Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.11.1977, Blaðsíða 62
— Eflaust gera ekki allir sér grein fyrir því hvað skeður í plássi sem fær skuttogara? — Þetta er náttúrulega ekki ein'hlítt, breytingin fer að sjálf- sögðu eftir því hve margt fólk er á viðkomandi stað. Gera má ráð fyrir því að lítill staður sem fram til þess hefur ekki 'haft mikla útgerð, en fær svo tvo eða þrjá skuttogara, breyt- ist ákaflega mikið. Hinsvegar verður breytingin ekki 'nærri eins mikil á stað eins hér 'hjá okkur, sem alla tíð hefur haft mikla útgerð. En þar fyrir hef- ur orðið gífurleg breyting hér hjá okkur á þessu fyrsta ári, að því leyti að reksturinn er miklu stöðugri en áður var. Til dæmis var haustið, hér síðustu árin, sérstaklega eftir að síldveiði var bönnuð, bókstaflega stein- dautt og við höfðum ekki vinnu handa fólkinu. Og það segir sig sjálft að það er orðið anzi hart þegar staður eins og þessi getur ekki skapað fólki vinnu allt upp í hálft ár eða frá því í september og fram í febrúar Nú þegar við höfum skuttog- arana getum við tryggt fólki 8 tímana svo að segja árið út. — Hvernig skiptist aflinn sem þið fáið á land eftir fisk- tegundum, er megin hlutinn t.d, þorskur? — Hér í Vestmannaeyjum má segja að miklu meiri dreif- ing sé í aflanum en annars stað- ar á landinu, nema þá í Þor- lákáhöfn, á Suðurnesjum og jafnvel á Hornafirði, geri ég ráð fyrir. Við höfum 'hér allt upp í 30—40% af ufsa, alltaf töluvert af löngu, ýsa er hér kannski 20% og þorskurinn eitthvað ámóta, — þetta 20— 30% auk þess sem við höfum eitthvað af humar. Það er því ekki hægt að segja að þorskur- inn 'hafi verið uppistaðan í afl- anum, — þangað til á þessu ári þegar við höfum skuttogarana. Það sem þeir hafa komið með er aðallega þorskur, Þetta er gífurleg breyting fyrir okkur því t.d. ufsinn er mun minna verðmæti en þorskur. — Nú hafið þið í Vestmanna- eyjum fiskað talsvert af spærl- insri, hver'TÍg hafa þær veiðar komið út? — Það hefur fiskast allveru- legt magn af spærlingi þótt það sé nú ekki eins mikið af hon- um núna og síðastliðið ár Þetta er ef til vill þróun sem er að byrja og ekki vitað 'hver verður. Margir eru uggandi vegna þessarar spærlingsveiði og telja hana geta 'haft áhrif á þróun annarra fiskstofna. Spærlingurinn er oft blandaður öðrum tegundum, — það 'hefur komið í ljós að stundum er all- nokkuð af humar með spærl- ingnum. En vissulega getur spærlingurinn skapað mjölverk- smiðjunum hráefni þannig að hægt sé að halda þeim gangandi allt árið um kring. — Hvað starfa margir hjá Fiskiðjunni? — Það eru frá 150 og upp í 200 manns þegar mest er. — Er skortur á vinnuafli hjá ykkur? — Nei, ekki núna. Það má segja að síðustu tvö árin höfum við haft nóg starfsfólk. Við átt- um í nokkrum erfiðleikum á árinu 1974 rétt eftir gosið, en síðan höfum við ekki átt í nein- um vandræðum með það. — Nú er Fiskiðjan eitt af fyrirtækjunum innan SH. Gæt- ir þú frætt Icscndur um hver staða fyrirtækisins er, — hvar Fiskiðjan er í röð framleiðenda innan SH? — Ég gæti trúað að heildar- velta Fiskiðjunnar yrði um 1,5 miljarður króna á þessu ári og ársframleiðslan um 3000 tonn, en hún var um 4000 tonn í fyrra. Við erum því í ár í 4. sæti innan SH. Fyrir gos vorum við yfirleitt í 1. eða 2. sæti, en höfum siðan vikið í verðmæti fyrir Akureyrar- og ísafjarðar- húsunum. — Nú stefnir þú að því Guð- mundur að fara á þing, hvaða áhrif kemur þa ðtil með að hafa á starf þitt hér hjá Fisk- iðjunni? — Jú, rétt er það, ég stefni að því. Nú, — í sambandi við starf mitt 'hérna, þá er ekki bú- ið að gera það dæmi upp ennþá svo ég get ekkert sagt um það, en vafalaust hefur það einhver, jafnvel töluverð áhrif á það, — það er engin spurning um það. Verzlunin Klaufin: Flytur vörurnarinn sjálf Frá eldra húsi, hornhúsi að Vcstmannabraut 30, heyrðust Ijúfir tónar út yfir götuna. Af smekklegum útstillingum mátti sjá að þar var til húsa ein af þeim verzlunum sem á siðari tímum hefur kennt sig við popptískuna margfrægu. Á stjönum í kringum viðskipta- vini var kaupmaðurinn ungur maður úr Reykja.vík, sem sagð- ist hafa flutt út í Vestmanna- eyjar eftir gosið. Vann áður sem sölumaður hjá Kristjáni G. Gíslasyni í Reykjavík, en rekur nú verzlunina Klaufina ásamt ungri eiginkonu. Þetta gamla en fallega hús heitir Viðey og er byggt um 1920. Það fór mjög illa í gosinu. Kaup- maðurinn í Klaufinni byrjaði á því að moka út ösku og vikri eins og fleiri samherjar á þeim tíma. Hann hannaði sjálfur all- ar verzlunarinnréttingar. Eru þær einkar smekklega gerðar. Veggirnir eru með 'tréböndum og kalkáferð á milli. Gefur það búðinni sérkennilegan og skcmmtilegan blæ, sem ekki versnar við fjörmikla, en þó dempaða, tónlist úr fyrsta flokks hljómflutningstækjum. Allar vörurnar kaupir hann sjálfur crlcndis og flytur inm. Talsvert er einnig flutt beint til annarra verzlana á landinu. Eru þetta flíkur af fjölbrcyttri gerð. Smekkvísin leynir sér ekki og nóg er að gera. Sýnir það að eyjaskeggjar hafa glöggt auga fyrir formunum og er annt um að tolla í tískunmi. Reksturinn gengur sem sagt vel, því eins og kaupmaðurinn segir sjálfur, brosandi: Þurfa ekki allir að klæða sig? 62 FV 11 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.