Frjáls verslun - 01.06.1979, Side 73
meö Colin og fær fyrsta laxinn.
Hann hrópar upp, hvað hann eigi
aö gera, þegar hann var búinn að
landa fiskinum. Colin kallar til
hans: Dreptu fiskinn. Hvernig
segir þá útlendingurinn. Taktu
stein og lemdu hann í hausinn,
segir Colin, en þá segir útlending-
urinn ákveðinn: ,,1’m not going to
kill this beautiful fish with a dirty
stone."
Laxinn þæfir og það fylgja
honum margir aðrir laxar
— í Þverá hef ég orðið fyrir því
að gráta yfir laxi, sagði Guðlaug-
ur. — Ég var að veiða í Réttarhyl
og það var óskaplega fallegt veður
snemma morguns. Ég er að kasta
flugunni, og stend við skúta. Ég sé
fisk á eftir flugunni og verð heltek-
inn löngun til að ná þessum fiski.
Hann bítur á og ég fer að þreyta
hann og næ honum inn í skútann.
Fiskurinn dettur af, ég hendi
stönginni frá mér og hendi mér á
fiskinn, og þarna stóð bardagi milli
mín og fisksins. Ég lamdi á laxin-
um og gat að lokum drepið hann,
en var orðinn blóðugur. Þegar ég
stóð þarna á þessum fallega
morgni, og hampaði fiskinum,
þetta var falleg 12 punda hrygna,
blóóugur eftir átökin gat ég ekki
annað en grátið yfir þessari
hrygnu, sem var komin alla þessa
leið til að hrygna.
— I annað skipti var ég að veiða
í mjög frægum hyl, Rauðabergs-
hyl. Ég var að kasta með flugu, og
stór lax bítur strax á. Laxinn þæfir,
þetta var efst í hylnum og ég sé, að
það fylgja honum margir aðrir lax-
ar, línan var langt úti og þeir reyna
að synda á línuna til að hjálpa
honum. Þá missti ég hann út úr
hylnum, en laxarnir fylgja á eftir
niður flúðirnar. Loksins þegar ég
landa honum, sá ég aó hinir lax-
arnir eru enn syndandi fram og
aftur við bakkann. Þetta var þriðji
laxinn, sem ég fékk, var 20 pund,
hinir voru 19 og 18 pund. Ég hef
aldrei fyrr né síðar lent í atviki eins
og þessu, sagöi Guðlaugur.
Erlendir laxveiðimenn teknir
fram fyrir þá íslensku
Guðlaugur Bergmann hafði
ákveðnar skoðanir á ýmsum mál-
efnum varðandi laxveiðar, m.a. á
veiðum útlendinga í ám hér.
— Ég er á móti þeirri afstöðu
stangveiðimanna, sem vilja láta
ríkið taka eignarrétt af bændum.
Ég er á móti því að taka eigur af
mönnum, þetta eru réttindi, sem
þeir hafa átt mann fram af manni.
Og hvað útlendingana varðar, mér
finnst, að bændur ættu að vera
þjóðlegri. íslenskir stangveiði-
menn eru tryggari viöskiptavinir
en útlendingarnir, það hefur þegar
komið í Ijós af áratuga reynslu af
veiðum útlendinga hér.
Annað sem ég vildi segja, sagði
Guölaugur Bergmann, — er að
það á að ganga jafnt yfir íslenska
sem útlenda laxveiðimenn. Það
erum við sem höfum ræktað upp
árnar. Útlendingarnir þurfa ekki að
greiða sömu skatta og skyldur og
við. Það er orðin hefð á mörgum
stöðum að láta útlendingana sitja
fyrir veiðileyfum á besta tíma, og
þótt íslenskir laxveiðimenn vildu
borga þaö sama, fengju þeir ekki
veiðileyfið, sagði Guðlaugur
Bergmann, forstjóri Karnabæjar
að lokum.
Verzlunin er flutt
úr Hafnarstræti 22 í Hafnarstræti 5
— Tryggvagötumegin
Getum nú boðið viðskiptavinum okkar enn betri þjónustú
en áður í stærra og betra plássi.
Hafnarstræti 5, sími 16760.
65