Frjáls verslun - 01.05.1979, Síða 13
Iðnþróunardeild 3) Tæknideild og
4) Rannsóknadeild.
Stöðugt er unnið að endurskipu-
lagningu starfsseminnar. Veruleg-
ar áherzlubreytingar hafa komið til
sögunnar miðað við starfssemi IÞSf
og Rl áður. Er megináherzla lögð á
eflingu fræðslu- og ráðgjafarstarf-
semi. Hins vegar er þess að gæta,
að byggja verður í fyrstu á þeim
grunni sem fyrir var varðandi húsa-
kost, mannafla, véla- og tækjakost.
Allnáið samstarf hefur verið tekið
upp við systurstofnanir í Danmörku
og Noregi, en þær eru til jafnaðar
10-15 sinnum mannfleiri en þjóna í
raun engu fjölbreyttari þörfum en
Iðntæknistofnun er ætlað að gera.
Útflutningur Alafoss 4 milljarðar
Aðalfundur Álafoss h/f var hald-
inn í apríl. í skýrslu framkvæmda-
stjóra kom m.a. fram, að heildar-
velta fyrirtækisins nam 2.832 m.kr.
á s.l. ári, þar af nam útflutningur
tæpum 2/3 heildarveltunnar.
Hagnaður af rekstri fyrirtækisins
reyndist 56.6 m.kr. eftir afskriftir að
upphæð 119 m.kr. og eftir að áætl-
aö hafði verið 48 m.kr. fyrir opin-
berum gjöldum. Afkoman varó
þannig heldur verri en undanfarin
tvö ár, sem einkum má rekja til
mikilla kostnaðarhækkana hér inn-
anlands.
Niðurstöðutölur á efnahags-
reikningi voru 3617 m.kr. og eignir
umfram skuldir 850 m.kr. Hins
vegar er lausafjárstaðan sífellt
áhyggjuefni eins og hjá öllum þorra
íslenskra fyrirtækja, þar sem stöð-
ug verðbólga kallar á síaukið
rekstrarfé.
Söluhorfur erlendis eru taldar
góðar á yfirstandandi ári. Gert er
ráð fyrir rúmlega 5000 m.kr. veltu,
og að útflutningur verði hátt í 4000
m.kr. Fyrirtækið hefur undanfarna
mánuði tekið þátt í fjölda vörusýn-
inga bæði í V-Evrópu og N-Ameríku
með mjög góðum árangri. M.a.
hefur verið sýnd ný tegund fatn-
aðar, sem hentar sem vor- og
sumarklæðnaður. Hafa undirtektir
verið framar öllum vonum og fjöldi
pantana borist. Vonir standa til að
með þessu móti megi lengja fram-
leiðslutímabil prjóna- og sauma-
stofanna verulega. Um 20 prjóna-
og saumastofur framleiða nú fatn-
að, sem Álafoss h/f sér um útflutn-
ing á og mun láta nærri að um 400
manns hafi atvinnu við þessi fyrir-
tæki auk um 300 starfsmanna hjá
Álafossi h/f.
Kalda borðið
í Blómasalnum
Bjóðið viðskiptavinum í kalda borðið í hádeginu
eða upp á fjölbreyttan matseðil í Blómasal.
Munið hin vinsælu skemmtikvöld með dagskrám
tileinkuðum ýmsum þjóðlöndum nær og fjær og
girnilegum sérréttum.
Verið velkomin í gistingu og mat
HÓTEL
LOFTLEIÐIR