Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 61
Fisltiðjan hf.:
Fá fisk af fjórum togurum
en bátaafli hefur minnkað
Rætt við Guðmund Karlsson, framkvæmdastjóra
Guðmundur Karlsson framkvœmdastjóri Fiskiðjiunnar hf. er
landskunnur athafnamaður. Þegar blaðamenn Frjálsrar verzlun-
ar bar að garði í Eyjum var prófkjöri sjálfstæðismanna nýlokið
eftir snarpa og viðburðaríka kosningabaráttu þar sem Guðmundur
fór með sigur af hólmi. Eftir að hafa óskað Guðmundi til ham-
ingju með glæsilegan sigur lögðum við fyrir hann nokkrar spum-
ingar sem hann leysti úr greiðlega.
— Hvernig hefur uppbygging
Fiskiðjunnar gengið fram að
þessu?
— Það má segja það að upp-
byggingin eftir gosið gekk
nokkuð vel og það var rösklega
unnið í byrjun. Svo komu nátt-
úrlega ýmsir vankantar í Ijós
eins og gengur. Þegar farið var
að reka fyrirtækið aftur, en það
er um 25 ára gamalt, kom í ljós
að ýmsar vélar og tæki sem
orðin voru allt að 20 ára göm-
ul, t.d. aflvélarnar 'hjá okkur,
höfðu ekki þolað flutningana
og þá meðferð sem þær urðu
fyrir og brotnuðu niður. Við
höfum þvi þurft að endurnýja
aflvélar fyrirtækisins og því
verki erum við eiginlega að
ljúka þessa stundina. Það kom
einnig i ljós að ýmis frystitæki,
sem við höfum notað, höfðu
ekki þolað að standa svona
lengi ónotuð og þessvegna höf-
um við orðið að endurnýja
frystitækin að miklu leyti.
Þetta er því gífurlega mikil
uppbygging á skömmum tíma
og miklu meira heldur en það
að taka eitt frystihús niður og
setja það upp aftur.
Við höfum ekki lokið endur-
byggingu húsakostsins ennþá,
en það brotnaði niður hluti
Austurhússins, sem við köllum.
Hraunið þrengdi sér þarna á
milli húsanna. Þetta verðum
við að byggia upp aftur þótt ég
viti efcki nú hvar við fáurn fé
til þess.
— Nú gerði Fiskiðjan út báta
hér áður fyrr, hvernig er út-
gerð ykkar háttað nú?
— Jú við gerðum eitt sinn út
6 fiskibáta en seldum þá alla.
Nú er fyrirtækið aðili að útgerð
þriggja skuttogara. Við eigum
útgerðarfélagið Klatok hf. með
ísfélagi Vestmannaeyja og
Vinnslustöðinni. Ennfremur er-
um við aðilar að Fiskimjöls-
hefðbundnu mið sem áður, þeir
verða að fara hér út i djúp-
kantana og sarga þar upp það
sem þeir fá.
— Er þetta sökum ofveiði?
— Ég býzt við því að það sé
ofveiði sem sé orsökin, — á
ekki von á öðru. 'Hér áður fyrr
nutu Vestmannaeyingar ákveð-
innar fjarlægðarverndar á þess-
um miðum hér í kring, þá sóttu
menn ekki eins langt. Nú hefur
allur floti suðurstrandarinnar
sótt á þessi mið í mörg ár, mið
sem við vorum lengst af einir
um. Nú má segja að hér sé
Guðmund-
ur Karls-
son í
skrifstofu
sinni.
verksmiðjunni hf., en hún
keypti tvo skuttogara á þessu
ári. Við höfum því fisk, að
hluta, af fjórum togurum því
togarinn Vestmannaey leggur
einnig upp hjá okkur. Bátaafli
hefur dregist allmikið saman
hér í Vestmannaeyjum á síðari
árum, t.d. dróst bátaaflinn sam-
an um 30% milli tveggja síð-
ustu vertíða, og við erum ekki
mjög bjartsýnir á næstu vertíð
hvað snertir bátana.
— Hvað telur þú valda þess-
um samdrætti hjá bátunum?
— Ja, það er miklu minni
fiskgengd en áður var, t.d. þýð-
ir ekkert fyrir netabátana leng-
ur að leggja á þessi gömlu, eða
netagirðing fram með allri
ströndinni frá því snemma á
haustin og alveg fram á vor.
— Talandi um ofveiði, nú
hafa þau boð út gengið að þeg-
ar hafi verið keyptir 17 skut-
togarar sem koma eigi til lands-
ins á árinu 1978. Á sama tíma
er verið að tala um hættuna á
að þorstofninum verði útrýmt
og stjórnvöld farin að gera ráð-
stafanir í því efni. Er þetta ekki
þversögn í sjálfu sér og eru
plássin á landsbyggðinni ekki
að nota skuttogara til að gera
út á eitthvað annað en þorsk,
t.d. ríkissjóð?
—- Jú víst er þetta þversögn.
FV 11 1977
61