Frjáls verslun - 01.05.1979, Side 59
Gestir seztir til borös í Réne Pédague.
Það er merki um vorkomuna þegar útiveitingastaðurinn opnar á
gangstéttinni við d'Angleterre.
króna í veitingasölu hótelsins frá
því aö þessi nýbreytni hófst og það
án þess aö bætt væri við starfsliði.
Vínið, sem menn fá ómælt með
þessum kostakjörum, er borið
fram í risaflöskum á hvert borð og
sagði Hummelgaard athyglisvert,
að fyrirfram hefði tekizt að áætla
neyzluna fyrir árið eiginlega alveg
hárnákvæmt, 21 þúsund flöskur.
Nú hefur verið sótt um leyfi til að
reka fjárhættuspil á d'Angleterre
en málið er enn óafgreitt.
Skipt um eigendur
Eins og áður sagði er sam-
keppnin hjá helztu hótelum Kaup-
mannahafnar mikil. Launakostn-
aður hefur hækkað mikið og erfitt
hefur verið að hækka verð til aö
mæta honum. Sheraton-hótelið
mun hafa verið rekið með rúmlega
10 millj. króna halla í fyrra og eng-
inn hagnaður hefur oröið af rekstri
Royal, þó að staða þess sé sterk
sem hluta af SAS-samsteypunni.
Hotel d’Angleterre býður ýmis
konar afsláttarkjör í samstarfi við
ferðamálafyrirtæki og erlendir
gestir, sem koma nokkuð reglu-
lega á hótelið frá 10% afslátt og
upp í 20% á veturna.
Síðustu árin hefur aukin áherzla
verið lögð á sölustarfsemi og
hótelið gerzt aðili að alþjóðlegum
sölukeðjum. Hafa pantanir í gegn-
um. Sumar þeirra orðið allt að
8000 yfir árið.
Frá og með maí-byrjun í ár hefur
sú breyting oröiö á, að Hotel
d’Angleterre er í eigu alþjóðlega
hótelhringsins Grand Metro-
politan en hann á um 100 hótel
víða um lönd og hefur skilað ár-
legum hagnaöi, sem nemur um 1,2
milljörðum danskra króna. Hefur
þessi hringur næstum 170 sölu-
menn í föstu starfi og sagðist Eigel
Hummelgaard binda miklar vonir
viö þetta nýja fyrirkomulag. Engar
breytingar verða á skipan fram-
kvæmdastjórnar við breytinguna
eða á starfsmannahaldi almennt,
og fyrri eigendur verða áfram í
stjórn.
Á Hotel d’Angleterre starfa 220
manns og eru íslendingar í þjón-
ustuliðinu þar. Eigil Hummelgaard
gat þess, að sjálfur væri hann
lærður matreiðslumaður og hefði
verið á kokkaskóla með Rafni Sig-
urðssyni, núverandi forstjóra
Hrafnistu. Hummelgaard hefur
komið nokkrum sinnum til íslands
og hefur haft áhuga á samskiptum
hótelsins við íslenzka aðila. Þann-
ig hefur verið haldin kynning á ís-
lenzkum matvælum á d’Angleterre
og íslenzkt lambakjöt verið á mat-
seðli þar. Einnig hafa íslenzkir
matreiðslumenn verið við nám í
eldhúsi Hotel d’Angleterre.
57