Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 83

Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 83
Á þjóðhátíð, í sólbað eða í Evrópuferð Ferðaskrifstofan Atlantik býður upp á margvísleg- ar ferðir til útlanda í sumar, þar á meðal ferð á þjóð- hátíðina á eynni Mön, Mið-Evrópuferð, ferð um Benelux-löndin og Frakkland, Florida-ferðir sem farnar verða í allt sumar og einstaklingsferðir til eyj- arinnar Jersey, sem rómuð er sem sumarleyfispara- dís. Atlantik, sem nú hefur starfað frá því í janúar 1978, mun í sumar auk þess sem hún stuðlar að ferðum íslendinga til útlanda, taka á móti erlendum ferða- mönnum, aðallega Þjóöverjum, sem hingað koma með ýmsum skemmtiferðaskipum í sumar, alls um 8000 manns. Stærsta skemmtiferðaskipið, sem hing- að kemur á vegum Atlantik er Maxim Gorki, en meö því verða 950 farþegar. Það mun hafa viökomu hér á landi nokkrum sinnum í sumar. Jersey og Mön sumarleyfiseyjar. Ibúar eyjarinnar Mön, sem er úti fyrir vesturströnd Stóra-Bretlands, í hafinu milli Bretlands og írlands, halda hátíölegt 1000 ára afmæli þingsins og minnast þess með þjóðhátíð í sumar. íslendingar hafa ekki mikið sótt þangað, þó hún hafi verið vinsæll sumar- leyfisstaður meðal Breta. Atlantik skipuleggur ferð á þjóðhátíðina á Mön 22. júní til 6. júlí, en þá minnast eyjaskeggjar sérstaklega síns norræna uppruna. Á þessum tíma er forseti ís- lands þar einnig í heimsókn. Auk þess að taka þátt í hátíöahöldunum er margt annað boðið upp á, þar er hægt að spila golf, synda, veiöa, sigla, leika tennis, skoða náttúruna meö því að fara í gönguferðir og fjöldamargt fleira auk þess sem þar er góð baðströnd. Þarna eru góð hótel. Miklu sunnar, syöst í Ermasundi úti fyrir strönd Noröur-Frakklands, er breska eyjan Jersey, sem fyrir löngu hefur getið sér orð sem sumarleyfisparadís sökum þess hve sólrík hún er, vegna fagurs lands- lags, mikillar gróðursældar, góðra hótela og veit- ingastaða. Til þessarar eyjar hafa Islendingar sótt í æ ríkara mæli. Atlantik hefur boöið upp á skipulagöar einstaklingsferðir til Jersey. Flogið er um London, þannig aö kostur er á að dvelja þar. Fjölskylduaf- sláttur gildir alla leiö til Jersey. Á sunnanverðri Jersey nálægt St. Helier, höfuðborginni, eru góðar bað- strendur. Fljúgið — takið bílaleigubíl. Fljúgið — akið, segir í auglýsingu frá Atlantik. Ferðaskrifstofan er í sambandi við bílaleiguna Budget, sem er stórfyrirtæki með yfir 1400 skrifstofur um allan heim. Hjá þessari bílaleigu er hægt aö fá litla Frá eynni Mön og stóra bíla. Ef bíllinn er tekinn í Kaupmannahöfn kostar 4-5 manna bíll frá kr. 56 þúsund á viku, kíló- metrafjöldi er ótakmarkaður, verðlagið er aðeins lægra í Bretlandi, og ef tekinn er bílaleigubíll, 4-5 manna í London kostar hann frá kr. 50 þúsund. Fólk getur ekið hvert sem verða vill, og í flestum tilfellum er hægt að skila bílnum annars staðar en hann var tek- inn, t.d. má taka bílinn í Kaupmannahöfn, aka til Luxemborgar og skila bílnum þar og fljúga síðan þaðan heim. Atlantik er einnig í sambandi við bandarískt fyrir- tæki Trailways, sem skipuleggur ökuferðir með lang- ferðabílum um Bandaríkin þver og endilöng. Þessar ferðir er hægt að panta hjá Atlantik. Flogiö er til New York, en þaðan ekið með langferðabílum, hvert sem vill . . . ökuferð um Evrópu Skipulagðar hafa verið tvær ferðir í sumar á vegum Atlantik, önnur er Miö-Evrópuferð en í hinni ferðinni er ekið um Benelux-löndin og Frakkland. Fyrri ferðin er um miðjan júlí. Flogið er til Luxem- borgar, en ekið þaðan til Þýskalands. I ferðinni er ekið um eða komið til fimm höfuðborga, Luxemborg, Bonn, Haag, Brussel og Parísar. Komið er víða við og margir staðir skoöaðir. Langferöabíllinn sem ferðast er með er loftklædur, og gist er á mjög góðum ferða- mannahótelum. Áætlað er að þessi ferð kosti um 355 þús. pr. mann. Mið-Evrópuferðin er í ágúst. Þá liggur leiðin um Þýskaland, Sviss, Lichtenstein, Austurríki og (talíu og heim frá Luxemborg, en þangað er einnig flogið, þegar út er farið. Á þessum stöóum er landslag ein- staklega fagurt, og margt að sjá og skoða. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.