Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 38
Stærri tölvusamstæða frá Digital. VAX-11 /780 System.
Kristján Ó. Skagfjörð hf.
Tölvur eru ekki aðeins
fyrir bókhald
Aðalstöðvar Kristjáns Ó. Skag-
fjörð hf eru í veglegri byggingu að
Hólmsgötu 4 úti í Örfirsey. Þar er
verið að ganga frá nýrri aðstöðu
fyrir tölvudeild fyrirtækisins á
annarri hæð. Verður hún bæði
rúmgóð og hentug. Frosti Bergs-
son veitir tölvudeildinni forstöðu,
en sú deild hefur vaxið hröðum
skrefum á stuttum tíma. Skagfjörð
er með Digital tölvubúnað og
sagði Frosti að það væri stefna
fyrirtækisins að binda sig ekki
eingöngu við eina tegund heldur
nota hana sem undirstöður og
þróa síðan alhliða framboð á
tölvubúnaði og jaðartækjum auk
hugbúnaðar fyrir fjölbreytta
notkun.
Sagðist Frosti vera þeirrar
skoðunar að kominn væri tími til
þess að íslendingar færu að taka
sína eigin stefnu í tölvumálum,
vinna að aðlögun tölvubúnaðar
fyrir þarfir atvinnulífsins og þá án
þess að vera háðir erlendum aðil-
um í einu og öllu á þeirri braut. Hér
væri tvímælalaust grundvöllur fyrir
íslenzkan tölvuiðnað.
Digital hefur vaxið mest allra
tölvuframleiðenda
Digital fyrirtækið bandaríska
varð upphaflega til á rannsókna-
stofum MIT-háskólans og þeir
framleiddu fyrstu tölvuna sem
kostaði innan við 1 millj. dollara, á
sínum tíma. Á þeim tíma tíðkaðist
það að byggja sérstök hús utan
um tölvur. Fyrirtækið hefur mjög
sterkar rætur í tækni og rann-
sóknastarfsemi og hefur lengi
sérhæft sig í framleiðslu á tölvum
fyrir slíka aðila auk þess sem þeir
hafa boðið tölvur fyrir viöskipti, t.d.
bókhald.
Frosti sagði að nú væri komin
upp tölva hjá Loftskeytastöðinni í
Gufunesi. Þar láta loftskeytamenn
Digital tölvu um aó flokka þau
skeyti sem þeir annast og senda
þau inn á viðkomandi telextæki hjá
fyrirtækjum hérlendis og erlendis.
Þegar kerfið í Gufunesi verður
komió upp verða þar 4 tölvur í
gangi.
,,Við seljum tölvur bæði fyrir
vísindastarfsemi og ekkert síður
fyrir viðskipti", sagði Frosti Bergs-
son, ,,en það sem mér finnst
áhugaverðast er hvað okkar tölvur
eru notaðar til margra hluta hér-
lendis, það gefur ef til vill góða
mynd af möguleikunum, ef talin
væru upp nokkur þeirra fyrirtækja
og lýst í hverju notkunin felst.“
Á sviði verkfræði- og raunvísinda
„Háskóli íslands er með stóra
Digital tölvu frá okkur og eru
tengdar viö hana um 20 útstöðvar
auk sérstaks teiknara. Hluti af
þessum útstöðvum er tengdur um
símalínu við tölvu Háskólans.
Þannig eru útstöðvar hjá stofn-
unum eins og Seðlabankanum,
Þjóðhagsstofnun, Hafrannsókna-
stofnun, Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, Tækniskólanum og
Verzlunarskólanum. Þannig notar
Háskólinn þessa tölvu til þess að
vinna fjölbreytt verkefni fyrir þess-
ar stofnanir og þetta er brautryðj-
endastarf sem Háskólinn er að
vinna með þessu.
Allir þessir aðilar geta unnið
samtímis að mismunandi verkefn-
um og má því segja, að þar með sé
Háskólinn búinn að veita yfir 20
aðilum aðgang að fullkominni
tölvu, sem annars hefði kostað
hvern aðila verulegt fé að öðrum
kosti.
Annar aðili sem notar Digital
tölvu er Vegagerð ríkisins. Þeir
nota sína tölvu til verkfræðilegra
útreikninga, reikna út vegbygg-
ingar, efnisgæði, magn og gera
verkáætlanir og kostnaðaráætl-
anir. Borgarverkfræðingurinn í
Reykjavík hefur aðgang að tölvu
Vegagerðarinnar um útstöð.
Þá má nefna Landsvirkjun sem
er með Digital PDP 11/34. Þeir
nota sína tölvu jöfnum höndum
fyrir bókhald og verkfræðilega út-
reikninga. Landsvirkjun er með
útstöð við sína tölvu og er hún hjá
Rafmagnsveitum ríkisins.
Póstur og sími er með Digital
tölvur uþpi í Gufunesi, eins og
áður var sagt frá, þar verða 4 tölv-
ur þegar kerfið er komið í gang.
Síminn er einnig með Digital tölvu
sem notuð er í sambandi við síma-
skrána, (einkum til að svara fyrir-
spurnum þegar hringt er í 03.) Þaö
er PDP 11/34 og með henni er
einnig hægt að færa inn allar
breytingar á sfmaskránni jafnóð-
um og þær gerast auk þess sem
38