Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Page 52

Frjáls verslun - 01.06.1979, Page 52
getur leikið vafi á að löggjafinn hafi ætlast til þess að stofnunin hefði bein áhrif á tækniþróunina í byggingariðnaði. I fjórða tölulið þriðju greinar laganna segir beinlínis að Hús- næöismálastofnun sé ætlað ,,að setja þau skilyrði fyrir lánum sem telja megi að stuðli að því að byggðar verði fyrst og fremst hag- kvæmar íbúðir af hóflegri stærð." Á Norðurlöndunum er slíkum skilyrðum fyrir lánveitingum beitt í ríkum mæli á þann hátt að vegin eru saman gæði húsnæðis og byggingarkostnaður. Hlutfallslega hæst lán fást þá til þeirra íbúða sem er í háum gæðaflokki og eru ódýrar. Þeir sem byggja óhag- kvæmar eða lélegar íbúðir eiga á hættu að fá engin lán og detta þá sjálfkrafa út af markaönum. í sjöunda tölulið þriðju greinar laganna er lögð enn frekari áhersla á hlutverk stofnunarinnar í því að efla tækniþróun í bygging- ariðnaöi. Þar segir að stofnunin skuli ,,gangast fyrir tæknirann- sóknum og kynningu nýjunga, til- raunum, sýningum, námskeiðum, kröfu til sveitarfélaga að þau legðu árlega fram vandaðar áætlanir til minnst fjögurra ára um lóðaút- hlutanir. Áætlanirnar ætti að leggja fram áður en lóðaúthlutun er gerð á viðkomandi svæði á því ári, og væri framlagning áætl- unarinnar gerð að skilyrði fyrir því að Húsnæðismálalán fengist til ibúðarhúsa sem byggð yrðu á við- komandi lóðum. í því skyni að stuðla að því að sveitarfélögin gætu uppfyllt þessi skilyrði Húsnæðismálastofnunar ætti stofnunin að veita sveitarfé- lögunum lán til þess að láta gera og viöhalda aðalskipulagi og skipulagi byggingarsvæða og jafnframtgæti stofnunin veitt lán til þess að gera lóðir byggingarhæf- ar, með vissum takmörkunum þó. Húsnæðismálastofnun ætti jafnframt að veita sveitarfélög- unum lán til landakaupa vegna íbúðaskipulags, til þess að koma í veg fyrir brask með land. Tæknideild Húsnæðismála- stofnunar gæti síðan samið áætl- anir um íbúðarhúsabyggingar í landinu öllu á grundvelli áætlana sveitarfélaga um lóðaúthlutanir á hverjum tíma. íbúðaáætlanir þessar yrðu nýttar meðal annars til þess að grundvalla á áætlanir stofnunarinnar um fjárþarfir og fjárráðstöfun til langs tíma. Stefna sú sem hér er lýst miðar almennt að meiri áætlanabúskap. Sveitarfélög á Norðurlöndunum telja sér skylt að gera jafnaðarlega fjögurra ára fjárhags- og fram- kvæmdaáætlanir. Þegar slíkar áætlanir liggja fyrir er auðvelt að gera áætlun um lóöaúthlutanir. Það ætti ekki að vera vandara um fyrir sveitarfélögin á íslandi að gera langtímaáætlanir en fyrir systurfélög þeirra á Norðurlönd- unum. Það eitt aö koma á stöðugleika í byggingariðnaði mun fljótlega hafa í för meö sér meiri vélvæö- ingu á byggingarstað og meiri verksmiöjuframleiðslu húsnæðis, sem aftur mun leiða til harðari samkeppni og lægra íbúðarverós. Tæknileg skilyrði lánveitinga Lögin um Húsnæöismálastofn- un eru þannig orðuð, að tæplega 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.