Frjáls verslun - 01.11.1979, Side 10
STIKLAD Á STORU...
Úrvinnsla íslensku
ullarinnar
Taliö er aö um 4000 bændur
framleiði ull. Þessi ull er þvegin í
þremur ullarþvottastöðvum og
spunnin í tveimur spunaverksmiðj-
um, auk þess sem nokkurt magn er
flutt úr landi. Áætlað vinnuafl í
ullarþvotti, spuna, vefnaði og
prjónavöruframleiðslu var 710 árs-
verk 1977, auk 980 ársverka í fata-
gerð. Erfitt er að áætla ársverka-
fjölda í útflutningi, en giskað er á,
að hann hafi verið 6—7 hundruð á
árinu 1977. Um 30 prjóna- og
saumastofur framleiða ullarvörur til
útflutnings og um 1500 konur
prjóna í höndunum fyrir útflutn-
ingsaðila, sem alls eru 15—20.
Prjóna- og saumastofur dreifast
vítt um landið. Flestar eru þó á
Suövesturlandi og fæstar á Vest-
fjörðum.
Útflutningur á osti
Ostaútflutningur hefur orðið
töluverður nú í ár, en um 450 lestir
af Óðalsosti hafa verið seldar á
Bandarikjamarkað, og útflutningur
af öðrum ostum nemur um 1700
lestum. Heildarútflutningur af ost-
um það sem af er árinu er því farinn
að nálgast 2200 lestir, og þar af
hafa 1940 lestir farið til Bandaríkj-
anna. Hins vegar er búizt við, að
innflutningshömlur á ostum til
Bandaríkjanna verði strangari á
næsta ári, þannig að islendingar fái
aðeins rúmlega 600 lesta kvóta
þangað, það er fyrir 300 lestir af
Óðalsosti og 315 lestir af venjuleg-
um mjólkurosti. Til þessa hefur
innflutningsheimildin náð yfir 315
lestir af mjólkurosti, auk þess sem
hægt hefur verið að flytja inn
Óðalsost án takmarkana, og líka
hefur verið hægt að færa til og nýta
heimildir sem önnur lönd áttu. Það
hefur verið unnið að því að reyna
að fá þessar heimildir rýmkaðar, en
án árangurs til þessa. Ef það tekst
ekki, þá mun það hafa mjög alvar-
legar afleiöingar fyrir mjólkuriðn-
aðinn í landinu, því að verðlag á
ostum í Bandaríkjunum er mun
hagstæðara heldur en þaö sem fá-
anlegt er á öðrum mörkuðum.
Utlánaþak
Almenn útlán, eða þaklán við-
skiptabanka og sparisjóða höfðu i
ágústlok aukist um 46,4% frá ára-
mótum, en aukningin yfir árið allt er
oft lík aukningunni til ágústloka. I
september var enn sérstaklega
mikil aukning eða upp i 55,3% frá
áramótum. I Ijósi þeirra viðhorfa, er
þannig höföu skapast, fóru fram
viðræður milli Seðlabankans og
viðskiptabanka og sparisjóða. Varð
að samkomulagi aö innlánsstofn-
anirnar tækju sér fyrir hendur að
koma aukningu þaklána yfir árið
niður í 42%. Með hliðsjón af þvi má
áætla, að aukning peningamagns
muni verða um 40% frá upphafi til
loka ársins.
Viðskiptabankar og sparisjóðir
þurfa að draga verulega úr útlánum
til þess aö ná hinu nýja marki, eða
úr 55,3% aukningu til september-
loka í 42% aukningu yfir árið í heild.
Þannig svarar nauðsynlegur sam-
dráttur yfir mánuðina október-de-
sember til 13,3% af almennum út-
lánum án endurkaupa í upphafi
ársins. Þess má ennfremur geta í
þessu sambandi, að lausafjárstaða
innlánsstofnana við Seðlabankann
hefur versnað mjög, þaö sem af er
árinu, og var komin niður í -r-9,2
milljaróa króna í septemberlok. Er
það 6,4 milljörðum króna lakari
staóa en á sama tíma í fyrra.
Freðfiskur til Bretlands
Eins og mönnum mun kunnugt er
tiltölulega skammt síðan freðfisk-
sölur til Bretlands hófust aftur eftir
nokkurt hlé. Fyrstu níu mánuði
þessa árs seldi Sjávarafurðadeild
Sambandsins 1820 lestir af frystum
bolfiski til Bretlands, á móti 1155
lestum sama tímabil á síðasta ári,
sem samsvarar 58% aukningu.
Þýðingarmesta tegundin, sem seld
er á þessum markaði, eru þorskflök
með roði. Markaðurinn er nokkuð
sveiflukenndur, að jafnaði daufur
að vori og sumri, þegar mikið berst
á land af ferskum fiski, en lifnar svo
og er beztur á haustin og fyrri hluta
vetrar. Á þessu ári hefur Sjávaraf-
urðadeild nokkrum sinnum sett fisk
í geymslu í Bretlandi, bæði til þess
að eiga fyrirliggjandi birgðir í sölu-