Frjáls verslun - 01.05.1979, Qupperneq 45
tölvuvæðingu, t.d. í meðalstóru
heildsölufyrirtæki, svo eitthvað
dæmi sé tekið, hvað er það sem
ég þarf að vita áður en ég tek
ákvörðun?
Gunnar: — Þessu verður ef til
vill bezt svarað með því að segja
frá því sem viö höfum verið að gera
hjá IBM á undanförnum árum.
Þegar smærri tölvusamstæðurnar
hafa átt í hlut, System/32 og /34,
þá hefur það verið okkar stefna að
bjóða svokallaða pakka. Þá á ég
við tölvu og allan þann hugbúnað
sem tryggir að notandinn getur
strax farið að láta tölvuna vinna að
þeim verkefnum, sem hann hefur í
hyggju að tölvuvinna á annað
borð.
Við höfum verið að þróa upp
stöðluð forrit síðan System/3 var
tekið f notkun, en það var undan-
fari System/32, síðan hefur verið
unnið að því að búa til stöðluð
verkefni í jöfnum takti. Segja má
að hugbúnaðurinn sé kjarni máls-
ins. Aðalatriðið er ekki það hvað
tölvan getur framkvæmt, þ.e. tölv-
an sjálf, málið snýzt um það að
nýta hana sem bezt og fá þann
hugbúnað sem til þarf á viðráðan-
legu verði. Tölvutækin sjálf kosta
hlutfallslega lítið, það eru forritin
sem geta orðið dýr, geti seljandinn
ekki boöið stöðluö forrit með
tölvubúnaðinum. Á sama tíma og
launakostnaður hefur hraðvaxið,
hefur hver afkastaeining í tölvum
lækkað í verði. Við höfum reynt að
mæta þessu með auknu framboði
á stöðluðum forritum.
Stöðluð forrit frá IBM
Nú eigum við stöðluó forrit fyrir
heildsölufyrirtæki, verzlunarfyrir-
tæki, iðnfyrirtæki, sveitarfélög og
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki.
Þessi stöðluðu forrit gera okkur
hjá IBM kleift aö bjóða okkar viö-
skiptavinum tölvukerfi, sem þeir
hafa tryggingu fyrir að geta nýtt til
þess að fullnægja þörfum rekst-
ursins, án þess að stofnkostnað-
urinn verði þeim ofviða. Þegar
verð er annars vegar, þarf að meta
stofnkostnað í Ijósi þess, hvaða
hugbúnaður fylgir meö og hvaö
hann gerir kleift aö nota tölvuna.
Við skulum gera okkur grein
fyrir því að þótt tölva sé keypt þá
koma forritin ekki af sjálfum sér.
Hér getum við boðið uppá pakk-
ann eins og hann leggur sig. Við-
skiptavinurinn getur komið hingað
til okkar og séð verkefni í gangi,
eða að viö förum með honum í
sambærileg fyrirtæki, þar sem
hann sér sama verkefni og hann
ætlar að vinna í fullum gangi.
Þess vegna segjum við gjarnan hjá
IBM að notendur tölvukerfa frá
okkur séu okkar beztu sölumenn.
F.V.: — Hvað kostar að þróa
upp og vinna fullkomið forrit?
Gunnar: — Það er mismunandi
eftir því til hvers forritið er ætlað.
En við getum tekið dæmi um þá
vinnu sem býr að baki okkar
stöðluðu forritum. Hjá okkur var
þróað upp forrit fyrir sveitarfélög
og unnið í samvinnu við 4 sveitar-
félög, okkur telst til að vinnan við
þetta forrit hafi verið nálægt 4
mannárum. Ef annað dæmi er
tekið, t.d. launaforrit, en það er
staðlað forrit sem við bjóðum með
okkar tölubúnaði, þá er ekki fjarri
lagi að nálægt 3 mannárum hafi
veriö varið í að búa það til. Þetta
staðlaða launaforrit er nú notað af
fjölda fyrirtækja á ýmsum sviðum
atvinnu- og viðskiptalífsins og auk
þess í notkun hjá bæjarfélögum.
Eins og sjá má er þetta ekkert
íhlaupaverk og til þess að forritið
komi að fullum notum þarf það aö
vera mjög gott. Það segir sig svo
sjálft, að þegar við getum boðið
slík stöðluð forrit mörgum notend-
um verða þau á viðráðanlegu
verði. Á þetta höfum við ávallt lagt
mikla áherzlu og þetta er grund-
vallaratriði í sambandi við tölvu-
væðingu yfirleitt.
Þess vegna er það aðalatriðið, ef
síst að fullvissa þig um að tölvu-
ganga úr skugga um að þú getir
fengiö með honum þann hugbún-
að sem þú þarft og kemur til með
að þurfa, þú þarft helzt að sjá slík
verkefni í gangi og síðast en ekki
Allt til
að
grilla
Utigrill og allt sem þeim fylgir: grill-
tengur, viðarkol og uppkveikjulög-
ur. Ekkert af því má gleymast þegar
ætlunin er að njóta Ijúffengs mat-
ar undir beru lofti.
Lítið á sumar- og ferðavörurnar á
bensinstöðvum Shell.
Olíufélagið
Skeljungur hf
45