Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 104
Stórgrlpaslátrun afstaðin hfá Sláturlélagl Suðurlands á Selfossi.
Atvinnulíf á Selfossi hefur að mjög verulegu leyti byggzt upp á þjón-
ustu og iðnaði. Allt framundir 1970 var þar engin fiskvinnsla nema í afar
takmörkuðum mæii. Staðurinn hefur byggzt upp á þjónustu við
byggðakjarnana umhverfis og sveitir Arnessýslu. Mjög áberandi í
þessu sambandi hafa verið Kaupfélag Árnesinga og Mjólkurbú Flóa-
manna. Á þessum áratug hefur starfsemi Sláturfélags Suðurlands farið
vaxandi og binda ráðamenn á Selfossi miklar vonir við þau atvinnu-
tækifæri, sem aukning á umsvifum Sláturfélagsins myndu hafa á
staðnum. Á þessum sama áratug hefur byggingariðnaður á Selfossi
einnig vaxið geysilega, þannig að í bæjarfélaginu eru sennilega um
40% vinnuafls í byggingariðnaði eða starfsemi tengdri honum og er það
hátt hlutfail miðað við landsmeðaltal.
Aherzla
lögð á að
fullvinnsla
kjöt- og-
mjólkur
afurða fari
fram á
Selfossi í
framtíðinni
Ný flutningatækni og
bætt vegasamband
hafa skapað skilyrði
til að flytja matvörur
fullunnar á Reykja-
víkurmarkað
Allar sveiflur í byggingariðnaði
koma mjög illa við Selfossbúa.
Óttast menn nú að samdráttur í
framkvaemdum fyrir bændur í ná-
grannasveitum sé yfirvofandi, og
reyndar hefur lægð í byggingar-
starfsemi víðar á landinu áhrif á
atvinnuástandið á Selfossi. Þann-
ig eru rekin verkstæði á Selfossi,
sem selja um 90% framleiðslu
sinnar á Reykjavíkurmarkaö, eins
og t.d. í innréttingasmíði.
Ný atvinnutækifæri
í fiskiðnaði
Á árunum frá 1970 hafa allmörg
ný atvinnutækifæri skapazt á Sel-
fossi, aöallega í fiskiönaði og virð-
ast þau fara vaxandi. Fyrst var það
fyrirtækið Straumnes, sem rak
fiskvinnsluna, síöan yfirtók Glett-
96