Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 14

Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 14
' STIKLAÐ A STORU... Skrásetning í símaskrána Hver talsímanotandi fær nafn sitt skráö ókeypis í einnu línu í stafrófs- skránni. Gjald fyrir hverja línu í stafrófsskránni fram yfir venjulega skráningu, er kr. 1.300. Sé auk aðalsímnotanda einn eða fleiri aukanotendur að sama síma, ber að greiða kr. 2.500 fyrir hvern aukanotanda. Aukasímnotendur geta ekki öðlast aðalsímnotenda- rétt (t.d. rétt til að fá símann fluttan eða skráöan eingöngu á sitt nafn) án þess að greiöa uppsetningar- gjald fyrir númerið að nýju eða við- tökugjald, enda hefur póst- og símamálastjórnin ein umráðarétt símans. Breytir engu í þessu, þó að aukasímnotandi hafi um lengri eða skemmri tíma haft nafn sitt í síma- skránni eða greitt afnotagjald. Óski símnotandi, að símanúmer hans sé ekki prentað í símaskrá og ekki gefið upp í 03, getur póst- og símamálastjórnin heimilað það gegn 2.400 króna gjaldi, sem greiðist einu sinni. Póst- og símamálastjórnin ákveður tilhögun á símaskránni, og hún getur synjað mönnum um upptöku starfsheita, sem hún telur óeðlileg eða vafasamt, að hlutað- eigandi hafi rétt að bera. Eftirtalin aukagjöld eru ákveðin: Breytt letur í skrá, hver lína kr. 2.300 Aukanafn í skrá — 2.500 Aukalína í skrá, hver lína — 1.300 Aukanafn með breyttu letri (1 lína) kr. 2.300 + 2.500 — 4.800 Aukalínur eru taldar: Ef fyrirtæki lætur skrásetja nöfn starfsmanna sinna í skrána undir nafni fyrirtæk- isins. Sé starfsmaður fyrirtækis ekki aðalsímnotandi og ekki skráð- ur í skránni sem aukasímnotandi annars staðar en undir nafni fyrir- tækisins (en ekki undir sínu nafni), skal reiknað fyrir það kr. 2.500 sem aukanafn. Rekstrarniðurstaða Sambandsins Brúttótekjur Sambandsins jukust um 61,8% í fyrra, sem er mun meira en veltuaukningin, en hún var 44,8%. Helstu ástæður þessa eru tvær, annars vegar betri afkoma Skipadeildar og hins vegar minnk- andi hlutdeild umboðssölu í heildarveltu. Reksturskostnaður jókst á hinn bóginn mjög mikið, og hækkaði gjaldahlið rekstrarreikn- ings um 64% á milli áranna 1977 og 1978. Þar af voru laun og launa- tengd gjöld 5,033,3 millj. kr. og höfðu hækkað um 57,9% á milli ár- anna. Tekjuafgangur á rekstrarreikn- ingi var 83,6 millj. kr., samanborið við 24,4 millj. kr. 1977. Er þá m.a. búið að taka til greina afskriftir fastafjármuna að upphæð 697,4 millj., vaxtagjöld 2,170,8 millj., opinber gjöld 743,9 millj. og endur- greiðslur til frystihúsa og kaupfé- laga 106,0 millj. Fjárfestingar Sambandsins árið 1978 námu 1.174,3 millj. kr. Þar af var fjárfest í skipum 555,5 millj., í fasteignum 106,2 millj., í vélum, áhöldum og innréttingum 475,6 millj. og í bifreiðum 37,0 millj. Starfsmenn Sambandsins voru 1741 í árslok 1978, en voru 1831 í árslok 1977. Þar af voru skrifstofu- menn 330, verslunar- og lager- menn 244, farmenn 129, iðnaðar- og verkamenn 984, og aðrir starfs- menn voru 54. Af þessum hópi voru í árslok 1978 konur 803 og karlar 938. Prjónastofan Dyngja, Egilsstöðum Aðalfundur Prjónastofunnar Dyngju á Egilsstöðum var haldinn nýlega. Dyngja er eins og kunnugt er eign Iðnaðardeildar Sambands- ins, sem á % hlutafjár, og Kaupfé- lags Héraðsbúa, sem á 'h. Afkoma fyrirtækisins fór mjög batnandi á síðastliðnu ári og urðu heildar- framleiðslutekjur nú 214,2 millj. kr. Reksturshagnaður varð 19,3 millj. kr. Það sem skipti sköpum um þessa bættu afkomu var betri hrá- efnisnýting, aukin framleiðsla og minni launakostnaður miðað við 12

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.