Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 23
kúnnann verður bæði skjótvirkari og öruggari, mun
minni líkur eru á rangfærslum í birgðaskrá og þannig
mætti halda áfram að telja upp næstum endalaust."
,,Mér telst til“, segir Steinar, ,,að tölvan muni borga
sig á 2 árum. Þá hef ég ekki reiknað með þeim
sparnaði sem felst í minni staðalbirgðum, markvissari
sölu og virkari stjórnun í fyrirtækinu. Þessi tölvubún-
aður kostaði okkur það sama og einn Range Rover
kostar nú og af því getur hver og einn vegiö og metiö
hve góö þessi fjárfesting er.
Hvenær á að kaupa tölvu?
Að okkar áliti, og það byggjum við á reynslu okkar
undanfarin ár, þá er ekki ástæða til þess að kaupa
tölvu ef einungis er um það að ræða aö færa og vinna
fjárhagsbókhald, það hefði verið okkur hagstætt að
láta vinna það áfram hjá sérhæfðum aðila utan fyrir-
tækisins. Þegar birgðabókhald er annars vegar
gegnir öðru máli. Það er einfaldlega ekkert millistig til
á milli handfærðu spjaldskrárinnar og tölvu. Þess
mætti einnig geta, að þegar kröfur um skriffinnsku
eru orðnar jafn miklar og í okkar þjóðfélagi, þá er
hægt að létta verulega á stjórnendum með því að láta
tölvu vinna úr hinum ýmsu upplýsingum sem hún er
mötuð á, þannig fær stjórnandinn aukinn tíma til þess
að einbeita sér að því sem telst raunverulega stjórnun
en ekki snúningur fyrir einhvern opinberann Pétur
eða Pál.
Hvað þarf að hafa í huga?
Að lokum báðum viö þá Steinar og Guðmund að
gefa lesendum ráð um hvernig ætti að standa að
tölvuvæðingu að fenginni reynslu þeirra.
Steinar: Það er auðvitað ekki hægt að gefa nein
ráð um það, hvert fyrirtæki er með sín séreinkenni og
sérþarfir. Af okkar reynslu að dæma, sem er góð enn
sem komið er, og á ég ekki von á öðru en að hún haldi
áfram að vera það, þá er þó eitt sameiginlegt með
öllum fyrirtækjum, sem hyggjast fara að breyta til:
Tölvubúnaðurinn er nánast aukaatriði, það er hug-
búnaðurinn sem mestu máli skiptir. Ég mundi ekki
ráðleggja neinum að kaupa tölvu nema henni fylgi
þau forrit sem nauðsynleg eru til þess að hún geti
komið að notum. Ég tel að á þessu hafi verið mis-
brestur, fyrirtækjum hafa veriö seld tæki án þess að
forrit hafi verið fyrir hendi og afleiðingar þessara
,,slysa“ tel ég vera hve afstaða margra er hikandi í
þessum efnum. Hér hjá okkur var enginn starfsmaður
með sérþekkingu á tölvum eða tölvuvinnslu. Við rek-
um framleiðslu og heildsölufyrirtæki, — ekki tölvu-
fyrirtæki, við ætluðum ekki að ráða hér kerfisfræðing
til þess að annast okkar tölvuvinnu. Við keyptum því
,,pakka“ þar sem allur hugbúnaður var innifalinn,
enda reyndist það einungis taka nokkra daga fyrir
okkar starfsfólk að læra á þetta og þannig á það að
vera. Þessvegna er mitt ráö einfaldlega það að benda
fólki á að kaupa ekki tölvubúnað nema það sé öruggt
að honum fylgi tilbúin forrit og síðan sú þjónusta sem
nauðsynleg er til þess að aðlaga forritin að þörfum
fyrirtækisins.
Guðmundur: Eg tel að það hafi einnig auðveldað
okkur þessa skipulagsbreytingu, að við höfum áður
látið tölvuvinna bókhaldið, starfsfólkið þekkti því vel
til þeirra vinnubragða. Við þurftum ekki að senda
neinn á námskeiö, öll kennslan fór fram hér hjá okkur
samhliða því að kerfisfræðingur frá Heimilistæki sf
setti tölvukerfið upp. Það er einnig töluvert atriði að
tölvan er þannig forrituð að hún getur leiðbeint not-
andanum, bæði er hægt að spyrja hana og hún spyr,
þannig er hægt að fikra sig áfram að hagkvæmustu
lausninni. Þá má einnig benda á, að tölvuvæóingin
hefur leitt til þess, að ýmis hagræðing hefur verið
tekin upp án þess að það tengist henni beint.
Tölvuþjónustan
Kaupvangsstræti 4
Pósthólf 735
602 Akureyri
Sími: 96-21505
Tökum að okkur kerfissetningu og
forritun.
Höfum tilbúin forrit fyrir:
FJÁRHAGSBÓK-
HALD
LAUNABÓKHALD
LAGERBÓKHALD
FÉLAGASKRÁR
BETRI UPPLYSINGAR
BÆTTUR REKSTUR
23