, að þeim má líkja við
öldubrjóta. Vegna þessarar
hönnunar orsaka öldur sund-
manni ekki frákast af laugar-
bakkanum, en í venjulegum
laugum skellur frákastið á
sundmanninn og dregur þann-
ig úr ferð hans. Af þessum sök-
um er laugin þegar orðin vin-
sæl meðal keppenda í sund-
greinum og búast má við að
þar verði sett einhver met i
framtíðinni. Vignir sagði að
Sundmeistaramót íslands sem
haldið var í september s.l.,
hefði tekist vel en þar voru
300 keppendur. Þá hefði sund-
deild Ægis verið í æfingabúð-
um í Eyjum um páskana og
nættis og að sögn Vignis er
varla hægt að nýta salinn bet-
ur.
Þegar við spurðum Vigni
Guðnason að því hvaða áhrif
opnun Lþróttamiðstöðvarinnar
hefði haft á bæjarlífið sagði
hann að þau væru mikil. Þessi
góða aðstaða væri lyftistöng
fyrir bæði íþrótta- og félagslíf
í bænum. Geysilega mikill í-
þróttaáhugi væri meðal æsku-
fólks auk þess sem <á)hugi bæj-
arbúa almennt væri mikill
fyrir íþróttaviðburðum. Þegar
landsleikur í handbolta við
dani var í desember 1976 komu
800 áhorfendur og 500 áhorf-
endur komu til að sjá leik Týs
og Þórs í handbolta nú í des-
emlber.
íþrótta-
salurinn er
mjög mikið
notaður
alla daga.
í afgreiðslu í fordyri miðstöðv-
arinnar.
væru þeir búnir að panta tíma
aftur um næstu páska.
Ohætt er að segja að sund-
laugin sé vinsæl meðal krakk-
anna og margt fólk notar sér
þrekþjálfunaraðstöðuna í hús-
inu í tengslum við sauna-baðið
og sundlaugina. Á síðastliðnu
sumri kom einnig mikið af er-
lendu ferðafólki í laugina, sem
ekki er fjarri að verði með
tímanum vinsæll viðkomustað-
ur ferðamanna í Eyjum.
ÍÞRÓTTASALURINN ER VEL
NÝTTUR
íþróttasalurinn er notaður til
leikfimikennslu frá 8 til 17 alla
skóladaga. Síðan er han<n til
afnota fyrir íþróttafélögin fram
til 23.30. Um helgar er salurinn
í notkun frá morgni til mið-
ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN SLÁST
UM KRAKKANA
Vestmannaeyingar hafa löng-
um verið harðir í knattspyrn-
unni og nú má ef til vill fara
að búast við stærri tíðindum
hvað úr hverju. Iþróttabanda-
lag Vestmannaeyja, ÍBV, hefur
nú hluta af sinni æfingaaðstöðu
í íþróttamiðstöðinni, bæði bún-
ingsherbergi og böð og hefur
æfingaaðstaða knattspyrnuliðs-
ins aldrei verið betri. Um þess-
ar mundir er félagið að semja
við enska þjálfarann Skinner
um að koma til Eyja, en hann
hefur verið þar áður og gert
þar marga góða hluti.
Vignir sagði að það væri án
efa aðstöðunni að þakka að
körfuboltaliðið þeirra hefði
unnið sig upp úr 3. deild í
fyrra í 2. deild eftir fyrsta ár
íþróttamiðstöðvarinnar.
Nú starfa 4 íþróttafélög af
fullum krafti í Eyjum, íþrótta-
félagið Þór, Knattspyrnufélagið
Týr, körfuboltafélag og bad-
mintonfélag og mætti næstum
segja að félögin slægjust um
áhugasömustu krakkana og öll
hafa þau sína æfigaaðstöðu í
húsinu.
LYFTINGAKLÚBBUR —
FRÚARLEIKFIMI
Segja má að innan veggja
íþróttamiðstöðvarinnar séu
FV 11 1977
55