Frjáls verslun - 01.06.1979, Qupperneq 67
Mjólkurstöðin sem Þorsteinn Theódórsson byggir í Borgarnesi.
Unnið við smíði sendibílsins hjá Bifreiða- og trésmiðju KB.
þegar flutt veröur í nýja húsið og er
verið að kanna ýmsa möguleika í
því sambandi. Framkvæmdastjóri
Borgarplasts hf. er Halldór
Brynjúlfsson.
Trésmiðja Þorsteins Theó-
dórssonar
Byggingaraðilar hafa nóg að
gera í Borgarnesi. Einn þeirra sem
mikið hefur byggt sem verktaki er
Trésmiðja Þorsteins Theódórs-
sonar. Sem stendur er fyrirtækið
að byggja nýju mjólkurstöðina,
íþróttahús og fl„ en meðal bygg-
inga sem Þorsteinn hefur reist í
Borgarnesi mætti nefna hús
Vegagerðarinnar við Borgarbraut,
dvalarheimili aldraðra, sýsluskrif-
stofuhús og apótekið auk félags-
heimila í nærsveitum. Þorsteinn
sagðist alltaf hafa veriö í vand-
ræðum meö aó fá iðnaðarmenn til
starfa þar til nú að ástandið væri
nokkuð gott. Undanfarin ár hefði
fyrirtækið byggt og selt íbúðir þar
til nú í ár að til þess hefur ekki
unnizt neinn tími.
Ný tæki hafa átt sinn þátt í því að
auka framleiðslu fyrirtækisins svo
sem byggingakrani og flekamót.
Þorsteinn sagði að nokkuð hefði
verið byggt af blokkaríbúðum á
síðustu árum, en þær íbúðir væru
eftirsóttar af ungu fólki sem væri
að byrja og treysti sér ef til vill ekki
út í einbýlishús eða raðhús á því
stigi málsins, það væri yfirleitt
næsta skrefið. Þorsteinn sagði aö
byggingastarfsemin væri bölvað
þuð, bæði verklega og fjárhags-
lega, að því leyti væri þessi at-
vinnugrein með sviþuðu sniði í
Borgarnesi og annars staðar á
landinu.
Bifreiða- og trésmiðja KB
í Brákarey rekur Kaupfélag
Borgfirðinga bílaverkstæði, tré-
smiðju og yfirbyggingaverkstæði.
Á undanförnum árum hefur fyrir-
tækið keppt við innfluttar yfir-
byggingar sendi- og vöruflutn-
ingabíla og eftir því sem reynsla
hefur fengizt af þessum sam-
keppnisvörum hefur framleiðslan
úr Borgarnesi stöðugt sótt á og má
nú heita að fyrirtækið hafi unnið
markaðinn að mestu leyti. Grétar
Ingimundarson forstjóri BTB sagði
að í samkeppninni hefði komið
glöggt í Ijós að íslenzkar aðstæður
væru svo frábrugðnar því sem
tíðkaðist erlendis, að sú fram-
leiðsla sem entist á bílum á
meginlandinu reyndist yfirleitt allt-
of veikbyggð hérlendis. Kæmi þar
tvennt til vegir og veðurfar, en það
eru þó einkum vegir eða vegleysur
á íslandi, sem færu illa með bíla og
yfirbyggingar.
Munurinn á yfirbyggingum BTB
og þeim innfluttu húsum, sem
notuð hafa verið á sendibíla, er sá
að þau innfluttu eru sjálfberandi,
þ.e. burðurinn í sjálfri klæðning-
unni, en þau sem smíðuð eru í
Borgarnesi eru með sérstakri
burðargrind úr stálformum, stál-
skúffum í gólfi, skipakrossviði sem
gólfklæðningu, einangrun í gólfi,
hliðum og hurðum og síðan klædd
að innan með krossviöi og að utan
með áli. Húsin frá BTB eru tilbúin
að öllu leyti frá verkstæðinu og
sett á bílinn með gaffallyftara,
gengið frá festingum og rafteng-
ingum og eru þá tilbúin til notkun-
ar. Grétar sagði að einingahönnun
heföi gert það kleift að verk-
smiöjuframleiða ákveðna hluti
þannig að framleiðslan er um
ein yfirbygging á 10 daga flesti.
Hér er kominn vísir að bílaiðnaði í
Borgarnesi, framleiðslan stenzt
samkepþni og gott betur og er hér
um mjög athyglisverða þróun að
ræða, sem Borgnesingar hafa
glímt við og haft betur.
59