Frjáls verslun - 01.11.1979, Síða 34
actutan
Noregur er mikiö land — miklu stærri, eða öllu heldur lengri, en mann
rennur grun í fljótt á litið. Sé landabréfið skoðað grannt verður víst ekki um
villzt. Fjarlægðirnar innan Noregs eru geysilegar og umhverfi og lífsskilyrði
öll mjög ólík eftir því hvort búið er syðzt í landinu eða nyrzt. Enda varla við
öðru að búast þegar þess er gætt að vegalengdin frá Líðandisnesi, syðsta
odda Noregs, norður til Nord Kap er jafnmikil og frá Líðandisnesi suður til
Rómaborgar. Og það hljómar kannski undarlega í eyrum að austustu svæði
Noregs, við landamæri Sovétríkjanna í norðri liggja jafnaustarlega og
Istanbul eða Kairó. En satt engu að síður.
Við hér á íslandi gerum okkur almennt ekki hug-
myndir um Noreg sem herveldi. Miðað við vígbúnað
stórþjóðanna og annarra smærri sem af brýnum
öryggisástæðum eða metnaðargirnd valdhafa standa
gráar fyrir járnum, verður Noregur ekki talinn meðal
helztu víghreiðra heimsins. En það er ástæðulaust að
vanmeta hernaðarmátt þessa nágranna og frænd-
þjóðar. Við íslendingar höfum tilhneigingu til að setja
norskt þjóðlíf í samband við eitthvað allt annað en
hernaðarviðbúnað. Skrúögöngur á þjóðhátíðardag-
inn 17. maí, fiskirí við Lofot og Jan Mayen, olía eða
sællegar og bústnar sveitastúlkur í þjóðbúningum og
hljómar Harðangursfiðlunnar standa nær sem ímynd
Noregs heldur en hljóðfráar Starfighter-orrustuþotur
eða skröltandi skriðdrekar. Norskur samtími er þó
blanda af þessu öllu og þar kemur að sjálfsögðu miklu
fleira til.
Með „Hálfdáni svarta" norður á bóginn
Llti á Fornebu-flugvelli við Osló skynjar maður strax
Norður-Noregur:
Þar er norski herinn í
viðbragðsstöðu — en
menn skála líka fyrir
friði og vináttu á landa
mærunum við Sovét
34