Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 71

Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 71
„öfund er miklu meiri í þessari íþrótt en öörurn." „Og ég verð heltekinn af að ná þessum laxi” Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar segir laxveiðisögur af sjálfum sér og öðrum. — Ég hef lent í ýmsum ævintýr- um viö laxveiðar, synt með stöng- ina á undan mér og hvaðeina. Ég fer eins oft og ég mögulega get í laxveiði, ég er fiskinn og þó ég segi sjáifur frá duglegur að eðlis- fari og dugnaður skapast fyrst og fremst af áhuga, og ég hef mikinn áhuga á laxveiðum. Það hafa ýmsar sögusagnir gengið um mig í sambandi við laxveiðarnar bæði illar og góðar, en ég veit að sá sem kann að veiða stendur ekki í brögðum. Það er talað um að húkka fisk. Ég missti einu sinni dauðan lax í á, ég vildi auðvitað ná fiskinum upp úr hylnum, en ég var í eina klukkustund að ná honum upp, svo að það er ekki auðvelt að húkka fisk, eins og sumir vilja halda. Þetta er brot úr samtali, sem F.V. átti við Guðlaug Bergmann, for- stjóra Karnabæjar, en hann er mikill áhugamaður um laxveiði, þó ekki sé það áhugamál no. 1 eins og hann sjálfur segir frá. Það er atvinna hans og fyrirtæki, sem skipa efsta sætið. Guðlaugur kann frá mörgu að segja í sambandi við laxveiðarnar og rrtarga smellna veiðisöguna lét hann fjúka meðan á viðtalinu stóð. Guðlaugur er maður önnum kafinn og meðan F.V. staldraði við hjá honum i skrifstofu hans, afgreiddi hann mörg mál, sem lágu fyrir hjá hon- um, svaraði fjölda símhringinga og skrapp meira að segja á stuttan fund í húsinu, en missti samt aldrei þráðinn í viðtalinu, hélt alltaf áfram þar sem frá var horfið. Laxinn beit á, en állinn slapp — Fyrsta laxinn veiddi ég sjö—átta ára gamall, þegar ég átti heima á Selfossi, sagði Guölaug- ur. Þetta var sjö eða átta punda lax og hann veiddist í efsta svæöinu í Ölfusá. Ég bjó til veiðistöngina sjálfur, og auðvitað stálumst við strákarnir í ána, við vorum alltaf niður við á á þeim árum. — Ég flutti frá Selfossi þegar ég var u.þ.b. 12 ára, beint á mölina, ég fór einu sinni eða tvisvar niður á höfn, en þaö fannst mér lítilfjör- legur veiðiskapur. Þegar ég fór í sveit kom upp annar veiðiskapur. Þá kynntist ég því, að bændur eru ekki manna bestir í sviksemi í veiöiskap. í sveitinni veiddi ég í fyrsta og eina skiptið ál. Hann var geysilega þykkur og u.þ.b. 11/2 m á lengd. Állinn var lifandi, og við strákarnir fórum með hann upp að bænum, og lögðum hann þar upp á mykju- þró, og bundum hausinn á honum þar við. Vinnukonan á bænum trylltist yfir þessari „fiskvonsku" okkar, en bóndakonan vildi hins vegar láta borða hann. Þá var það

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.