Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 29

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 29
ekki heyrt um gjaldþrot íslands- banka1931? Að öðru leyti tel ég að nauðsyn- legt sé að halda uppi reglubundnu eftirliti með innlánsstofnunum. Ég tel að reynslan hafi sýnt það þó ég eigi erfitt með að skýra það út með því að fara út í einstök atriði. Á það má benda að í frumvörp- um til laga um banka og sparisjóði, sem hafa verið samin og sum lögð fram og verða væntanlega lögð fram aftur á næsta Alþingi, er síður en svo ætlunin að leggja niður bankaeftirlitið. í þeim frumvörpum er gert ráð fyrir afskiptum banka- eftirlitsins af fjölmörgum einstök- um rekstrar- og öryggisþáttum þeirra stofnana auk almennra ákvæða um eftirlit." „Ætti að vera óháð Seðlabankanum.“ Er nauðsynlegt að bankaeftirlit- ið sé deild innan Seðlabankans? ,,Nei, það er ekki nauðsynlegt. Það mætti færa rök fyrir því að annað fyrirkomulag væri heppi- legra. Ég er persónulega á þeirri skoðun að eftirlitið ætti að vera óháð öllum peningastofnunum þar með talið núverandi skipulagi. Ég er einnig þeirrar skoðunar að starfsemi bankaeftirlitsins þurfi að taka til endurskoðunar þannig að heimildir þess og skyldur verði ákveðnar skýrar. Slíkt er heppilegt að gera nú jafnhliða endurskoðun á lögum um banka og sparisjóði." Eftirlit með reiknistofu bankanna Hefur bankaeftirlitið með hönd- um einhver önnur verkefni en þú hefur þegar greint frá? ,,Eftirlitsaóilarnir eru í dag 84 talsins (útibú banka og sparisjóða ekki meðtalin). Auk þess má nefna að með tilkomu Reiknistofu bank- anna hefur eftirlit með þeirri stofnun verið framkvæmt af bankaeftirlitinu. Reiknistofan er liður í bókhaldskerfi bankanna og sparisjóðanna og háð eftirliti á sömu forsendum og þær stofn- anir. Þar með hefur eftirlitsskyldan færst inn á tiltölulega nýtt svið sem er tölvuvinnsla, skipulag tölvu- bókhalds og eftirlit með öryggi þeirra kerfa sem í slíkri vinnslu eru fólgin. Bankaeftirlitið hefur með inn- heimtu á bindiskyldu innláns- stofnana að gera, en bindingar- hlutfallið er nú 28% af heildarinn- stæðum. Auk þess hefur deildin með að gera útibúamál, aðild að gjaldskrármálum o.fl. verkefni sem of langt yrði upp að telja '' Menn eiga að kvarta Hvað með samskipti við ein- staklinga í viðskiptum við inn- lánsstofnanir? ,,Það hefur færst í vöxt á und- anförnum árum, að einstaklingar og fyrirtæki hafi snúið sér til bankaeftirlitsins með ýmsar fyrir- spurnir og jafnvel kvartanir vegna viðskipta við innlánsstofnanir. Við sinnum ekki slíkum kvörtunum nema þær komi til okkar skriflega. Menn hætta gjarnan við þegar þeir heyra það að þeir þurfi að kvarta skriflega, því menn vilja ógjarnan spilla fyrir sér um áframhaldandi viðskipti. Ég tel slíka hræðslu óþarfa, því ef kvörtun á rétt á sér eru innlánsstofnanir tilbúnar að leiðrétta hugsanleg mistök. STOLT MÚLALUNDAR OG SÓMI HVERRAR SKRIFSTOFU «flla mulalundur ARMÚLA 34 105 REYKJAVlK SlMI 38400 BRÉFABINDI ★ Sterk og hatidhceg ★ Standa óstudd ★ Spara 20% hillurýnti ★ Bjartir litir ★ Skemtna ekki hillur ★ Verðið hagstœtt Ný höntiun sem stenst fyllilega ströngustu kröfur vandlátra 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.