Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 35

Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 35
Lengd bótaskyldu Þá eru því yfirleitt takmörk sett, hversu lengi fólk getur þegið at- vinnuleysisbætur. Þetta skapar vanda, þegar langvarandi at- vinnuleysi skapast, eins og oft getur gerst. Víða virðist þörf fyrir sérstakar ráðstafanir í slíkum til- vikum. Yfirleitt er mönnum ekki bætt það, ef yfirvinna minnkar, eða vinnutími er styttur, þó að þess séu dæmi. í flestum löndum fá menn at- vinnuleysisbætur í sex mánuði og að þeim loknum tekur einhver önnur tegund framfærslu við, sem venjulega er verr úti látin og oft þarf fólk að sanna þörf fyrir að- stoð. í fljótu bragði virðist eðlilegt að bætur séu hæstar fyrst og nægi til að menn hafi eðlilegan tíma til að finna annað starf. í Bandaríkj- unum gilda mismunandi reglur um lengd bótaskyldu og getur verið frá 26 vikum í 65 vikur, eftir að- stæðum. Tekjutrygging og skattar Atvinnuleysisbætur eru mikil- vægur þáttur í að tryggja tekjur manna, en venjulega þurfa menn ekki að sanna þörf fyrir þær. Bæt- urnar eru samningsbundnar og menn fá þær greiddar eins og hvert annað tryggingafé. Mörg at- vinnuleysisbótakerfi fá þó fé frá því opinbera, auk þess sem margvís- leg aðstoð er í boði, bæði í fé og í fríðu, eftir þörfum einstaklingsins. Yfirleitt eru öll opinber fram- færslukerfi mjög flókin og í flestum löndum eru þess dæmi aö óþarf- lega vel er fyrir einum séð, á sama tíma og annar þolir skort. Skil milli atvinnuleysisbóta og opinberrar framfærslu eru því ekki eins skýr og þau voru og margar spurningar vakna um réttlæti kerfisins og frumkvæði einstaklinga. í flestum löndum er opinber að- stoð ekki skattskyld, sem var eðli- legt, á meðan tekjuskattar voru aðeins greiddir af háum tekjum, en nú orkar það tvímælis. Verðbólga og breytingar á skattalögum gera það að verkum að nú borga margir láglaunamenn tekjuskatt og jafn- vel sumir þeirra, sem hafa lægri tekjur af störfum sínum, en þeir hefðu á opinberu framfæri. Af því leiðir að algengt er í mörgum löndum, að atvinnuleysingjar hafi hærri ráðstöfunartekjur, en þeir sem vinna. Bætt skráning Atvinnuleysisbætur eru greidd- ar einstaklingum og upphaflega hugsaðar þegar einn maður vann fyrir fjölskyldu. Nú vinna gjarnan fleiri en einn í sömu fjölskyldu og því ástæða til að endurskoða bæturnar í Ijósi þess. í sumum löndum hafa eftirlaun, örorku- eða sjúkdómsbætur, verið notaðar til að tryggja þeim tekjur, sem búa við langvarandi atvinnu- leysi. Þetta hefur þann galla í för með sér, að gjarnan fer það fólk aldrei að vinna aftur, sem kemst á þannig laun. I skýrslum starfshóps stofnun- arinnar er lagt til að bæta mjög skrásetningu atvinnulausra og samræma hana milli landa. Með því móti mætti koma í veg fyrir að göt séu í kerfinu, sem ýmist verða til þess að einstaklingar eiga engrar hjálpar kost, eða fá hana úr fleiri átt en einni. Fjáröflun til bóta Atvinnuleysisbætur eru kostað- ar á ýmsa vegu. Úr ríkissjóði, eins og í Ástralíu, af almennum trygg- ingagjöldum, eða úr sjóðum, sem byggja á tryggingareglum. Hvergi eru þó framlög til atvinnuleysis- trygginga að fullu leyti í samræmi við hættu á atvinnuleysi í atvinnu- grein. Greiðslur í atvinnuleysis- sjóði, ásamt greiðslum í eftir- launasjóði og aðra almannatrygg- ingasjóði, geta orðið að skatti á atvinnu, þannig að þær dragi úr áhuga vinnuveitenda á því að veita vinnu. Flest lönd hafa varnagla í sínu kerfi, sem er ætlað aö koma í veg fyrir að menn þiggi atvinnuleysis- bætur, sem ekki reyna að fá vinnu, eða hættu af eigin hvötum. En því meira sem atvinnuleysi verður, því erfiðara verður að koma í veg fyrir að bætur séu misnotaðar. Vinnu- hópur stofnunarinnar komst þó að þeirri niðurstöðu, að misnotkun væri ekki útbreidd og hægt að koma að verulegu leyti í veg fyrir hana, meö því að sameina ráön- ingarskrifstofur og skrifstofur sem veita bæturnar. Áhrif atvinnu- leysisbóta En hvað sem líður misnotkun, vakna spurningar um hvort háar atvinnuleysisbætur ýti undir þaö, að fólk sé lengi að leita sér vinnu, eða geri meiri kröfur til næsta starfs en eðlilegt er. Niðurstöður urðu þær að minni hætta væri á því, að atvinnuleysisbætur drægju úr framtaki og frumkvæði fólks, en aðrar bætur, þar sem atvinnu- leysisbætur standa aðeins í ákveðinn tíma. í öllum löndum, þar sem rannsóknir hafa farið fram, virðast þó bæturnar lengja at- vinnuleysistíma hvers einstaklings nokkuð, nema í Vestur-Þýskalandi og á (talíu. Á Ítalíu stafar það af því að atvinnuleysisbætur eru lágar. Leiöir í vinnumálum eru marg- víslegar. Til dæmis verður að velja á milli atvinnuleysisbóta, eða fjár- veitinga til að auka atvinnu, svo einfaldasta sjónarmiöið sé tekið. Vinnuhópur Efnahags- og fram- farastofnunarinnar tók ekki af- stöðu til hvernig velja ætti á milli mismunandi leiða, eða hvaða áherslu ætti að leggja á mismun- andi leiðir til að tryggja fólki tekjur til lífsviöurværis. Vinnuhópurinn komst þó að þeirri almennu niður- stöðu að stefna bæri að því að allir sem vildu vinna ættu þess kost. 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.