Frjáls verslun - 01.05.1979, Qupperneq 21
Hvers vegna tölvu?
Við spurðum Steinar hvað hefði valdið því að fyrir-
tækið ákvað að ráðast í kaup á eigin tölvubúnaði.
,,Það á sér auðvitaö sinn aðdraganda", sagði
Steinar. ,,Um áramótin 76/77 fórum við út í það að
láta tölvuvinna fjárhagsbókhaldið hjá Rekstrartækni
sf. Það var forsenda þess að við gætum gert upp í
byrjun hvers mánaðar, en það að hafa yfirsýn yfir
rekstursniöurstöður og sölu á hverjum tíma er nokk-
uð sem ekki er hægt að vera án í óðaveróbólgu eins
og ríkir hér á landi. Lagerbókhaldið og allt pantana-
eftirlit var hinsvegar áfram handunnið í spjaldskrá.
Bókhaldið, sem slíkt gerði ekki kröfu um eigin tölvu,
við hefðum getað haldið áfram að láta vinna þaö utan
fyrirtækisins með góðum árangri. Á hitt er að líta, að
þegar fjármagnið er orðið jafn dýrt og raun ber vitni,
þá er það forgangsatriði í rekstrinum að tryggja lág-
markslager, án þess að vörur vanti. Slíkt er ekki hægt
með nægilegu öryggi, þegar 2700 vörutegundir eru á
lagernum, nema með tölvu.
Þegar þess er gætt að við kaupum vörur frá tugum
viðskiptaaðila erlendis, á mismunandi skilmálum og
með mismunandi afgreiðslufresti, gefur það auga
leið, að greiðsluáætlanir eru mjög vandunnar og að
sama skapi ótryggar. Þessi vinna var að verða okkur
algjörlega ofviða. Ennfremur var öll áætlanagerð í
sambandi við sölu mjög tímafrek vegna þess hve
vörutegundirnar eru margar.
Með tölvunni tökum við ekki einungis upp spáný
vinoubrögð, heldur getum við gert áætlanir sem miklu
meiri líkur eru á að standist.
í hverju felst breytingin?
Við getum tekið sem dæmi sölufyrirkomulagið fyrr
og nú. Við skrifum út um 1300 reikninga á hverjum
mánuði. Áður en tölvan kom til sögunnar þurfti sölu-
maður að taka niður á blað þaö sem kaupandinn
óskaði eftir, fletta því upp í spjaldskrá, handskrifa
nótu út af spjaldskránni og reikna út söluverð hverrar
vöru og síðan var reikningurinn vélritaður. Nú, aft-
urámóti, hefur sölumaðurinn birgðastöðu, verð og
yfirlit yfir vöruhreyfinguna fyrir framan sig á tölvu-
skermi. Hann tekur pöntunina niöur beint á skerminn,
tölvan skrifar út reikninginn um leið og hún færir nýja
birgðastöðu og yfirlit viðkomandi viðskiptaaðila.
Þetta eru að sjálfsögðu allt önnur vinnubrögð, salan
er auðveldari, vinnan nýtist betur, þjónustan við
Lyfjafyrirtækiö Pharmaco hf. hefur nýfega tekiö
i notkun Wang 2000 tölvusamstæðu til að
annast bókhald, birgðahald og söluskráningar
21
L