Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 66

Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 66
hutléni Nauðsyn bættra stjórnunarhátta Því verður tæpast mótmælt, að stjórnun er víða ábótavant í íslenzkum fyrirtækjum. Sé litið yfir sögu fyrirtækja hér á landi kem- ur í ljós, að stórhuga framkvæmdamenn hafa unnið mikil þrekvirki með því að ráð- ast í nýjungar og byggja upp umfangsmikla og hina þarflegustu starfsemi. Framhaldið hefur svo oltið á því, hvort skipulag stjórn- unar hefur verið í samræmi við kröfur tím- ans eða ekki. Þau eru mörg dæmin um atorkumenn- ina, sem þannig hafa fengið snjallar hug- myndir, og fá þær kannski enn, en hafa látið skipulag fyrirtækja sinna og yfirsýn yfir rekstur þeirra frá degi til dags reka á reiðanum. Mörgum hefur reynst erfitt að átta sig á þeirri staðreynd, eða sætta sig við hana, að ekki fer alltaf saman frjótt hug- myndaflug, áræðni og dugnaður og góðir stjórnunarhæfileikar í blíðu og stríðu. Þeir eru ekki öllum athafnamönnum meðfæddir. Enn er áberandi, að forsvarsmenn margra einkafyrirtækja gera sér ekki grein fyrir þýðingu bókhalds sem stjórnunartækis. Bókhaldið er sums staðar aukaatriði, sem hlaupið er í þegar nauðsyn rekur menn til að gera reikningsskil í stað þess að hafa það ávallt fyrirliggjandi sem gleggstu vís- bendingu um stöðu fyrirtækisins á hverjum tíma. Mörgum hefur reynzt ofviða að koma slíku lagi á bókhaldsmál sín af eigin ramm- leik og þá ekki gripið til þess sjálfsagða ráðs að leita aðstoðar 1 því efni. Tölvuvæðing síðustu ára hefur boðið upp á ný tækifæri í bókhaldsþjónustu við fyrir- tæki. Ýmsir aðrir þættir stjórnunarmála hafa einnig komið til kasta tölvunnar þann- ig að til hennar hefur verið hægt að leita með upplýsingar um hinar mismunandi hliðar á rekstrinum. Sérhæfð þjónustufyrirtæki hafa tekið til starfa og eru reiðubúin til aðstoðar. Það ber vissulega að fagna þeirri þróun, sem tví- mælalaust er mjög hagkvæm þjóðhagslega. Og þjónusta af þessu tagi flokkast ekki til neinna hlunninda fyrirtækja á höfuðborg- arsvæðinu, því að hún er fyrir hendi víða um land. Eins og sjá má af frásögn í þessu blaði af rekstri eins slíks fyrirtækis í Vest - mannaeyjum má gera ráð fyrir að tölvu- þjónusta eigi í stöðugt vaxandi mæli eftir að koma við sögu frystihúsa í landinu og sjávarútvegsins í heild. Starf Stjórnunarfélags íslands hefur, sem kunnugt er, beinzt mjög að því að kenna ábyrgðarmönnum í fyrirtækjum nýjustu stjórnunarfræði og hefur félagið efnt til fjölmargra námskeiða í því skyni. Slíkt námskeiðshald er einmitt í gangi nú. 1 þessu sambandi er ennfremur rétt að benda á að stjórnunarfræðsla á ekki einvörðungu erindi til æðstu yfirmanna fyrirtækjanna heldur þarf hún að ná miklu lengra inn i starfsmannahópinn og verða almennari en hún hefur verið hingað til. Það er ómældur tími sem betur nýtist, bæði hjá yfirmönnum og undirmönnum í fyrirtækjunum, ef menn hafa lagt sig fram um að afla sér stjórnun- arþekkingar á námskeiðum eins og þeim, sem Stjórnunarfélagið beitir sér fyrir. Aukin stjórnunarfræðsla er ekki aðeins nauðsyn hjá einkafyrirtækjunum. Ríkis- fyrirtækin eiga margt, og kannski miklu meira, ólært á þessu sviði. Vekja verður forráðamenn þeirra til skilings á þörf góðrar stjórnunar og hefur það reyndar verið gert í umræðum um umsvif opinbers rekturs. Krafan um aðhald hjá opinberu fyrirtækjunum verður sífellt meira áber- andi. Borgararnir vilja að hjá hinu opinbera sé gætt ráðdeildar og góðs skipulags á allri stjórnun. Mikill misbrestur hefur verið á þessu og full þörf á að senda margan opin- beran embættismanninn á byrjendanám- skeið eða í endurhæfingu í stjórnunarfræð- um. 66 FV 11 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.