Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Page 33

Frjáls verslun - 01.06.1979, Page 33
neöst eru. Átök á vinnumarkaði hafa einkennt efnahagsmál á Ítalíu, Bretlandi og íslandi. Stjórnir þessara landa hafa hvað eftir ann- að reynt að koma á fastmótaðri launastefnu, en þær tilraunir hafa alltaf runnið út í sandinn. í Austurríki og Noregi hefur stefnan í efnahagsmálum verið mynduð af samráði milli launþega, vinnuveitenda og stjórnvalda. Þar hafa kjarasamningar tryggt stöðugleika efnahagslífsins, gagnstætt því sem við þekkjum. Norðmenn hafa að vísu í skjóli olíunnar farið of geyst í hagvexti, þannig að samkeppnisgeta þeirra hefur versnað. En nú eru þeir á góðri leið með að lækka kostnað með samningum um tekjustefnu. Útkoman úr samanburði sem þessum veltur auðvitað á hvenær hann er geröur. Sum landanna eru á vendipunkti, eins og Svíþjóð, Danmörk og Finnland, þar sem hagvöxtur fer vaxandi. I öðrum löndum eins og Bandaríkjunum dregur úr hagvexti án þess að verðbólga minnki. En hvenær sem reynt er að gera slíkan samanburð eru mestar líkur á því að „átaka- löndin" sitji áfram á botninum með lítinn hagvöxt og mikla verðbólgu. Aöeins finnskir framkvæmdastjórar fá lægri laun en íslenskir Svo viröist sem íslenzk fram- kvæmdastjóralaun séu með þeim lægstu í heiminum. Samkvæmt því sem Frjáls verzlun kemst næst eru laun íslenzkra framkvæmdastjóra fyrirtækja, sem velta allt að tveimur milljörðum króna árlega um það bil 900 þúsund krónur á mánuði. Að- eins finnskir forstjórar hafa lægri laun, eða um 750 þúsund krónur. Sviss, Vestur-Þýzkaland og Belgía eru þau lönd þar sem fram- kvæmdastjórar smáfyrirtækja bera mest úr býtum, með meir en tvær milljónir á mánuði. Að bandarískir framkvæmdastjórar séu einnig með þeim hæst launuöustu kemur fæstum eflaust á óvart, en að Danir, sem reyndar byggja afkomu sýna að mestu á smáfyrirtækjum meti framkvæmdastjóra smáfyrir- tækja svo mikið, sem raun ber vitni, vekur meiri athygli. Ljóst er að íslenzkir fram- kvæmdastjórar standa í lægra þrepi launastigans en kollegar þeirra í flestum öðrum löndum. Ýmsar stéttir njóta hærri launa hér á íslandi en framkvæmdastjórar, s.s. stjórnmálamenn, tannlæknar, læknar, flugmenn, margir verk- fræöingar, arkitektar og iönaðar- menn. Þá er ekki óalgengt í ís- lenzkum fyrirtækjum að undir- menn framkvæmdastjóra (sem ekki fær greitt fyrir yfirvinnu) fari með eftirvinnu yfir yfirmenn sína í útborguðum launum. Ein af röksemdum flugmanna fyrir háum launum er að þeir séu nokkurs konar framkvæmdastjór- ar um borð í sinni flugvél. Þessi launasamanburður virðist sýna að þessi röksemd á ekki við, né held- ur að raunhæft sé fyrir einstaka stéttir að miða launakröfur við það sem er erlendis. Inn í þennan samanburð vantar skattaáhrif og framfærslukostnað en engin ástæða er til að ætla að samanburðurinn breytist íslenzk- um framkvæmdastjórum í hag þótt slík atriði séu tekin inn í myndina. Laun framkvæmdastjóra í fyrir- tækjum með allt að 2 milljarða króna veltu. Þúsundir kr. Land á mánuði Sviss 2.390 V-Þýzkaland 2.140 Belgía 2.110 Bandaríkin 1.830 Danmörk 1.710 Frakkland 1.550 Holland 1.490 Svíþjóð 1.430 Spánn 1.150 Noregur 1.090 Ítalía 1.055 Bretland 1.025 ísland 900 Finnland 750 áh ÁHALDALEIGAN SF. Tjarnarstíg 1, Seltjarnarnesi, sími 13728. Leigjum út verkfæri meðal annars: • STEYPUHRÆRIVÉLAR • VÉLSAGIR • RAFSUÐUVÉLAR • BORVÉLAR • STIGA • RAFSTÖÐVAR • MÚRHAMRA • HITABLÁSARA • VÍBRATORA í STEYPU • FRÆSARA • FLÍSASKERARA • SLÍPIVÉLAR 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.