Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 98

Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 98
Hvers ber að gæta við undirbúning ráðstefnu meðalþjóðlegri þátttöku? Nokkrar ábendingar til þeirra, sem hyggj- ast bjóða erlendum starfsbræðrum eða meðlimum fjölþjóð- legra félagasamtaka til fundar eða ráð- stefnu hér á íslandi. Mannamót eru margvisleg, bæði að eðli og umfangi. Á Islandi hefur sú þróun orðið, að ráð- stefnuheitið nær yfir allt sviðið, í rauninni án tillits til þess, hvort um raunverulega ráðstefnu er að ræða. Við tölum um, að svo og svo margar ráðstefnur verði haldnar hér á komandi sumri, þótt tölu- verður hluti þessara funda sé fyrst og fremst mót fólks innan ákveð- inna vébanda eða tiltekins áhugasviðs og megintilgangurinn sé miklu fremur að endurnýja gömul kynni, eiga saman góðar kvöldstundir og skoða nýtt land en að sitja á rökstólum. í Bandaríkjunum eru ráðstefnur nefndar ,,conventions“, en ein- ungis alvarlegur fundur stjórn- málamanna eða annarra forystu- manna um tiltekin afmörkuð við- fangsefni, nefnist „conference". í Evrópu er yfirleitt talað um „congress", og samsvarar það ráðstefnunafngift okkar í víðtæk- um skilningi. Ráðstefnum innanlands hefur fjölgað á undanförnum árum, en aðallega er hér um erlendar og þá sérstaklega norrænar ráðstefnur að ræöa. Alþjóðaráðstefna er skilgreind sem fundur þriggja eða fleiri þjóð- erna, jafnvel þótt tunga þeirra allra sé hin sama. Síðan eru þær flokk- aðar niður í t.d. Norðurlanda-, At- lantshafs-, Vestur-Evrópu-, Al- heimsráðstefnur o.s.frv. Meðal- lengd ráðstefnu er talin 5 dagar. Árið 1972 voru alþjóðaráðst. 6.000 1975 voru alþjóðaráðst. 9.500 1980verðaþær 15.000 1985 verða þær 19.000 (áætlað af prófessor E. Alkjær, dönskum sérfræðingi í ferðamál- um.) Ráðstefnutíminn. í Evrópu er ráðstefnutíminn apríl til október, en aðallega þó maí, júní og október. í Bandaríkjunum er tíminn tví- skiptur, maí — júní og ágúst — október. í Bandaríkjunum er erfitt aö fá fólk til að sækja ráðstefnur um aðal sumarleyfistímann. Þetta er andstætt því, sem er hér á íslandi. Skýring er sú, að meirihluti ráð- stefnugesta, sem hingað koma, sameinar að einhverju leyti sumarleyfi og ráðstefnuþátttöku með íslandsferðinni. Stærsti hluti ráöstefnugesta, sem hingað koma eru Norður- landabúar eða 1978 75.0%, 1979 88.2% (áætlað) og 1980 80.0% (áætlað). Eðlilegt er, að ráðstefnugestir komi hingað, þegar tíð er bezt, og talið er, aö Islandsferð sé ánægju- legust. Augljóst er, aö erfitt er að tæla Norðurlandabúa til þess að koma hingað í vetrarveður. Þeir nota oft sumarleyfi sitt til ferðarinnar hing- að. Svipað er um ráðstefnutíma á hinum Norðurlöndunum. Ráðstefnuhald er drjúgur þáttur í feróamádastarfsemi landsmanna og hefur tekiö stórt stökk fram á við á allra siðustu árum. í tjós hefur komið, að innlend þjónustufyrir- tæki í ferðamálum eru fullkomlega fær um að skipulegg/a ráðstefnuhald og veita samhærilega þjónustu á við það, sem gerist erlendis. Á siðustu árum hafa íslenzkir aðilar öðlazt dýrmæta reynslu vegna undirhúnings smærri og stærri funda og ráðstefna með alþjóðlegri þátttöku auk skákmót- anna, sem allir hajá lokið lofsorði á. Það erþví enginn vafi á að íslendingar, sem eru í þeirri aðstöðu vegna samhanda sinna við erlend fyrirtæki eða samtök að geta hoðið til ráðstefnu hér heima, mega treysta því að skipulag og fram- kvæmd öll á slíkum mannamótum er verk, sem íslenzkt hótelfólk og ferðamálamenn kunna til hlítar. En hér á eftir fara nokkrar áhendingar, um þau atriði, sem hafa her í huga, þegar ráðstefna er undirhúin. 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.