Frjáls verslun - 01.06.1979, Side 58
næmi sömu upphæö og almenn íbúöalán, ef íbúðunum væri skilað fullbúnum, en hlutfallslega lægri lán væri íbúðunum skilað á lægra byggingarstigi. Lánin færðust yfir á endanlegan íbúðareiganda þegar afsal ibúðar lægi fyrir, og ákvæðin um frágang íbúðanna svo sem varðandi sam- eign o.fl. væru uppfyllt. Fram- kvæmdalánin ættu að koma til greiðslu í jöfnum mánaðarlegum áföngum yfir allt framkvæmda- tímabilið og ætti verktökum að vera skylt að gera grein fyrir fram- gangi verksins jafnóðum, og út- borgun lánanna stöðvuð ef fram- kvæmdir vikju verulega frá fyrir- framgerðum fjárhags- og verk- áætlunum. Framkvæmdalánin mætti jafnvel veita gegnum viðskiptabanka við- komandi fyrirtækja þegar verk og fjárhagsáætlanir verktakans hefðu verið samþykktar af þankanum og Tæknideild Húsnæðismálastofn- unar og lánsréttur að loknum framkvæmdum staðfestur af Hús- næðismálastjórn. Þetta er þó háð því að viðskiptaþönkunum yrði séð fyrir fjármagni til þessarar fjármögnunar húsbygginga. Framkvæmdalánin gætu verið uppsegjanleg 6 mánuðum eftir að framkvæmdum lýkurhafi íbúðirnar ekki verið seldar að þeim tíma liðnum. Gæti þá allt lánið fallið í gjalddaga samstundis. Ástæða er jafnframt til þess að veita framkvæmdalán til fram- leiðslu einingarhúsa og bygging- arhluta. Heimilt ætti jafnframt að vera að veita afurðalán til fram- leiðslu þessara hluta með sömu skilmálum og sömu kjörum og af- urðalán sem veitt eru til byggingar iðnaðarhúsnæðis. Sýnt hefur verið fram á að láns- kjör Húsnæðismálastofnunar séu ákaflega óhagstæð miðað við þau kjör sem almennt gerast á lána- markaðnum. Þótt látið sé í veðri vaka að verðtrygging Húsnæðis- málalána sé einungis 60% og vextir af höfuðstól innan við 10%, þá er í reynd, vegna furðulegrar venju sem skapast hefur við út- reikning verðtryggingar, lániö verðtryggt að fullu og meira til. í raun svara lánskjörin til langs tíma til þess að lánin séu að fullu verð- tryggð með um það bil 5,5% vöxt- um að auki. Húsnæðismálalán eru því ekki lengur neinar ölmusugjaf- ir, og æskilegt væri að hinn al- menni húsbyggjandi og bygging- arfyrirtækin gerðu mun meiri kröf- urtil Húsnæðismálastjórnar um að þetta dýra fjármagn nýttist til byggingarframkvæmdanna mun betur en nú er raunin á. Tilhlýðilegt þykir að Ijúka þess- ari umræðu um framkvæmdalánin með tilvitnun í sjálfan fram- kvæmdastjóra Húsnæðismála- stofnunar, en hann hefur nýlega sagt eftirfarandi. ,,Ég tel nauðsynlegt að kannaö verði rækilega hvernig unnt yrði að veita byggingarfyrirtækjum bráðabirgðalán er komi til greiðslu snemma á byggingartímanum. Finnist góður flötur á því máli, yrðu þau að sjálfsögðu engin ,,bráða- birgðalán", heldur eðlileg fyrir- greiðslulán til vandaðra og heil- brigöra byggingarfyrirtækja."
Önnumst alla almenna verktakavinnu s.s. jarð-
vinnu, sprengingar, malbikun, og olíumalar-
lagnir. Ennfremur byggingarframkvæmdir.
Höfum annast framkvæmdir í öllum landshlutum.
Nú er rétti tíminn til að skipuleggja framkvæmdir
sumarsins.
Miðfell h.f. S.035-BOX4
vd
r- ___